Songs of longing and love - útgáfutónleikar

Sat Oct 25 2025 at 01:00 pm to 02:00 pm UTC+00:00

Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús / Harpa Concert Hall and Conference Centre | Reykjavík

Hallveig R\u00fanarsd\u00f3ttir
Publisher/HostHallveig Rúnarsdóttir
Songs of longing and love - \u00fatg\u00e1fut\u00f3nleikar
Advertisement
Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona og danski píanistinn Ulrich Stærk gefa út nýjan geisladisk sem mun heita Songs of Longing and Love.
Þau munu halda útgáfutónleika í Norðurljósasal Hörpu sem verða hluti af Óperudögum í Reykjavík. Tónleikarnir fara fram 25. október kl 13.

Um geisladiskinn:
Hallveig og Ulrich fengu Stefan Sand til þess að semja fimm sönglög við verk fjögurra norrænna kvenljóðskálda a á fjórum mismunandi norrænum tungumálum. Ljóðskáldin eru Anne Vad frá Danmörku, Urd Johannesen frá Færeyjum, Ingrid Storholmen frá Noregi og Sigurbjörg Þrastardóttir frá Íslandi.
Flokkurinn hefur hlotið heitið Songs of Longing and Love og hann mun kallast á við ljóðaflokk Richards Wagner, Fünf Gedichte für eina Frauenstimme von Mathilde Wesendonck, betur þekktan sem Wesendonck-ljóðin sem einnig er á geisladisknum.
Diskurinn var tekinn upp í Garnison kirkjunni í Kaupmannahöfn í maí 2024 og júní 2025 og kemur út þann 25. október næstkomandi með útgáfutónleikum í Norðurljósasal Hörpu.
Um flytjendurna og tónskáldið:
Stefan Sand er ungt tónskáld og stjórnandi sem er búsettur á Íslandi. Hann er fædur í Danmörku og útskrifaðist árið 2019 sem píanóleikari og stjórnandi frá Det kongelige danske Musikkonservatorium. Eftir það fluttist hann til Íslands þar sem hann lauk MA í tónsmíðum frá LHÍ árið 2023. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann vakið mikla athygli fyrir tónsmíðar og stjórnun, bæði hér á landi og víða um Norðurlöndin, nú síðast fyrir verkefnið Look at the music, sem hann samdi og stjórnaði hér á landi og víðar á síðasta ári. Hann hlaut nýverið tilnefningu til Grímunnar fyrir verkefnið.
Ulrich Stærk hefur átt víðtækan feril sem píanóleikari og meðleikari með söngvurum og hljóðfæraleikurum síðastliðin 35 ár, bæði í Danmörku og víða um heim. Hann kennir söngþjálfun og sem meðleikari í Den kongelige Danske Musikkonservatorium.
Hallveig Rúnarsdóttir er ein ástsælasta söngkona landsins, hún hefur átt farsælan feril sem einsöngvari bæði hérlendis sem erlendis undanfarin 30 ár. Hún útskrifaðist úr Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1998 og frá hinum virta tónlistarskóla Guildhall School of Music and Drama árið 2001. Hallveig hefur áður gefið út geisladiskinn Í ást sólar með Árna Heimi Ingólfssyni.
Advertisement

Event Venue & Nearby Stays

Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús / Harpa Concert Hall and Conference Centre, Austurbakki 2, 101 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland

Tickets

Sharing is Caring:

More Events in Reykjavík

The Female Edit: Rising in Women's Health
Sat, 25 Oct at 10:00 am The Female Edit: Rising in Women's Health

Harpa Music Hall Reykjavik Iceland

Reiki, andleg uppbygging
Sat, 25 Oct at 10:00 am Reiki, andleg uppbygging

Svövuhús Reykjavík

The Female Edit: Rising in Women's Health
Sat, 25 Oct at 10:00 am The Female Edit: Rising in Women's Health

Harpa Music Hall Reykjavik Iceland

Sko\u00f0um og spj\u00f6llum | Free Icelandic Practice at the Library
Sat, 25 Oct at 11:30 am Skoðum og spjöllum | Free Icelandic Practice at the Library

Borgarbókasafnið Grófinni / The Reykjavik City Library Grófin

S\u00f6gustund vi\u00f0 var\u00f0eld | R\u00e1n Flygenring
Sat, 25 Oct at 12:00 pm Sögustund við varðeld | Rán Flygenring

Borgarbókasafnið Gerðubergi

Matarau\u00f0ur Vesturlands - Matarmarka\u00f0ur
Sat, 25 Oct at 12:00 pm Matarauður Vesturlands - Matarmarkaður

Breið þróunarfélag

KrakkaT\u00f3nlist \u00e1 V\u00f6kud\u00f6gum
Sat, 25 Oct at 01:30 pm KrakkaTónlist á Vökudögum

Tónlistarskólinn á Akranesi

Ragnar\u00f6k - \u00f6rl\u00f6g go\u00f0anna
Sat, 25 Oct at 05:00 pm Ragnarök - örlög goðanna

Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús / Harpa Concert Hall and Conference Centre

Jet Black Joe
Sat, 25 Oct at 08:00 pm Jet Black Joe

Háskólabíó

Da\u00f0ra\u00f0 vi\u00f0 t\u00f3nlistargy\u00f0juna \u00ed 70 \u00e1r
Sat, 25 Oct at 08:00 pm Daðrað við tónlistargyðjuna í 70 ár

Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús / Harpa Concert Hall and Conference Centre

Reykjavík is Happening!

Never miss your favorite happenings again!

Explore Reykjavík Events