Mandólín og tangódívur

Sun, 26 Jan, 2025 at 08:00 pm UTC+00:00

Borgarleikhúsið, Nýja sviðið | Reykjavík

Mand\u00f3l\u00edn
Publisher/HostMandólín
Mand\u00f3l\u00edn og tang\u00f3d\u00edvur
Advertisement
Tónleikar og tangósýning
Úr dimmri janúarþokunni berast dulúðugir tónar. Takturinn þéttist, myndin skýrist, og í ljós kemur gleðisveitin Mandólín. Fjörug tangótónlist tekur völdin og tangóparið Bryndís og Hany birtist. Saman leiða þau okkur í gegnum dásamlega kvöldstund í faðmi tónlistarinnar. Þar sameinast söngur og dans, tregafullt klarínettusóló, púlserandi harmonikkusláttur og fjörugar fiðlur. Sérstakur gestur tónleikanna er söngkonan Kristjana Arngrímsdóttir. Takið með ykkur tangóskóna, því að tónleikunum loknum verður slegið upp tangóballi með DJ Þórði.
Mandólín spilar tónlist sem á rætur í hinum ýmsu heimshornum og flæðir þaðan frá hjarta til hjarta. Þetta er tónlist sem vekur tilfinningar úr dvala og kallar fram bæði kátínu og trega. Hljómsveitina skipa sjö sprúðlandi hljóðfæraleikarar sem hafa í tíu ár æft saman klezmer-, tangó- og heimstónlist auk frumsaminna laga eftir meðlimi sveitarinnar. Mandólín heldur reglulega tónleika, og árið 2023 kom út diskurinn Sunnudagur í skúrnum.
Að þessu sinni er Mandólín í samstarfi við tangódansarana Bryndísi og Hany, sem hafa dansað tangó í tuttugu ár. Þau ráku tangóskóla í Kaupmannahöfn og ferðuðust víða til að sýna og kenna tangó. Árið 2023 fluttu þau aftur til Íslands, stofnuðu Tangóstúdíó og kenna nú fjölmörgum dansunnendum í Reykjavík sporin. Þau koma einnig fram við ýmis tækifæri.
Kristjana Arngrímsdóttir varð fyrst þekkt með Tjarnarkvartettinum, en hóf sólóferil með útgáfu sinnar fyrstu plötu árið 2000. Hún hefur haldið fjölda tónleika víða um land og gefið út fimm geisladiska. Nýjasti diskur hennar, Ég hitti þig, kom út 2023, og eru öll lögin á diskinum eftir Kristjönu.
Dansarar: Bryndís Halldórsdóttir & Hany Hadaya
Söngur: Kristjana Arngrímsdóttir
Hljómsveitina Mandólín skipa:
Ástvaldur Traustason og Sigríður Ásta Árnadóttir á harmonikkur
Guðrún Árnadóttir og Elísabet Indra Ragnarsdóttir á fiðlur,
Óskar Sturluson á gítar og bouzouki,
Martin Kollmar á klarinett,
Bjarni Bragi Kjartansson á bassa.
Listrænn stjórnandi: Ólöf Ingólfsdóttir
Advertisement

Event Venue & Nearby Stays

Borgarleikhúsið, Nýja sviðið, Listabraut 3, 103 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland

Tickets

Sharing is Caring:

More Events in Reykjavík

CAPUT ENSEMBLE \/ S\u00e6unn \u00deorsteinsd\u00f3ttir og Bj\u00f6rg Brj\u00e1nsd\u00f3ttir
Sat, 25 Jan, 2025 at 08:00 pm CAPUT ENSEMBLE / Sæunn Þorsteinsdóttir og Björg Brjánsdóttir

Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús / Harpa Concert Hall and Conference Centre

T\u00f3nleikar me\u00f0 Br\u00edeti og bandi \u00e1 Kaffi Fl\u00f3ru
Sat, 25 Jan, 2025 at 09:00 pm Tónleikar með Bríeti og bandi á Kaffi Flóru

Kaffi Flóra Garden Bistro

Briet @ Kaffi Fl\u00f3ra in Reykjav\u00edk
Sat, 25 Jan, 2025 at 09:00 pm Briet @ Kaffi Flóra in Reykjavík

Kaffi Flóra

For Boys and Girls \/ Skerpla
Sun, 26 Jan, 2025 at 03:00 pm For Boys and Girls / Skerpla

Laufásvegur 40, 101 Reykjavík, Iceland

Cantoque syngur Hj\u00e1lmar \/ Myrkir m\u00fas\u00edkdagar \u00ed Hallgr\u00edmskirkju
Sun, 26 Jan, 2025 at 05:00 pm Cantoque syngur Hjálmar / Myrkir músíkdagar í Hallgrímskirkju

Hallgrímstorg 1, 101 Reykjavík, Iceland

\u00dej\u00f3\u00f0s\u00f6gur fyrir hlj\u00f3mbor\u00f0 og strengi \/ Folklore for strings and keys
Sun, 26 Jan, 2025 at 07:00 pm Þjóðsögur fyrir hljómborð og strengi / Folklore for strings and keys

Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús / Harpa Concert Hall and Conference Centre

Legend - Svartir Sunnudagar
Sun, 26 Jan, 2025 at 09:00 pm Legend - Svartir Sunnudagar

Hverfisgata 54, 101 Reykjavík, Iceland

Kammersveitin \u00e1 Myrkum \/ Reykjav\u00edk Chamber Orchestra at Dark Music Days
Sun, 26 Jan, 2025 at 09:00 pm Kammersveitin á Myrkum / Reykjavík Chamber Orchestra at Dark Music Days

Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús / Harpa Concert Hall and Conference Centre

Mozart Requiem, Eldborgarsal H\u00f6rpu
Mon, 27 Jan, 2025 at 08:00 pm Mozart Requiem, Eldborgarsal Hörpu

Austurbakka 2, 101 Reykjavík

Axlarvandam\u00e1l
Wed, 29 Jan, 2025 at 01:00 pm Axlarvandamál

Nálastungur Íslands ehf.

FKA VI\u00d0URKENNINGARH\u00c1T\u00cd\u00d0
Wed, 29 Jan, 2025 at 05:00 pm FKA VIÐURKENNINGARHÁTÍÐ

Hotel Reykjavik Grand

T\u00ed\u00f0nih\u00e6kkun hva\u00f0 svo? Fyrirlestur me\u00f0 Vigd\u00edsi Stein\u00fe\u00f3rsd\u00f3ttur,
Wed, 29 Jan, 2025 at 08:00 pm Tíðnihækkun hvað svo? Fyrirlestur með Vigdísi Steinþórsdóttur,

Skipholt 50d, 105 Reykjavík, Iceland

Reykjavík is Happening!

Never miss your favorite happenings again!

Explore Reykjavík Events