Tónlistarnæring- Dichterliebe með Benedikt Kristjánssyni og Mathias Halvorsen

Wed, 01 Oct, 2025 at 12:15 pm UTC+00:00

Tónlistarskóli Garðabæjar | Kopavogur

Gar\u00f0ab\u00e6r
Publisher/HostGarðabær
T\u00f3nlistarn\u00e6ring- Dichterliebe me\u00f0 Benedikt Kristj\u00e1nssyni og Mathias Halvorsen
Advertisement
Á Tónlistarnæringu októbermánaðar munu þeir Benedikt Kristjánsson tenór og Mathias Halvorsen píanóleikari flytja ljóðaflokkinn Dichterliebe eftir Robert Schumann við ljóð Heinrich Heine. Þeir félagar hafa þegar flutt Die Schöne Müllerin og Winterreise og hlakka til að flytja nú Dichterliebe saman í fyrsta sinn.
Tónlistarnæring fer fram fyrsta miðvikudag í mánuði og það er menningar- og safnanefnd sem kostar tónleikaröðina sem haldin er í samstarfi við Tónlistarskóla Garðabæjar. Listrænn stjórnandi er Ólöf Breiðfjörð.
Tónleikarnir eru 30 mínútur að lengd og aðgangur er ókeypis.
Um flytjendur:
Benedikt Kristjánsson er fæddur árið 1987 á Húsavík. Að loknu námi frá 16 ára aldri í Söngskólanum í Reykjavík stundaði hann nám við "Hanns Eisler" tónlistarháskólann í Berlín.
Benedikt hlaut 1. verðlaun í alþjóðlegri Bach söngkeppni í Greifswald í júní 2011 og einnig verðlaun áheyrenda. Hann hlaut verðlaun áheyrenda í alþjóðlegu Bach keppninni í Leipzig sumarið 2012, fékk styrk úr Jean Pierre Jaquillat sjóðnum, og var valinn Bjartasta vonin í sígildri og samtímatónlist á Íslensku tónlistarverðlaununum. Árið 2016 var hann valinn Söngvari ársins í sígildri og samtímatónlist á Íslensku tónlistarverðlaununum.
Árið 2019 fékk hann OPUS Klassik verðlaunin fyrir "nýstárlegustu
tónleika ársíns".
Hann hefur komið fram sem einsöngvari í mörgum af stærstu
tónleikahúsum heims, eins og Fílharmoníunni í Berlín, Concertgebouw Amsterdam, Chapelle Royal í Versölum, og í Walt-Disney Hall í Los Angeles. Einnig hefur hann sungið í Óperuhúsunum Staatsoper Berlin, Theater Kiel og Staatstheater Braunschweig.
Hann er tíður gestur á virtum tónlistarhátíðum, eins og Bachfest Leipzig, Musikfest Stuttgart, Händelfestspiele Halle og Oude Muziek Festival Utrecht. Benedikt hefur unnið með mörgum virtum stjórnendum, þar má nefna Reinhard Goebel, Reinbert de Leeuw, Peter Dijkstra, Vaclav Luks, Hans-Christoph Rademann, Vladimir Jurowski og Philippe Herreweghe.
Mathias Halvorsen er norskur píanóleikari sem á glæstan feril að baki.
Advertisement

Event Venue & Nearby Stays

Tónlistarskóli Garðabæjar, Kirkjulundur 11, 210 Garðabær, Ísland, Kopavogur, Iceland

Sharing is Caring:

More Events in Kopavogur

Hva\u00f0 er m\u00e1li\u00f0 me\u00f0 \u00feessar k\u00f6kur?
Wed, 01 Oct at 05:00 pm Hvað er málið með þessar kökur?

Bókasafn Kópavogs

Iceland Northern Lights and Winter Wonderland Tour: October 2nd, 5 days \/ 4 nights
Thu, 02 Oct at 08:30 am Iceland Northern Lights and Winter Wonderland Tour: October 2nd, 5 days / 4 nights

Fífuhjalli 19, 200 Kópavogur, Iceland

Lesi\u00f0 \u00e1 milli l\u00ednanna
Thu, 02 Oct at 03:00 pm Lesið á milli línanna

Hamraborg 6a, 200 Kópavogur, Iceland

Ari Eldj\u00e1rn | Af fingrum fram | AUKAT\u00d3NLEIKAR
Fri, 03 Oct at 08:30 pm Ari Eldjárn | Af fingrum fram | AUKATÓNLEIKAR

Hamraborg 6, 200 Kópavogur, Iceland

S\u00f6gur og s\u00f6ngur me\u00f0 \u00de\u00f3r\u00f6nnu Gunn\u00fd
Sat, 04 Oct at 11:15 am Sögur og söngur með Þórönnu Gunný

Garðatorg 7, 210 Garðabær, Iceland

Hennar hlj\u00f3mur | T\u00edbr\u00e1
Sun, 05 Oct at 01:30 pm Hennar hljómur | Tíbrá

Hamraborg 6, 200 Kópavogur, Iceland

Kopavogur is Happening!

Never miss your favorite happenings again!

Explore Kopavogur Events