Advertisement
Laugardaginn 9. nóvember kl. 14 fögnum við útgáfum safnsins!Listasafn Einars Jónssonar hefur staðið að tvennskonar útgáfu undanfarið ár með hjálp styrks frá Open Atelier, verkefnis á vegum Evrópuráðsins.
Fyrri útgáfan eru þrjú smárit sem komu út síðasta árið í tilefni af 100 ára afmæli safnsins. Höfundar að smáritunum eru Ólafur Kvaran, listfræðingur og fyrrum safnstjóri safnsins og Listasafns Íslands, Pétur H. Ármannsson, arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun Íslands og Heiða Björk Árnadóttir, listfræðingur og aðjúnkt í listfræði við Háskóla Íslands.
Smáritin fjalla hvert um sig um Einar Jónsson, list hans og safnið út frá mismunandi sjónarhornum. Útgáfan er kærkomin viðbót við úrval safnbúðarinnar og fjalla á hnitmiðaðan hátt um listaverkin, arkitektúrinn og hugmyndir Einars um safnið sjálft á íslensku og ensku .
Nýjasta útgáfan er bókin „Einar, Anna og safnið sem var bannað börnum‟ eftir þær Margréti Tryggvadóttur, rithöfund og Lindu Ólafsdóttur, myndhöfund. Bókin er gefin út í samstarfi við Forlagið.
Í bókinni, sem er ætluð ungum lesendum og eldri er sagt frá Einari og konunni hans henni Önnu á lifandi og skemmtilegan hátt ásamt því að fjallað er um nokkur af listaverkunum sem allt þeirra líf snerist um.
Það er því ærið tilefni til að fagna í safninu!
Dagskrá hefst kl. 14 þar sem höfundar kynna bækurnar.
Léttar veitingar verða í boði í lok dagskrár. Öll velkomin.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Hallgrímstorg 3, 101 Reykjavík, Iceland, Hallgrímstorg 3, 101 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland