Mánasilfur | Björg, Hrafnhildur Marta og Richard | Tíbrá

Sun, 27 Apr, 2025 at 01:30 pm UTC+00:00

Salurinn Tónlistarhús | Kopavogur

Salurinn T\u00f3nlistarh\u00fas
Publisher/HostSalurinn Tónlistarhús
M\u00e1nasilfur | Bj\u00f6rg, Hrafnhildur Marta og Richard | T\u00edbr\u00e1
Advertisement
Undursamleg kammertónlist eftir Claude Debussy, Clöru og Robert Schumann, Heitor Villa-Lobos og Skúla Hallldórsson í flutningi þriggja frábærra hljóðfæraleikara, Bjargar Brjánsdóttur á flautu, Hrafnhildar Mörtu Guðmundsdóttur á selló og Richard Schwennicke á píanó.
Gullfallegt Píanótríó Claude Debussy er þungavigtarverk þessara tónleika en verkið samdi franska tónskáldið einungis átján ára gamalt, árið 1880. Hér hljómar tríóið í útgáfu fyrir þverflautu, selló og píanó en tónmál þessa draumkennda og ljóðræna verks hentar flautunni einkar vel. Þrjár rómönsur (1853) Clöru Schumann eru fullar af skemmtilegum andstæðum, trega jafnt sem dillandi leikgleði en rómönsurnar samdi Clara upphaflega fyrir fiðluvirtúósinn Josep Joachim. Það hljómar hér í töfrandi útgáfu fyrir flautu og píanó.
Robert Schumann samdi Adagio og Allegro árið 1849 en þetta hárómantíska verk hljómar hér í útsetningu fyrir selló og píanó. Flauta og selló takast á og leika listir sínar í krefjandi og fjörugum dúett eftir Heitor Villa-Lobos og ekki má gleyma titilverki tónleikanna, Mánasilfri Skúla Halldórssonar, heillandi en sjaldheyrðri perlu úr íslenskum tónbókmenntum.
Efnisskrá
Clara Schumann (1819 – 1896)
Þrjár rómönsur, op. 22
Robert Schumann (1810 – 1856)
Adagio og Allegro, op. 70
Heitor Villa-Lobos (1887 – 1959)
Assobio a Jato fyrir flautu og selló
Skúli Halldórsson (1914 – 2004)
Mánasilfur (fyrir flautu, selló og píanó)
Claude Debussy (1862 – 1918)
Píanótríó í G-dúr
Á undan tónleikunum, klukkan 13:00 verður boðið upp á lifandi tónleikaspjall í fordyri Salarins þar sem skyggnst verður í efnisskrá dagsins.
Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar styrkir tónleikaröðina Tíbrá.
---
Tíbrá 2024 - 2025
Sunnudaginn 29. september kl. 13:30
Garún, Garún: John Speight heiðraður
Sunnudaginn 27. október kl. 13:30
Þorpið sefur
Hildigunnur Einarsdóttir & Guðrún Dalía Salómonsdóttir
Sunnudaginn 30. nóvember kl. 13:30
Óvænt svörun
Cauda Collective
Sunnudaginn 26. janúar kl. 13:30
Ég heyri þig hugsa
Skúli Sverrisson, Ólöf Arnalds & Davíð Þór
Sunnudaginn 23. febrúar kl. 13:30
Tímans kviða
Píanókvartettinn Negla
Sunnudaginn 30. mars kl. 13:30
Í draumheimum
Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir og Eva Þyri Hilmarsdóttir
Sunnudaginn 27. apríl kl. 13:30
Mánasilfur
Björg Brjánsdóttir, Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir og Richard Schwennicke
Sunnudaginn 18. maí kl. 13:30
Vistarverur
KIMI tríó
Advertisement

Event Venue & Nearby Stays

Salurinn Tónlistarhús, Hamraborg 6, 200 Kópavogsbær, Ísland,Kópavogur, Kopavogur, Iceland

Tickets

Discover more events by tags:

Music in KopavogurEntertainment in Kopavogur

Sharing is Caring:

More Events in Kopavogur

Vistarverur | KIMI tr\u00ed\u00f3 | T\u00edbr\u00e1
Sun, 18 May, 2025 at 01:30 pm Vistarverur | KIMI tríó | Tíbrá

Salurinn Tónlistarhús

Kopavogur is Happening!

Never miss your favorite happenings again!

Explore Kopavogur Events