Advertisement
Á námskeiðinu verður útbúinn náttúrulegur jólakrans. Þátttakendur munu læra grunntækni í að vefja krans. Undirlögin verða gerð úr greinum og verða formin lifandi hringlaga og gerir hver og einn krans út frá sínum sköpunarkrafti.Notast verður við ýmislegt sígrænt, greinar, plöntur og köngla og eru þátttakendur hvattir til að taka með sér hluti, efni, garn osfrv og vefja inn í kransinn.
Kransinn getur farið á hurð eða vegg, í borðskreytingu eða loftskreytingu, möguleikarnir eru óendanlegir líkt og hringformið.
Kennari á námskeiðinu verður Petra Stefánsdóttir, garðyrkjufræðingur (LBHÍ) og blómaskreytir (ISBS)
Verð fyrir námskeiðið er 14.900 kr (15% afsláttur fyrir félaga í Textílfélaginu með afslátta kóða)
Hámarksfjöldi nemenda er 10 en lágmarksfjöldi er 8.
Boðið verður upp á kaffi, te og smákökur.
Allt efni til kransagerðar er innifalið í þátttökugjaldinu.
Kennt verður fimmtudaginn 21. nóvember kl. 18:00-21:00.
Kennsla fer fram á verkstæði Textílfélagsins, Korpúlfsstöðum, Thorsvegi 1, 112 Reykjavík
Fyrir frekari upplýsingar er hægt að senda línu á [email protected]
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Korpúlfsstaðir, Thorsvegur 1,, Thorsvegur 1, 112 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland