Advertisement
*English belowÁstly er tilbúið orð, samsett úr íslenska orðinu ást og enska orðinu lovely.
"Okkur langar að bjóða fólkinu í samfélaginu, af hvaða uppruna og með hvaða móðurmál sem er, að koma saman til að deila og ræða sín ástsælustu orð sem snúa að tungumáli umhyggju og kærleika. Í ferlinu munum við ræða, afbyggja og sjóða saman atkvæði, bókstafi og hljóð til að búa til ný orð sem bætast við íslenska tungu. Útkoma vinnustofunnar gæti litið út eins og karfa af nýsköpuðum orðum sem færa lit, gleði og gefa okkur eignarhald á tungumálunum sem við tölum í samfélögum okkar."
Jordic Mist og Sóley Omars stýra orðasmiðjunni og eiga jafnframt hugmyndina að verkefninu.
Vinnustofan er ókeypis, opin öllum aldurshópum og er hluti af verkefninu Kærleiksorðræða sem leitt er af Borgarbókasafni Reykjavíkur með styrk frá Þróunarsjóði innflytjendamála.
Kærleiksorðræða er verkefni sem leggur áherslu á upplifun, tilfinningalæsi og eignarhald á tungumálinu. Öll þau sem koma að verkefninu eru hvött til að búa til ný íslensk orð. Eins og titill verkefnisins ber með sér er lögð áhersla á leik að orðum. Öllum nýju orðunum er safnað saman í nýstárlega orðabók sem er geymd á Borgarbókasafninu. Auk þess sköpum við vettvang til að ræða það sem er okkur kært – upplifun okkar af samskiptum.
https://borgarbokasafn.is/kaerleiksordraeda
Frekari upplýsingar veitir:
Martyna Karolina Daniel
[email protected]
---------------------------
Ástly is a made up word from the combination between the Icelandic word ást (love) and the English word lovely.
"We would like to invite community members from all backgrounds and languages to come together to share and discuss their most beloved words revolving around the language of care and love. In the process we will discuss, deconstruct, and weld syllables, letters and sounds to create new words to be added to the Icelandic language. The outcome of the wordshop could look like a basket of freshly created new words that bring color, joy and ownership to the languages that we speak in our communities."
Wordshop designed and led by Jordic Mist and Sóley Omars.
It is free, open to all ages, and part of the Love Speech Library project.
Love Speech is a project that emphasizes lived realities, emotional literacy and ownership of the Icelandic language. As the title of the project implies, the emphasis is on playing with words and all those involved in the project are therefore encouraged to create new Icelandic words. The words are then collected in a new dictionary which is kept in the Reykjavik City Library and available to consult on location. In addition to the object of the dictionary, we are creating a platform to discuss what is dear to us - our experience of communication.
https://borgarbokasafn.is/en/love-speech
Further information:
Martyna Karolina Daniel
[email protected]
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Borgarbókasafnið Grófinni, Tryggvagata 15, 101 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland