Advertisement
Peer Assisted Learning Strategies (PALS) er gagnreynd aðferð við lestrarkennslu, þróuð í Bandaríkjunum af Doug og Lynn Fuchs. Til eru nokkrar útgáfur af PALS sem hafa verið innleiddar víða um heim með góðum árangri, meðal annars á Íslandi.Í Bretlandi hófst innleiðing og þróun PALS kennsluefnisins sem ætlað er fyrir 2.-6. bekk fyrir 10 árum. Vegferðin hefur falið í sér þróun sem leiddi til aukinnar áherslu á vinnu með orðaforða til viðbótar við PALS kennsluna.
Á fræðslufundinum fjalla þau Dr. Emma Vardy og Aaron Jordan um innleiðingu á PALS og þróun kennsluhátta sem bættu árangur í lesfimi og lesskilningi. Hluti af vegferð þeirra var að undirgangast mat frá matsstofnuninni Education Endowment Foundation sem staðfesti góðan árangur af kennslunni.
Dr. Emma Vardy er dósent í þroskasálfræði við Nottingham Trent háskólann. Rannsóknir hennar eru á sviði sálfræði menntunar, einkum tengt læsi barna. Dr. Vardy hefur sérstakan áhuga á viðhorfi til lestrar, lestrarhvatningu og yndislestri grunn- og framhaldsskólanema. Nýjustu greinar hennar fjalla um sjónarhorn foreldra á fjölbreytileika lesefnis barna þeirra og um þátttöku dýra umhverfi menntastofnana. Dr. Vardy hefur einnig unnið að gerð leiðbeininga fyrir mat á innleiðingu og framkvæmd hjá TASO (Transforming access and outcomes for students).
Aaron Jordan er aðstoðarskólastjóri í grunnskóla í Leicestershire. Hann hefur kennt á yngsta og miðstigi í 18 ár og hefur verið aðstoðarskólastjóri í 13 ár. Hlutverk hans er meða annars að stýra kennslu í ensku og lestri þvert á skólann (LEAD Academy Trust), innleiða kennsluaðferðir í lestri og þróa lestrarmenningu. Aaron tók þátt í PALS-UK rannsókninni sem hófst haustið 2019 og hefur í samvinnu við Dr. Emmu Vardy þróað nýja nálgun við að greina, kenna og meta orðaforða.
Viðburðurinn er á vegum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands og Rannsókna- og fræðslustofa um þroska, læsi og líðan barna og ungmenna.
Viðburðinum verður streymt á ZOOM:
https://eu01web.zoom.us/j/9294209063?omn=61840399019
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Stakkahlíð, 105 Reykjavík, Iceland, Reykjavík, Iceland