Ég ætla að vera með opna æfingu á Kaffi Flóru 25. janúar næstkomandi!
Með mér í gleðinni verða vinir mínir Magnús Jóhann Ragnarsson, Bergur Einar Dagbjartsson og bræðurnir Ómar og Óskar Guðjónssynir. Við ætlum að leika okkur aðeins með ný lög sem ég hef verið að semja í Nashville og eiga með ykkur ógleymanlega og skemmtilega stund í fallegu og blómlegu umhverfi Kaffi Flóru. Það veit enginn hvað mun gerast, og ekki ég eða hljómsveitin sjálf!
Miðsalan er hafin á tix.is - takmarkaður miðafjöldi <3
Event Venue & Nearby Stays
Kaffi Flóra Garden Bistro, Engjavegur 13, 104 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland