Raddnudd hjá Naju Månsson

Thu Nov 21 2024 at 09:00 am to Sun Nov 24 2024 at 03:00 pm UTC+00:00

Ármúli 44, 3.hæð, 108 Reykjavík, Iceland | Reykjavík

S\u00f6ngsk\u00f3li Sigur\u00f0ar Demetz
Publisher/HostSöngskóli Sigurðar Demetz
Raddnudd hj\u00e1 Naju M\u00e5nsson
Advertisement
Raddnudd í Reykjavík – 4 daga heimsókn raddþjálfa og raddnuddara Naja Månsson í samstarfi við Söngskóla Sigurðar Demetz.
Tímarnir fara fram frá fimmtudeginum 21. nóvember - 24. nóvember. Hver tími er klukkutími og kostar 800 dkk eða um 16.000 kr fyrir atvinnumenn en 600 dkk (um 12.000) fyrir nemendur.
Tímabókanir í nuddið fara fram með því að skrá sig á meðfylgjandi skjal.
https://docs.google.com/spreadsheets/d/1Ykomu67yr9hU2cQ8iH2FgRRthlZ3OrifpZFFAA0x1NA/edit?usp=sharing
Um Naju:
Danski raddþjálfinn og raddnuddarinn Naja Månsson snýr aftur til Reykjavíkur til að vinna með íslenskum atvinnumönnum sem nota röddina mikið. Á fjórum dögum mun hún bjóða upp á handvirka raddmeðferð, sérstakt form af nuddi sem getur hjálpað til við að losa um spennu í raddvöðvum og bæta virkni raddarinnar.
Spennur í hálsi, tungu, hnakka og barkakýli geta takmarkað tjáningu raddarinnar. Spennurnar geta átt bæði líkamlegar og andlegar rætur en má leysa úr með handvirkri raddmeðferð. Þessi meðferð er sniðin að þörfum raddarinnar þinnar og mun endurlífga og losa hana.
Handvirk raddmeðferð hjálpar við að:

Auka dýnamík, tón og sveigjanleika

Skapa flæði og styrkja framkomu og tjáningu

Losa óþarfa spennur

Auka slagkraft

Bæta framburð og tjáningu

Slaka á öndunartengdum vöðvum, kjálka, hálsi, hnakka og tungu

Létta á raddþreytu

Bæta öndun

Minnka streitu
Þetta er einstakt tækifæri fyrir atvinnumenn á Íslandi sem vilja bæta raddstjórn sína og tjáningu með hjálp frá reyndum sérfræðingi.
Naja Månsson: Frá tvítugsaldri hef ég unnið að því að þróa rödd mína og upplifað sjálf hvað það krefst. Ég hef leikið í leikhúsi, gert óperu-improvisation, sungið í kór og sem einsöngvari í leikhúsum og með hljómsveitum.
Árið 2004 lauk ég námi í klassískum söng frá Syddansk Tónlistarakademíunni. Eftir það var ég í þrjú ár í Berlín og New York, þar sem ég hélt áfram að mennta mig á faglega háu stigi. Það var einmitt þar sem meðvitund mín um, og þjálfun í, öndun og líkamsnotkun fyrir faglega raddbeitingu vaknaði af alvöru.
Í námi mínu erlendis vann ég náið með líkamsmeðferðaraðilum á sviðum eins og Alexander-tækni, Franklin-aðferð, Anatomy Trains, Feldenkrais, Gyrotonic, Jóga, Núvitund, Öndunaræfingum og Líkamsdýnamík. Þegar ég sneri aftur til Danmerkur bætti ég við námið mitt með þjálfun í raddendurhæfingu.
Árið 2009 opnaði ég dyrnar að fyrirtæki mínu, Voice in Motion. Þar er áherslan á að skapa kraftmikið samspil milli raddar og líkama. Í vinnu minni með einstaklingum og hópum legg ég áherslu á að skerpa bæði líkamlega og andlega meðvitund, þar sem hvort tveggja hefur áhrif á röddina.
Sambland þess að vera menntaður söngvari og hafa djúpa innsýn í lífeðlisfræði raddarinnar, ásamt margra ára reynslu í vinnu með raddir annarra og frekari menntun, gefur mér einstaka undirstöðu til að vinna nákvæmlega með þína rödd.
Advertisement

Event Venue & Nearby Stays

Ármúli 44, 3.hæð, 108 Reykjavík, Iceland, Ármúli 44, 108 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland

Sharing is Caring:

More Events in Reykjavík

T\u00f3nlistar stund fyrir yngstu b\u00f6rnin 0-3 \u00e1ra & 3-6 \u00e1ra \/\/ Music Moment for Babies & Toddlers 0-3 year
Wed Nov 20 2024 at 10:30 am Tónlistar stund fyrir yngstu börnin 0-3 ára & 3-6 ára // Music Moment for Babies & Toddlers 0-3 year

Sæmundargata 11, 101 Reykjavík, Iceland

GY\u00d0A VALT\u00ddSD\u00d3TTIR - EPICYCLE - Nor\u00f0urlj\u00f3sasal H\u00f6rpu
Wed Nov 20 2024 at 08:00 pm GYÐA VALTÝSDÓTTIR - EPICYCLE - Norðurljósasal Hörpu

Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús / Harpa Concert Hall and Conference Centre

Laugavegsn\u00e1mskei\u00f0 og 5VH n\u00e1mskei\u00f0 2025
Wed Nov 20 2024 at 08:00 pm Laugavegsnámskeið og 5VH námskeið 2025

Verslun 66°Norður Faxafeni

S\u00fdning | Skissur ver\u00f0a a\u00f0 b\u00f3k \u2013 Linn Janssen
Thu Nov 21 2024 at 10:00 am Sýning | Skissur verða að bók – Linn Janssen

Borgarbókasafnið Grófinni

N\u00e1tt\u00farulegur j\u00f3lakrans
Thu Nov 21 2024 at 06:00 pm Náttúrulegur jólakrans

Korpúlfsstaðir, Thorsvegur 1,

General Assembly - A\u00f0alfundur
Thu Nov 21 2024 at 07:00 pm General Assembly - Aðalfundur

Túngata 14, 101 Reykjavík, Iceland

Erna Vala \u00ed Hannesarholti
Thu Nov 21 2024 at 08:00 pm Erna Vala í Hannesarholti

Grundarstígur 10, 101 Reykjavík, Iceland

Samhengi \/\/ Jazz, Latin rhythms and the sounds of Icelandic waters
Fri Nov 22 2024 at 12:15 pm Samhengi // Jazz, Latin rhythms and the sounds of Icelandic waters

Skipholti 31, 105 Reykjavík, Iceland

Reykjavík is Happening!

Never miss your favorite happenings again!

Explore Reykjavík Events