MYRKIR MÚSÍKDAGAR / DARK MUSIC DAYS 2025

Fri Jan 24 2025 at 04:30 pm to Sun Jan 26 2025 at 11:45 pm UTC+00:00

Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús / Harpa Concert Hall and Conference Centre | Reykjavík

MYRKIR M\u00daS\u00cdKDAGAR \/ DARK MUSIC DAYS
Publisher/HostMYRKIR MÚSÍKDAGAR / DARK MUSIC DAYS
MYRKIR M\u00daS\u00cdKDAGAR \/ DARK MUSIC DAYS 2025
Advertisement
DAGSKRÁ MYRKRA MÚSÍKDAGA 2025
sjá einnig á: https://www.darkmusicdays.is/eventscalendar-2025
Miðasala hefst von bráðar
_________________________________

Opnun Myrkra músíkdaga 2025 / Skólahljómsveit Vestur- og Miðbæjar

Föstudagur 24. janúar 2025
16:30-17:30
Hörpuhorn
Ókeypis aðgangur

Við setningu Myrkra músíkdaga 2025 frumflytja nemendur úr Skólahljómsveit Vestur- og Miðbæjar, nýtt samsköpunarverk sem hópurinn hefur unnið að í vetur og samið sérstaklega í tilefni opnunar hátíðarinnar í ár. Setning hátíðarinnar fer fram í Hörpuhorni, gegnt Eldborgarsal á 2. Hæð Hörpu, og er viðburðurinn opinn öllum. Stjórnandi hópsins og jafnframt leiðbeinandi verkefnisins er Ingi Garðar Erlendsson.

.....

Sinfónían á Myrkum

Föstudagur 24. janúar 2025
18:00-19:00
Eldborg
Árlegir tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Myrkum músíkdögum eru tilhlökkunarefni fyrir alla unnendur íslenskrar og alþjóðlegrar samtímatónlistar. Á tónleikum sveitarinnar í ár, sem jafnframt eru opnunartónleikar hátíðarinnar, hljóma nýleg og áhugaverð verk frá Íslandi og Brasilíu eftir þau Ingibjörgu Ýri Skarphéðinsdóttur, Marcos Balter og Pál Ragnar Pálssonar. Tónleikarnir er hluti af föstudagsröð Sinfóníuhljómsveitar Íslands og eru um klukkustundar langir, án hlés.

.....

Busy & Halfway Down / Elín Gunnlaugsdóttir

Föstudagur 24. janúar 2025
20:00-20:20
Hörpuhorn
Ókeypis aðgangur

Öróperur Elínar Gunnlaugsdóttur, Busy og Halfway Down, eru samdar við texta A.A. Milne, sem er hvað þekktastur fyrir sögur sínar um Bangsímon. Óperurnar taka hvor um sig ekki nema um 8 mínútur í flutningi en þrátt fyrir smæð sína umfaðma verkin stærri þætti tilverunnar og takast á við tilvistarkreppu mannsins á fjörlegan og gáskafullan hátt. Öróperurnar verða fluttar hvor á eftir annarri í Hörpuhorni, gegnt Eldborgarsal á 2. hæð Hörpu.

.....

Glossolalia / Ásta Fanney Sigurðardóttir
Föstudagur 24. Janúar 2025
21:00- 22:00
Eldborg

Á Myrkum músíkdögum í ár tekur Ásta Fanney Sigurðardóttir yfir Eldborgarsal Hörpu og frumflytur verk sitt Glossolalia sem samið er sérstaklega í tilefni hátíðarinnar. Verkið er tón-innsetning sem snertir öll skilningingarvitin.
.....

Ventus / Berglind María Tómasdóttir & Eyjólfur Eyjólfsson

Laugardagur 25. Janúar 2025
13:00-14:00
Harpa
Sumarið 2021 hófu þau Berglind María og Eyjólfur að kanna í sameiningu hljóðheim náttúruflauta smíðaðar úr hvönn og rabbabara, efnivið sem finna má víða í íslenskri náttúru yfir sumartímann. Ventus er afrakstur þessarar könnunar og skírskotar til latneska hugtaksins yfir vind, sem ekki eingöngu er innblástur að tónheimi verksins, heldur hefur hann átt þátt í að móta efnivið þeirra hljóðfæra sem leikið verður á.

.....

MÍT / Menntaskóli í Tónlist á Myrkum

Laugardagur 25. janúar 2025
14:00-15:00
Kaldalón
Samstarf Menntaskóla í tónlist (MÍT) og Myrkra músíkdaga er ætlað að veita nemendum skólans tækifæri á að kafa ofan í tónlist starfandi tónskálda í samtímanum og fá þar liðsauka frá höfundunum sjálfum við að kanna þær ólíku birtingarmyndir sem tónlist tekur sér í samtímanum. Á tónleikunum í ár koma fram fjölbreyttir samspilshópar skólans, líkt og flautukór skólans, sem og opnir samspilshópar.

.....

