Yin fascia yoga ferðalag

Wed, 26 Mar, 2025 at 05:30 pm UTC+00:00

Leiðin heim - Holistic healing center | Reykjavík

Sj\u00e1lfi\u00f0
Publisher/HostSjálfið
Yin fascia yoga fer\u00f0alag
Advertisement
-Er líkaminn stífur, spenntur eða vanræktur og kallar á athygli?
-Ertu að upplifa streitu í dags daglega lífinu og finnur fyrir orkuleysi og þreytu?
-Vantar þig rými til að tengjast þér?
-Ertu ótengd/ur líkama þínum og/eða dofin/n?
-Upplifir þú miklar kröfur og ert sífellt í að gera frekar en að vera?
-Áttu erfitt með að slaka á, jafnvel þegar þú hefur tíma til að hvíla þig?
-Er hugurinn á stöðugum þeytingi, sem kemur í veg fyrir að þú náir ró og kyrrð?
Ef þú svaraðir já við eitthvað af þessum spurningum þá er Yin fascia ferðalagið eitthvað fyrir þig.
Ég er leita að fólki sem er tilbúið að fara í 6 vikna innra ferðalag í gegnum orkustöðvarnar þar sem við tengjumst okkur sjálfum enn betur í gegnum yin yoga, öndun og hugleiðslu.
Námskeiðið stendur yfir frá 26. mars. - 7 maí (frí í páskavikunni)
Komdu með mér inní kyrrðina þar sem við kúpplum okkur út eftir daginn, tengjumst líkamanum og förum í djúpslökun. Við vinnum með bandvefinn í gegnum yin yoga stöður og notum nuddbolta þar sem við gefum eftir og losum um uppsafnaða spennu.
Dýpkaðu sambandið við líkama og sál
Yin fascia Yoga hjálpar okkur að róa hugann, gefa eftir og minnka áhrif streitu og kvíða. Það styður við taugakerfið og hjálpar okkur að komast í slökunarástand (e. rest and digest) sem er svo mikilvægt í hraða samfélagsins sem við búum í.
Í tímunum höldum við stöðunum í ákveðinn tíma sem hjálpar okkur að ná þessari djúpslökun og opnun á bandvef líkamans (fascia).
Stöðurnar sem við vinnum með auka einnig hreyfigetu líkamans, eru einstaklega endurnærandi og hjálpa þér að komast í betra jafnvægi.
Í hverjum tíma vinnum við með orkustöðvarnar í gegnum yin yoga stöður, flæði, öndun og hugleiðslu.
Við fræðumst um hverja orkustöð fyrir sig, hvernig þær hafa áhrif á þig í daglega lífinu og hvernig þú getur upplifað meira jafnvægi. Þú færð sent efni, fræðslu og hugleiðingu fyrir vikuna ásamt stuttum heimaverkefnum til að dýpka ferðalagið eftir hvern tíma.
Tímarnir eru rólegir þar sem við leggjum áherslu á mildi og eftirgjöf. Í lok hvers tíma endum við á góðri slökun og heilun.
Einnig er í boði að uppfæra og fá aðgang að netútgáfu námskeiðsins, sem þú hefur aðgang að í gegnum heimasvæði og app í 6 mánuði og getur því haldið iðkuninni áfram heima hjá þér.
Sjá allar nánari upplýsingar hér: https://www.sjalfid.is/yin-fascia-yoga

,,Það sem stendur uppúr eru orkustöðvarnar. Eitt af mínum markmiðum var að ná að tengja saman huga og líkama, hef ekki náð þeirri tengingu áður og ekki skilið hana. En ég er að ná að tengja í fyrsta sinn í lífinu og vá hvað það er magnað!!!!!
Ég er alveg smá mind blown. Sara þú ert mögnuð, með magnaða sýn og mesti peppari af einlægni og sál. Dásamlegt að hlusta á þig." - Erla Ósk

,,Upplifunin mín hefur verið alveg einstök. Finnst eins og ég hafi náð að tengjast sjálfri mér á ný þar sem ég hef upplifað vissa fjarlægð frá sjálfinu vegna amsturs. Tímarnir veita mér ró og svigrúm til þessa, og ég bíð einfaldlega eftir næsta tíma. Þetta er minn tími og mér finnst eins og þetta sé gjöf frá mér til mín að sækja tímana.
Mér finnst ég upplifa nærumhverfið mitt betur og finnst ég vera í betri jafnvægi. Þessi ró og vellíðunartilfinning sem maður upplifir í tímunum er það besta." - Edith
Advertisement

Event Venue & Nearby Stays

Leiðin heim - Holistic healing center, Bolholt 4, 105 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland

Tickets

Sharing is Caring:

More Events in Reykjavík

B\u00f3kakl\u00fabbur \ud83d\udcdaThe women eftir Kristin Hannah
Tue, 25 Mar, 2025 at 08:00 pm Bókaklúbbur 📚The women eftir Kristin Hannah

Hellusund 3, Reykjavík, Iceland

Einmanaleiki ungs f\u00f3lks
Wed, 26 Mar, 2025 at 09:00 am Einmanaleiki ungs fólks

Hjálpræðisherinn í Reykjavík-Salvation Army

OPI\u00d0 H\u00daS \/ T\u00e6knisk\u00f3linn
Wed, 26 Mar, 2025 at 03:30 pm OPIÐ HÚS / Tækniskólinn

Skólavörðuholti, IS-101 Reykjavík, Iceland

Opi\u00f0 h\u00fas \u00ed MS
Wed, 26 Mar, 2025 at 04:00 pm Opið hús í MS

Gnoðarvogur 43, 104 Reykjavík, Iceland

\u00d3l\u00edver!
Wed, 26 Mar, 2025 at 07:30 pm Ólíver!

Tjarnarbíó (Reykjavík, Iceland)

Come (back) to your senses, woman! with Klara
Wed, 26 Mar, 2025 at 08:00 pm Come (back) to your senses, woman! with Klara

Yoga Shala Reykjavík

R\u00e1\u00f0stefna um \u00f6ryggism\u00e1l \u00e1 \u00cdslandi
Thu, 27 Mar, 2025 at 08:30 am Ráðstefna um öryggismál á Íslandi

Reykjavik Natura - Berjaya Iceland Hotels

V\u00f6\u00f0vaverndardagurinn 2025
Thu, 27 Mar, 2025 at 09:00 am Vöðvaverndardagurinn 2025

Menntavegi 1, 102 Reykjavík, Iceland

BIM Skapal\u00f3n - G\u00e6\u00f0i BIM gagna: Fr\u00e1 gagnas\u00f3un til ver\u00f0m\u00e6task\u00f6punar
Thu, 27 Mar, 2025 at 09:00 am BIM Skapalón - Gæði BIM gagna: Frá gagnasóun til verðmætasköpunar

Engjateigur 9, 105 Reykjavíkurborg, Ísland

Kennarakl\u00fabbur: Lei\u00f0s\u00f6gn listamanns \u2013 Hildigunnur Birgisd\u00f3ttir
Thu, 27 Mar, 2025 at 05:00 pm Kennaraklúbbur: Leiðsögn listamanns – Hildigunnur Birgisdóttir

Fríkirkjuvegur 7, 101 Reykjavík, Iceland

Reykjavík is Happening!

Never miss your favorite happenings again!

Explore Reykjavík Events