Advertisement
Leikhópurinn Óhemjur kemur í heimsókn í bókasafnið og flytur okkur hjartnæma aðventusögu, stútfulla af söng, leik og dansi. Nátttröllið Yrsa sér fram á einmanalega jólahátíð þar sem foreldrar hennar og systkini eru öll orðin að steini. Hún tekur á það ráð að fanga lítinn skógarþröst og læsa inni í hellinum sínum svo hún hafi félagsskap um jólin. Skógarþrösturinn hjálpar henni svo að sjá hlutina í nýju ljósi.
Öll velkomin!
Leikhópurinn Óhemjur:
Ellen Margrét Bæhrenz fer með hlutverk Yrsu. Hún er leikkona og dansari með BA í leiklist frá Listaháskóla Íslands. Hún hefur mikla reynslu af barnasýningum; þ.á.m. lék hún og dansaði í Mary poppins í Borgarleikhúsinu, Latabæ í Þjóðleikhúsinu, Óð og Flexu með Íslenska dansflokknum og var brúðuleikari í Brúðubílnum. Hún hefur einnig mikla reynslu af því að skapa og ferðast með barnaverk milli leikskóla og hefur kennt í áfanganum Barnaverk við leikarabraut LHÍ.
Helgi Grímur Hermannsson fer með hlutverk skógarþrastarins. Hann er með BA gráðu af sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands og MA gráðu í ritlist frá Háskóla Íslands. Hann er leiklistarkennari í Laugalækjarskóla og hefur komið að uppsetningu fjölda leikrita (barnaóperu í Hörpu, útvarpsleikrit hjá Storytel, frumsamin leikrit fyrir unglingastig o.s.frv.) ásamt fjöldanum öllum af listnámskeiðum fyrir börn og ungmenni.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Þverholt 2, 270 Mosfellsbær, Iceland, Þverholt 2, 270 Mosfellsbær, Ísland,Mosfellsbær, Reykjavík, Iceland