Nýtt og nýrra / Hildigunnur Einarsdóttir & Guðrún Dalía
Laugardagur 25. janúar 2025
16:00-17:00
Norðurljós
Þær Hildigunnur Einarsdóttir mezzósópran og Guðrún Dalía Salómonsdóttir píanóleikari hafa í meira en áratug kafað ofan í sögu sönglagsins hér á landi og komið ítrekað að þessu margslungna tjáningarformi. Á Myrkum músíkdögum blása þær Hildigunnur og Guðrún Dalía til veislu til heiðurs sönglaginu og veita innsýn í heim þess hér á landi í samtímanum.

.....

RIOT ENSEMBLE

Laugardagur 25. janúar 2025
18:00-19:00
Kaldalón

Enski kammerhópurinn Riot Ensemble kom líkt og stormsveipur inn á svið evrópskrar samtímatónlistar árið 2012 og hefur allar götur síðan komið fram á tónleikum og hátíðum vítt og breitt um Evrópu og þar á meðal átt í farsælu samstarfi við Myrka músíkdaga en sveitin kom síðast fram á hátíðinni árið 2019. Stærð hópsins er breytileg og getur spannað allt frá einum meðlimi upp í fullvaxna kammersveit. Á Myrkum músíkdögum í ár er hópurinn skipaður þeim Sarah Saviet, fiðluleikara, Stephen Upshaw, víóluleikara, Louise McMonagle, sellóleikara og Pétri Jónassyni, gítarleikara. Frumflutt verður nýtt verk Guðmundar Steins Gunnarssonar í bland við eldri verk þeirra Edmund Finnis, Dobrinku Tabakovu, Lisu Streich og Önnu Þorvaldsdóttur.

.....

Stuttmyndadagskrá
Laugardagur 25. janúar 2025
Sunnudagur 26. janúar 2025
Kaldalón
Ókeypis aðgangur

Náttúra, þjóðsögur, manngerð náttúra, hversdagslegt tal eru á meðal þeirra ólíku þráða sem finna má í stuttmyndadagskrá Myrkra músíkdaga 2025.

Stuttmyndir og tónlistarmyndbönd eftir Ragnar Árna Ólafsson og Luke Deane, Bjarna Þór Pétursson, Sigrúnu Gyðu Sveinsdóttur, Jófríði Ákadóttur og Áslaugu Rún Magnúsdóttur og Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur.

.....

CAPUT ENSEMBLE / Sæunn Þorsteinsdóttir og Björg Brjánsdóttir

Laugardagur 25. janúar 2025
20:00-21:00
Norðurljós
Tónleikar Caput-hópsins á Myrkum músíkdögum er einn af árlegum fastapunktum hátíðarinnar og býður hópurinn að þessu sinni upp á frumflutning fjögurra nýrra verka. Flutt verða ný kammerverk eftir Bergrúnu Snæbjörnsdóttur og Hauk Tómasson auk tveggja nýrra einleikskonserta. Annars vegar verður fluttur nýr sellókonsert Halldór Smárassonar með einleik Sæunnar Þorsteinsdóttur og hins vegar nýr flautukonsert Ingibjargar Ýrar Skarphéðinsdóttur með einleik Bjargar Brjánsdóttur.

.....
SOLO / John McCowen

Laugardagur 25. Janúar 2025
22:00-23:00
Norðurljós
Á einleikstónleikum sínum frumflytur tónskáldið og kontrabassaklarínettuleikarinn John McCowen eigin verk fyrir kontrabassaklarínett sem öll voru samin síðla árs 2024. Í tónlist sinni þenur John út hljóðheim hljóðfæris síns til hins ítrasta svo að í ljós kemur, að því er virðist, smásær og iðandi lífheimur sem samsettur er úr sindrandi áferð og smágerðum hreyfingum hljóðanna.

.....

Pípumessa / Iðunn Einarsdóttir & Þórður Hallgrímsson
Sunnudagur 26. janúar 2025
13:00-14:00
Kaldalón
Pípumessa, tónverk Iðunnar Einarsdóttur og Þórðar Hallgrímssonar, er hljóðrænt ferðalag í gegnum efnisheim pípa í öllum sínum fjölbreyttustu myndum. Fyrir bregður ólíkum hljóðfærum allt frá hefðbundnum tré- og málmblásturshljóðfærum yfir í blokkflautur gerðum úr niðurfallsrörum úr plasti, orgelpípur, drykkjarör úr gleri og margt fleira. Áheyrendum er boðið að stíga inn í þennan hljóðheim pípanna sem samsettur er úr svo fjölbreyttum efnis- og efnisáferðaheimi pípanna og taka þátt í þessari fjögurra þátta áhrifaríku en í senn merkingarlausu messu undir leiðsögn höfunda.

.....

Upptaktur að Messu – Listamannsspjall við Hjálmar H. Ragnarsson

Sunnudagur 26. janúar 2025
16:00-16:45
Hallgrímskirkja
Ókeypis aðgangur

Tónleikar Cantoque Ensemble á Myrkum músíkdögum 2025 eru helgaðir kórtónlist Hjálmars H. Ragnarssonar þar sem hópurinn flytur hina metnaðarfulla Messu frá árinu 1989, ásamt því að frumflutt verður nýtt verk sem Hjálmar samdi sérstaklega fyrir kórinn í tilefni af tónleikunum. Á undan tónleikunum verður spjallað við Hjálmar um tónskáldaferil hans og tilurð þeirra verka sem flutt verða á tónleikunum.

