Advertisement
Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona og danski píanistinn Ulrich Stærk gefa út nýjan geisladisk sem mun heita Songs of Longing and Love. Þau munu halda útgáfutónleika í Norðurljósasal Hörpu sem verða hluti af Óperudögum í Reykjavík. Tónleikarnir fara fram 25. október kl 13.
Um geisladiskinn:
Hallveig og Ulrich fengu Stefan Sand til þess að semja fimm sönglög við verk fjögurra norrænna kvenljóðskálda a á fjórum mismunandi norrænum tungumálum. Ljóðskáldin eru Anne Vad frá Danmörku, Urd Johannesen frá Færeyjum, Ingrid Storholmen frá Noregi og Sigurbjörg Þrastardóttir frá Íslandi.
Flokkurinn hefur hlotið heitið Songs of Longing and Love og hann mun kallast á við ljóðaflokk Richards Wagner, Fünf Gedichte für eina Frauenstimme von Mathilde Wesendonck, betur þekktan sem Wesendonck-ljóðin sem einnig er á geisladisknum.
Diskurinn var tekinn upp í Garnison kirkjunni í Kaupmannahöfn í maí 2024 og júní 2025 og kemur út þann 25. október næstkomandi með útgáfutónleikum í Norðurljósasal Hörpu.
Um flytjendurna og tónskáldið:
Stefan Sand er ungt tónskáld og stjórnandi sem er búsettur á Íslandi. Hann er fædur í Danmörku og útskrifaðist árið 2019 sem píanóleikari og stjórnandi frá Det kongelige danske Musikkonservatorium. Eftir það fluttist hann til Íslands þar sem hann lauk MA í tónsmíðum frá LHÍ árið 2023. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann vakið mikla athygli fyrir tónsmíðar og stjórnun, bæði hér á landi og víða um Norðurlöndin, nú síðast fyrir verkefnið Look at the music, sem hann samdi og stjórnaði hér á landi og víðar á síðasta ári. Hann hlaut nýverið tilnefningu til Grímunnar fyrir verkefnið.
Ulrich Stærk hefur átt víðtækan feril sem píanóleikari og meðleikari með söngvurum og hljóðfæraleikurum síðastliðin 35 ár, bæði í Danmörku og víða um heim. Hann kennir söngþjálfun og sem meðleikari í Den kongelige Danske Musikkonservatorium.
Hallveig Rúnarsdóttir er ein ástsælasta söngkona landsins, hún hefur átt farsælan feril sem einsöngvari bæði hérlendis sem erlendis undanfarin 30 ár. Hún útskrifaðist úr Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1998 og frá hinum virta tónlistarskóla Guildhall School of Music and Drama árið 2001. Hallveig hefur áður gefið út geisladiskinn Í ást sólar með Árna Heimi Ingólfssyni.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús / Harpa Concert Hall and Conference Centre, Austurbakki 2, 101 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland
Tickets