Meraki tríó á Múlanum

Wed Dec 04 2024 at 08:00 pm to 09:30 pm UTC+00:00

Harpa Concert Hall and Conference Centre, 101 Reykjavík, Iceland | Reykjavík

Mulinn Jazz club
Publisher/HostMulinn Jazz club
Meraki tr\u00ed\u00f3 \u00e1 M\u00falanum Jazzklúbburinn Múlinn heldur áfram með haustdagskrá sína með spennandi tónleikum miðvikudaginn 4. desember kl. 20:00 á Björtuloftum, Hörpu. Á tónleikunum kemur Meraki tríó fram. Tríóið er skipað þeim Rósu Guðrúnu Sveinsdóttur sem syngur og leikur á flautu og baritón-saxófón, Söru Mjöll Magnúsdóttur sem leikur á píanó og Þórdísi Gerði Jónsdóttur á selló. Þær spila eigin tónsmíðar sem teljast til nokkuð hefðbundins jazz en með óvenjulegri hljóðfæraskipan auk frumlegra og leikglaðra útsetninga er lögunum ljáður ferskur blær. Selló, baritón saxófónn og píanó skiptast á hlutverkum laglínu, undirspils og bassa og búa þannig til margslunginn hljóðheim. Þá hefur Meraki tríó verið óhrætt við að útsetja lög eftir aðra listamenn á nýstárlegan máta. Í september 2024 gaf tríóið út sína fyrstu hljómplötu, titlaða "Meraki tríó" sem inniheldur sex frumsamin lög. Meðlimir tríósins hafa bakgrunn úr ólíkum tónlistarstílum, allt frá barokktónlist og klassík yfir í popp og blús, og nýta fjölbreyttan bakgrunn og sameiginlegan áhuga á jazzi til að búa til tónlist sem á sama tíma er vinaleg, hjartnæm og svöl. Á tónleikunum munu þær spila efni af nýútgefinni plötu ásamt nýju efni og útsetningum á öðru efni.
Meraki tríó
Meraki trio is Rósa Guðrún Sveinsdóttir on flute, baritone saxophone and vocals, Sara Mjöll Magnúsdóttir on piano and Þórdís Gerður Jónsdóttir on cello. In their original compositions, Meraki blend nordic influences with melodic jazz, arranged in creative ways for their unusual instrumentation. The instruments take turns assuming roles of melody, accompaniment and bass. The trios members have diverse backgrounds ranging anywhere from baroque music and classical to pop and jazz music. Drawing on their individual experience and shared passion for jazz, Meraki trio crafts a sound that is introspective, personal and eclectic, embodying the essence of their collective spirit. The trio published their first album in September of 2024 titled "Meraki trio", with 6 original songs. They will perform selections from their album as well as new material and arrangements of other songs.
Rósa Guðrún Sveinsdóttir, vocals, flute and saxophone
Þórdís Gerður Jónsdóttir, cello
Sara Mjöll Magnúsdóttir, piano
The concert starts at 20 @ Björtuloft, Harpa Concert House. Tickets ISK 4500.
Spennandi haustdagskrá Múlans heldur síðan áfram á miðvikudagskvöldum fram í miðjan desember. Múlinn er á sínu 27. starfsári en hann er samstarfsverkefni Félags Íslenskra Hljómlistamanna (FÍH) og Jazzvakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á Jóni Múla Árnasyni sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans.
Múlinn er styrktur af Reykjavíkurborg, Tónlistarsjóðnum, SUT sjóðnum og er í samstarfi við Heimstónlistarklúbbinn og Hörpu. Jazzklúbburinn Múlinn er handhafi Íslensku tónlistarverðalaunanna.
Tónleikar Múlans fara fram á miðvikudagskvöldum klukkan 20:00 á Björtuloftum, fimmtu hæð Hörpu. Miðaverð kr. 4500 og 3300 fyrir nemendur og eldri borgara, miðar fást í miðasölu Hörpu.

Event Venue

Harpa Concert Hall and Conference Centre, 101 Reykjavík, Iceland, Austurbakki 2, 101 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland

Tickets

Sharing is Caring:

More Events in Reykjavík

\u00deri\u00f0judags b\u00f3kakv\u00f6ld \u00ed Tjarnarb\u00ed\u00f3i
Tue Dec 03 2024 at 08:00 pm Þriðjudags bókakvöld í Tjarnarbíói

12 Tjarnargata, 101 Reykjavík, Iceland

FKA New Icelanders - Christmas Market
Wed Dec 04 2024 at 04:00 pm FKA New Icelanders - Christmas Market

Grandi - Mathöll

N\u00e1tttr\u00f6lli\u00f0 Yrsa - einmana \u00e1 j\u00f3lan\u00f3tt
Wed Dec 04 2024 at 05:00 pm Nátttröllið Yrsa - einmana á jólanótt

Þverholt 2, 270 Mosfellsbær, Iceland

Queer Open-Mic at Gaukurinn
Wed Dec 04 2024 at 09:00 pm Queer Open-Mic at Gaukurinn

Gaukurinn

ICELAND Wonderland
Thu Dec 05 2024 at 05:00 am ICELAND Wonderland

Reykjavik Iceland

ICELAND Wonderland
Thu Dec 05 2024 at 05:00 am ICELAND Wonderland

Reykjavik, Iceland

Smi\u00f0ja | J\u00f3laperl \/\/ Workshop | Yuletide Hama Beading
Thu Dec 05 2024 at 03:00 pm Smiðja | Jólaperl // Workshop | Yuletide Hama Beading

Borgarbókasafnið Úlfarsárdal

Kvennakv\u00f6ld L\u00edflands 2024
Thu Dec 05 2024 at 06:00 pm Kvennakvöld Líflands 2024

Lyngháls 3, 110 Reykjavík, Iceland

Home Alone \u2013 B\u00ed\u00f3t\u00f3nleikar
Thu Dec 05 2024 at 07:00 pm Home Alone – Bíótónleikar

Eldborg, Harpa, Austurbakka 2

Reykjavík is Happening!

Never miss your favorite happenings again!

Explore Reykjavík Events