.....

Messa / Cantoque Ensemble & Hjálmar H. Ragnarsson

Sunnudagur 26. janúar 2025
17:00-18:00
Hallgrímskirkja
Tónleikar Cantoque Ensemble á Myrkum músíkdögum 2025 eru helgaðir kórtónlist Hjálmars H. Ragnarssonar þar sem hópurinn flytur hina metnaðarfulla Messu frá árinu 1989, ásamt því að frumflutt verður nýtt verk Hjálmars sem samið er sérstaklega fyrir kórinn í tilefni tónleikanna. Vakin er athygli á því að fyrir tónleikana verður spjallað við Hjálmar um tónskáldaferil hans og tilurð þeirra verka sem flutt verða á tónleikunum.
Stjórnandi er Steinar Logi Helgason.

.....

Þjóðsögur fyrir hljómborð og strengi / Guðrún Óskarsdóttir & Heleen Van Haegenborgh
Sunnudagur 26. janúar 2025
19:00-20:00
Kaldalón
Samstarf þeirra Guðrúnar Óskarsdóttur, semballeikara og Heleen Van Haegenborgh, tónskálds og píanóleikara sækir innblástur í heim þjóðsagna og sér í lagi í þann eiginleika þjóðsagna að geta umfaðmað flókin viðfangsefni úr mannlegri tilveru og umbreytt í einfalda og skýra mynd. Í verki Heleen van Haegenborgh „Þjóðsögur fyrir hljómborð og strengi“ er að finna tilvísanir í staði og umhverfi þar sem mannlegar athafnir og náttúra mætast, líkt og „leikvöllur“, „kirkjugarður“, „svefnherbergi“, „verksmiðja“, „skógur“. Endurspeglast þessa tilvísanir í hljóðheimi verksins í gegnum samblöndu vettvangshljóðritanna, tilviljunarkennds samtínings þjóðlegs efnis í bland við næstum andstæða hljóðheima píanósins og sembalsins. Verkið var upphaflega pantað af Transit Festival í Belgíu og frumflutt á þeirri hátíð í október 2020.

.....

Kammersveitin á Myrkum
Sunnudagur 26. janúar 2025
21:00-22:00
Norðurljós
Kammersveit Reykjavíkur fagnar sínu fimmtugasta starfsári í ár. Sveitin hefur allt frá stofnun sinnt fjölbreyttu starfi og flutt í bland tónlist sem spannar 400 ár, allt frá tónlist barokktímans til samtímans þar sem sveitin hefur frumflutt fjölda lykilverka hér á landi og mörg þeirra á Myrkum músíkdögum.
Kammersveit Reykjavíkur var stofnuð 1974 og hefur síðan haldið reglulega tónleika með kammertónlist, allt frá barokktímanum til nútímans. Markmiðið með stofnun hennar var að gefa áheyrendum kost á reglulegum tónleikum með kammertónlist og um leið að gefa hljóðfæraleikurunum tækifæri til að glíma við áhugaverð verkefni. Óhætt er að fullyrða Kammersveitinni hafi tekist ætlunarverk sitt því hún hefur átt fastan sess í tónlistarlífi höfuðborgarinnar síðan.
_______________________________
Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar.
Advertisement

Event Venue & Nearby Stays

Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús / Harpa Concert Hall and Conference Centre, Austurbakki 2, 101 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland

Discover more events by tags:

Festivals in ReykjavíkConcerts in Reykjavík

Sharing is Caring:

More Events in Reykjavík

Raindrop \u00feerapistan\u00e1m \u00e1 \u00cdslandi
Fri Jan 24 2025 at 01:00 pm Raindrop þerapistanám á Íslandi

Leiðin heim - Holistic healing center

V\u00edsindakak\u00f3 - Borgarb\u00f3kasafni\u00f0 Kringlunni
Sat Jan 25 2025 at 01:00 pm Vísindakakó - Borgarbókasafnið Kringlunni

Borgarbókasafnið Kringlunni

Legend - Svartir Sunnudagar
Sun Jan 26 2025 at 09:00 pm Legend - Svartir Sunnudagar

Hverfisgata 54, 101 Reykjavík, Iceland

M\u00f3skar\u00f0shn\u00fakar Ski Touring - Group Tour
Fri Jan 31 2025 at 08:30 am Móskarðshnúkar Ski Touring - Group Tour

Móskarðshnúkar

Ferris Bueller's Day Off - F\u00f6studagspart\u00eds\u00fdning!
Fri Jan 31 2025 at 09:00 pm Ferris Bueller's Day Off - Föstudagspartísýning!

Hverfisgata 54, 101 Reykjavík, Iceland

\ud83c\udf89\u00deorrabl\u00f3t 113\ud83c\udf89
Sat Feb 01 2025 at 06:30 pm 🎉Þorrablót 113🎉

Úlfarsabraut 126, 113 Reykjavík, Iceland

Reykjavík is Happening!

Never miss your favorite happenings again!

Explore Reykjavík Events