Landlit

Thu, 30 Apr, 2026 at 07:30 pm UTC+00:00

Eldborg, Harpa, Austurbakka 2 | Reykjavík

Sinf\u00f3n\u00eduhlj\u00f3msveit \u00cdslands
Publisher/HostSinfóníuhljómsveit Íslands
Landlit
Advertisement
Það telst til stórtíðinda þegar ný íslensk sinfónía er frumflutt. Landlit er fyrsta sinfónía Páls Ragnars Pálssonar, en Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur áður flutt nokkur verka hans, síðast var það fagott-konsertinn PLAY. Landlit sækir innblástur í samnefnt mynd listar verk Valgerðar Briem, föðurömmu Páls, en það er stór mynd röð sem endur speglar áferð gróður- og bergmyndana landsins á óræðan hátt.
Rússneski píanóleikarinn Denis Kozhukhin er íslenskum tónleika gestum að góðu kunnur síðan hann sló eftirminnilega í gegn með Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 2019 þegar hann lék 2. píanókonsert Prokofíevs. Á þessum tónleikum kemur hann fram sem einleikari í sinfóníu nr. 4 eftir Karol Szymanowski, eða Symphonie concertante. Szymanowski var eitt helsta tónskáld Póllands á fyrri hluta tuttugustu aldar, virtur bæði innanlands og utan. Fjórðu sinfóníu sína samdi hann árið 1932 og má þar glöggt heyra áhrif þjóðlaga frá heimkynnum tónskáldsins í Tatrafjöllunum. Sinfónían naut gríðarlegra vinsælda á sínum tíma og var flutt víðs vegar um Evrópu á árunum eftir frumflutninginn. Þó að sinfónían heyrist ekki eins oft nú og áður er hún enn reglulega flutt af píanóleikurum í fremstu röð.
Ballettinn um Mandarínann makalausa var frumfluttur í Þýskalandi árið 1926, en viðtökurnar urðu ekkert í líkingu við þær sem Szymanowski upplifði. Ballettinn olli miklu hneyksli vegna ósiðsamlegs inntaks og var bannaður í kjölfarið. Viðtökurnar voru jákvæðari í Prag ári síðar en sagan um ræningjana þrjá, sem nýta sér unga stúlku til að tæla til sín fórnarlömb, var stöðugt til vandræða og tilefni ritskoðunar. Það var ekki fyrr en Bartók skrifaði konsertsvítuna sem hér heyrist að tónlistin fór að hljóma víðar og þessi fjölbreytta, kraftmikla tónlist varð eftirlæti tónleikagestaum víða veröld.
Efnisskrá
Páll Ragnar Pálsson Sinfónía. Landlit – frumflutningur
Karol Szymanowski Sinfónía nr. 4
Béla Bartók Mandaríninn makalausi
Hljómsveitarstjóri
Eva Ollikainen
Einleikari
Denis Kozhukhin
//
It is always considered big news when a new Icelandic symphony is premiered. Landlit is Páll Ragnar Pálsson's first symphony, but the Iceland Symphony Orchestra has previously performed several of his works, most recently the bassoon concerto PLAY. Landlit draws inspiration from the eponymous painting by Valgerður Briem, Páll's paternal grandmother, which is a large series of paintings that reflect the texture of Iceland's vegetation and rock formations in an ambiguous way.
Russian pianist Denis Kozhukhin is well known to Icelandic concertgoers since his memorable performance with the Iceland Symphony Orchestra in 2019 when he played Prokofiev's 2nd Piano Concerto. Here he will perform as a soloist in Symphony no. 4 by Karol Szymanowski, or Symphonie concertante. Szymanowski was one of Poland's leading composers in the first half of the twentieth century, respected both domestically and internationally. He composed his Fourth Symphony in 1932, and the influence of folk songs from the composer's home in the Tatra Mountains can clearly be heard. The symphony enjoyed immense popularity in its time and was performed across Europe in the years following its premiere. Although the symphony is not heard as often today as it used to be, it is still regularly performed by leading pianists.
The ballet The Miraculous Mandarin was premiered in Germany in 1926, but the reception was nothing like the one Szymanowski experienced. The ballet caused a great scandal due to its immoral content and was subsequently banned. The reception was more positive in Prague a year later, but the story of the three robbers who use a young girl to lure their victims was a constant source of trouble and censorship. It was not until Bartók wrote the concert suite heard here that the music began to resonate more widely, and this diverse, dynamic music became a favourite of concertgoers around the world.
Program
Páll Ragnar Pálsson Symphony – Face of Earth, World Premiere
Karol Szymanowski Symphony No. 4
Béla Bartók The Miraculous Mandarin
Conductor
Eva Ollikainen
Soloist
Denis Kozhukhin
Advertisement

Event Venue & Nearby Stays

Eldborg, Harpa, Austurbakka 2, Austurbakki 2,Reykjavík, Iceland

Sharing is Caring:

More Events in Reykjavík

V\u00edsnab\u00f3kin
Sat, 09 May at 02:00 pm Vísnabókin

Eldborg, Harpa, Austurbakka 2

Herra \u00ed H\u00f6llinni - afm\u00e6list\u00f3nleikar \u00ed Laugardalsh\u00f6ll
Fri, 15 May at 08:00 pm Herra í Höllinni - afmælistónleikar í Laugardalshöll

Laugardalshöll

Magn\u00fas J\u00f3hann - Portrett
Fri, 22 May at 06:00 pm Magnús Jóhann - Portrett

Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús / Harpa Concert Hall and Conference Centre

Mahler 8 \u2013 Sinf\u00f3n\u00eduhlj\u00f3msveit \u00cdslands \u00e1 Listah\u00e1t\u00ed\u00f0 \u00ed Reykjav\u00edk
Sat, 30 May at 05:00 pm Mahler 8 – Sinfóníuhljómsveit Íslands á Listahátíð í Reykjavík

Eldborg, Harpa, Austurbakka 2

Reykjavík is Happening!

Never miss your favorite happenings again!

Explore Reykjavík Events