Advertisement
Íslensk handrit frá fyrri öldum hafa að geyma hundruð sönglaga en fæst þeirra hafa verið aðgengileg flytjendum og áhugafólki um tónlist í áreiðanlegri útgáfu. Nú hefur Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur safnað saman 40 lögum úr þessum handritum og koma þau út haustið 2025 í vandaðri útgáfu hjá forlaginu Bjarti.Í tilefni af þessari útgáfu verður efnt til útgáfufagnaðar í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins sunnudaginn 2. nóvember kl. 13. Þar mun Árni Heimir segja frá nokkrum laganna, rannsóknum sínum á uppruna þeirra og þeim áskorunum sem fylgja því að gera þau aðgengileg í nótnaskrift nútímans. Einnig verða leikin tóndæmi þar sem lögin hljóma í fyrsta flokks flutningi söngvara og hljóðfæraleikara.
Fyrirlesturinn tekur um 45 mínútur og að honum loknum verður boðið upp á léttar veitingar, auk þess sem bókin verður til sölu á sérstöku tilboðsverði. Verið öll velkomin!
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Þjóðminjasafn Íslands/ National Museum of Iceland, Suðurgata 41,Reykjavík, Iceland
Concerts, fests, parties, meetups - all the happenings, one place.











