Advertisement
Stórskemmtileg leiksýning sem fjallar um ótta við orkuskipti og óvænt leyndarmál reykvísks langafa.Þegar Aðalbjörg finnur eldgamla stílabók í kjallara Þjóðskjalasafnsins, merkta langafa sínum, hefst atburðarás sem engan óraði fyrir. Hún hefur samband við Ylfu vinkonu sína og saman hefja þær rannsóknarleiðangur sem leiðir þær að Gasstöðinni í Reykjavík, ungum dreng með egypskt augnkvef og einmana ástsjúku piparfólki.
Piparfólkið fékk lofsamlega dóma bæði frá áhorfendum og gagnrýnendum. Sýningin var tilnefnd til tveggja Grímuverðlauna og talin upp sem einn af hápunktum leikársins í Morgunblaðinu, Víðsjá og í þættinum “Hvað gerðist á árinu” á Rás 1.
“ Þetta er óvæntur og sérlega snjall kandísmoli” Þorgeir Tryggvason - ★★★★ Morgunblaðið
“Svona á að setja upp Reykjavíkursögu!” Stefán Pálsson sagnfræðingur
“Nálgunin á Piparfólkinu er frumleg, glettin og pínulítið epísk.” Trausti Ólafsson - Víðsjá.
"Fullkomin sviðslist" Hallveig Kristín Eiríksdóttir
"Langt síðan eg hef hlegið og skemmt mér svona mikið" Jón Gunnar Ólafsson
Díó samanstendur af sviðslistakonunum Aðalbjörgu Árnadóttur og Ylfu Ösp Áskelsdóttur. Markmið þeirra er að gefa hversdagsleikanum epískan blæ og leika sér með sagnfræðilegar og persónulegar heimildir.
Leikarar: Aðalbjörg Árnadóttir, Ylfa Ösp Áskelsdóttir og Hannes Óli Ágústsson Gestastjarna: ATH! Ný leikkona/leikari á hverju sýningarkvöldi
Höfundar: Aðalbjörg Árnadóttir, Ylfa Ösp Áskelsdóttir og Guðni Eyjólfsson
Leikstjórn: Aðalbjörg Árnadóttir og Ylfa Ösp Áskelsdóttir
Leikmynd og búningar: Brynja Björnsdóttir
Ljósahönnun: Ólafur Ágúst Stefánsson
Höfundur tónlistar og hljóðmyndar: Georg Kári Hilmarsson
Höfundur sönglags: Egill Andrason
Hljóðblöndun: Kristinn Gauti Einarsson
Aðstoð við dramatúrgíu: Hannes Óli Ágústsson
Hár og förðun: Sara Friðgeirsdóttir
Framleiðsla: Davíð Freyr Þórunnarson fyrir MurMur Productions.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Tjarnarbíó (Reykjavík, Iceland), Tjarnargata 12, 101 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland
Tickets