Advertisement
Píanókonsertar Mozarts eru einstakir í tónlistarsögunni. Þeir eru meðal persónulegustu verka Mozarts og í þeim náði hann áður óþekktum hæðum í andagift, frumleika og hugmyndaauðgi. Um leið mótaði hann hugmyndir manna um hvað píanókonsertinn væri fær um, skapaði þá frummynd sem Beethoven og aðrir sem á eftir komu litu til þegar þeir reyndu sig við formið. Á þessum tónleikum hljómar einn dáðasti Píanókonsert Mozarts, númer 21 í C-dúr. Sá konsert býr yfir einstakri heiðríkju og öðlaðist gífurlegar vinsældir seint á tuttugustu öld eftir að þokkafullur hægi kaflinn fékk að hljóma í sænsku kvikmyndinni Elviru Madigan árið 1967. Það er suður-kóreski píanóleikarinn Sunwook Kim sem leikur á píanóið en hann stjórnar auk þess hljómsveitinni sjálfur frá flyglinum, rétt eins og Mozart gerði þegar hann frumflutti verkið í Vínarborg 1785.Sunwook Kim hefur fyrir löngu skipað sér sess sem einn af fremstu píanóleikurum sinnar kynslóðar, en hann sigraði hina virtu Alþjóðlegu píanókeppni í Leeds árið 2006 aðeins 18 ára gamall og var þar með yngsti sigurvegari hennar í 40 ár. Hann kemur reglulega fram með mörgum af fremstu sinfóníuhljómsveitum heims en leggur nú jöfnum höndum stund á píanóleik og hljómsveitarstjórn. Í mars 2023 kom hann í fyrsta sinn fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands og hreif þá tónleikagesti í Eldborg með sér í öðrum píanókonserti Brahms undir stjórn Bertrands de Billy.
Fjórða sinfónía Beethovens hefur í gegnum tíðina staðið í skugga hinna átakameiri sinfónía sem standa hvor sínum megin við hana í röðinni — Hetjuhljómkviðunni og Örlagasinfóníunni. Fjórða sinfónían er hins vegar geysisnjallt og hrífandi skemmtilegt verk. Hún er styttri og fíngerðari í forminu en systurverk hennar og horfir um margt aftur til Haydns, læriföður Beethovens, til að mynda með hinum sprellfjöruga og gamansama lokakafla. Verkið átti enda eftir að vekja aðdáun síðari tíma tónskálda á borð við Hector Berlioz, Felix Mendelssohn og Robert Schumann.
Þótt Fanny Mendelssohn hafi látið eftir sig um 500 tónverk um ævina voru fæst þeirra opinberlega flutt eða gefin út meðan hún lifði, þó eitt og eitt rataði ef til vill á prent undir nafni bróður hennar. Tónleikarnir hefjast á eina verki hennar sem varðveitt er fyrir fullskipaða sinfóníuhljómsveit, hinum bjarta og glaðlega konsertforleik í C-dúr.
*Tónleikarnir eru u.þ.b. tvær klst. með tuttugu mínútna hléi.
Fanny Mendelssohn Forleikur í C-dúr
Wolfgang Amadeus Mozart Píanókonsert nr. 21
Ludwig van Beethoven Sinfónía nr. 4
HLJÓMSVEITARSTJÓRI OG EINLEIKARI
Sunwook Kim
//
Mozart's piano concertos hold a unique place in music history. They rank among Mozart's most personal works, in which he reached previously unknown heights of inspiration, originality and inventiveness. At the same time, they shaped people's ideas of what a piano concerto could achieve, creating the prototype that Beethoven and others who followed looked to when experimenting with the form. This concert features one of Mozart's most celebrated piano concertos, the bright and lucid No. 21 in C major, which gained immense popularity in the late 20th century after its graceful second movement was featured in the Swedish film "Elvira Madigan" in 1967. South Korean pianist Sunwook Kim will be performing on the piano and directing the orchestra from the keyboard, in the same manner as Mozart himself did when he premiered the work in Vienna in 1785.
Sunwook Kim has long established himself as one of the foremost pianists of his generation. He won the prestigious Leeds International Piano Competition in 2006 at just 18 years old, becoming its youngest winner in 40 years. He regularly performs with many of the world's leading symphony orchestras but now divides his time equally between piano performance and conducting. In March 2023, he made his debut with the Iceland Symphony Orchestra, captivating concertgoers in Eldborg in Brahms's second piano concerto under the baton of Bertrand de Billy.
Beethoven's Fourth Symphony has often stood in the shadow of the more dramatic symphonies that flank it on each side— the Eroica and the Fate symphonies, respectively. However, the Fourth Symphony is a remarkably brilliant and engaging work. It is shorter and more refined in form than its sister works on either side, often looking back to the style of Haydn, Beethoven's teacher, especially in the playful and spirited final movement. The work was destined to inspire later composers of Beethoven's era such as Hector Berlioz, Felix Mendelssohn and Robert Schumann.
Although Fanny Mendelssohn left around 500 compositions dating from throughout her lifetime, few were publicly performed or published while she lived, with the exception of a handful originally attributed to her brother. This concert will open with one of her few preserved works for a full symphony orchestra, the bright and cheerful Concerto Overture in C Major.
PROGRAM
Fanny Mendelssohn Overture in C major
Wolfgang Amadeus Mozart Piano Concerto no 21
Ludwig van Beethoven Symphony no 4
CONDUCTOR AND SOLOIST
Sunwook Kim
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Eldborg, Harpa, Austurbakka 2, Austurbakki 2,Reykjavík, Iceland