Advertisement
Byggðasafnið í Görðum býður bæjarbúum í fjórða sinn á litlu kartöfluhátíðina í Stúkuhúsinu á Safnarsvæðinu þann 13. september, klukkan 14:00. Sölvi Björn Sigurðsson rithöfundur les úr bók sinni Gestakomur í Sauðlauksdal.„Aldurhniginn og blindur snýr Björn Halldórsson á heimaslóðir í Sauðlauksdal með lítilræði af kartöfluútsæði sem Friðrik konungur hefur falið honum að rækta svo landar hans drepist ekki úr sulti.
Það er dimmt yfir þjóðinni: mannfellir og kuldatíð, eldgos og bjargarleysi. Mitt í öllum hörmungunum ríkir samt von hjá gömlum bónda um að koma Íslendingum í hóp vel haldinna þjóða. Heillandi saga um mat og hugarheim 18. aldarinnar.“
,,Jarðepla Jói" frá Snartarstöðum verða á svæðinu með ýmislegt gómsætt, þau ætla selja gestum og gangandi, Rauðar íslenskar, Gullauga og Milvu, ásamt næpum.
Listakonan Tinna Royal ætlar að bjóða upp á kartöflu konfekt og það verður heitt kaffi á könnunni.
-------------------------------------------------------------------
Verkefnið á bakvið hátíðina er einstaklega fallegt og hófst sem verkefni þriðju bekkinga í Brekkubæjarskóla en þau eiga heiðurinn af stórglæsilegum og blómlegum kartöflugarði sem stendur við hliðina á húsinu Söndum á safnasvæðinu. Starfsfólkið á Byggðasafninu tók fagnandi á móti hópnum í maí á þessu ári og verður uppskera núna í september.
Þetta er í fjórða sinn sem litla Kartöfluhátíðin er haldin og leggjum við mikla áherslu á að fá til okkar skemmtilega fyrirlesara.
2022 Fyrirlestur um kartöfluræktun á Akranesi – Ingibjörg Gestsdóttir þjóðfræðingur
2023 Fyrirlestur um sögu kartöflunnar „Blálandsdrottningin og fólkið sem ræktaði kartöflurnar“ – Hildur Hákomardóttir myndvefari og rithöfundur
2024 Fyrirlestur um „Hallærið mikla (an Gorta Mór)“ – Helga Einarsdóttir þjóðfræðingur
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Garðaholt 3, 300 Akranes, Iceland, Garðaholt 3, 300 Akraneskaupstaður, Ísland, Reykjavík, Iceland