Advertisement
Píratar verða 12 ára!Þá er lag að hittast heima á Ölstofunni, gera upp barnæskuna, preppa fyrir unglingsárin og drekka betur með Pírötum!
Spyrlar eru Króla og Margrét.
Um Drekktu Betur:
Drekktu Betur er vikulegt pöbbkviss síðdegis á föstudögum, sem haldið hefur verið nær óslitið frá upphafi göngu sinnar á GrandRokk við Smiðjustíg snemma árs 2003. Þegar GrandRokk lagði upp laupana snemma árs 2010 flutti keppnin með manni og mús á GallerýBar 46 á Hverfisgötu 46, þar sem spurt var til maíloka 2013. Gerður var stuttur stans á Bar 11 nokkru neðar við Hverfisgötuna áður en keppnin flutti á Harlem/Húrra að Tryggvagötu 22, þar sem hún fékk inni um nokkurra mánaða skeið. Nú erum við hinsvegar komin aftur "heim" vonum við, á alvöru ölstofu, krá, knæpu, bjórvöll, sem er eini rétti vettvangurinn fyrir slíka keppni - frá og með 12.9.2014 hefur keppnin farið fram á Ölstofu Kormáks og Skjaldar við Vegamótastíg.
Reglur
Allir eru velkomnir á Drekktu betur, hafi þeir náð aldri til að versla á barnum.
Ekki skulu vera fleiri en tveir/tvær/tvö í liði, og ekki færri en einn.
Spyrill spyr 30 spurninga í beit. 18. spurningin er sk. bjórspurning (sjá neðar).
Að því loknu er hægt að biðja spyril að endurtaka einstakar spurningar ef ástæða þykir til.
Þá skiptast lið á blöðum og fara yfir hvert hjá öðru á meðan spyrill les upp svörin.
Þá skiptast liðin aftur á blöðum og spyrill kannar frammistöðu keppenda. Hafi ekkert lið svarað 15 spurningum eða fleiri rétt eru engin aðalverðlaun veitt, heldur bætast þau við sigurlaun næstu keppni.
Hafi einhver lið náð máli (15 rétt svör eða fleiri) telst það lið sem hefur flest stig sigurvegari og fær sín sigurlaun. Séu tvö eða fleiri lið með jafn mörg stig að keppni lokinni skal grípa til framlengingar, sem yfirleitt telur 5 spurningar.
Séu tvö eða fleiri lið enn jöfn að framlengingu lokinni skal gripið til annarrar framlengingar (3 spurningar) EÐA farið beint í lokaúrræðið, bráðabana (1 spurning í einu uns úrslit fást).
Sérstök verðlaun, einn bjór á hvern liðsmann, eru veitt fyrir rétt svar við sk. bjórspurningu, sem hefðinni samkvæmt er sú 18. í röðinni. Sækja skal uppáskrift spyrils áður en haldið er á barinn að sækja bjórinn þann.
Athugið! Spyrill er alvaldur og einráður! Öllum er að sjálfsögðu heimilt að reyna að leiðrétta spyril, telji viðkomandi sig vita betur, en þegar upp er staðið hefur spyrill alltaf síðasta orðið.
Gjamm er afar illa séð, og verði einhverjum á að gjamma svar við spurningu svo aðrir heyri uppsker viðkomandi ávítur spyrils og kurr úr röðum keppenda, og getur gjammarinn átt von á hæðnislegum, jafnvel hvössum athugasemdum fyrir uppátækið.
Spyrill grípur til aukaspurningar í slíkum tilfellum, telji hann ástæðu til.
Heimilt er að víkja raðgjömmurum úr keppni.
Drekktu betur er íhaldsöm keppni að því leyti, að svindl er algjörlega bannað.
Að mestu - og opinberlega- er einfaldlega treyst á heiðarleika keppenda. Að minna leyti - og óopinberlega - er treyst á STASI-aðferðina, þar sem hver og einn fylgist með náunga sínum.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Ölstofa Kormáks og Skjaldar, Vegamótastígur 4, 101 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland