Kundalini Activation à vetrarsòlstöðum🌱

Sun Dec 21 2025 at 08:15 pm to 10:15 pm UTC+00:00

Frakkastígur 16 | Reykjavík

Thora Kolbrun
Publisher/HostThora Kolbrun
Kundalini Activation \u00e0 vetrars\u00f2lst\u00f6\u00f0um\ud83c\udf31
Advertisement
Kundalini Activation á Vetrarsólstöðum
21.12.2025
Frakkastígur 16, 101 Reykjavík
Verð: 8.000 kr
Skráningar fara fram í skilaboðum hér á Facebook eða á [email protected]
🌌 Vetrarsólstöður
Þegar dagurinn er stystur og nóttin lengst breiðir kyrrðin sig yfir landið eins og mjúkur andardráttur. Sólin stendur lægst á lofti og jörðin andar hægt í dvala, myrkri og friði.
Það er tími innri kyrrðar. Tími þegar náttúran sjálf hægir á hjartslætti sínum. Jörðin liggur í dvala, kulda og myrkri. Dýr, plöntur og menn skynja að þetta er sá tími ársins þegar við eigum að gefa eftir, slaka à, mýkjast og snúa inn á við.
Við göngum inn í yin-orku vetrarins, mjúk og kyrrlát orka sem nærir allt sem er tilbúið að hvílast og taka á móti.
Myrkrið sem nú umlykur okkur er ekki tómið sem margir óttast, heldur frjótt rými þar sem lífið endurstillir sig. Það býður okkur að mæta okkur sjálfum. Að mæta myrkrinu, bæði innra og ytra, áður en ljósið rís á ný.
Vetrarsólstöður hafa frá örófi verið haldnar í heiðri. Þær eru ekki aðeins tímamót í náttúrunni, heldur í vitund mannsins. Hér á landi tengjum við þær mest við jólin, hátíð ljóss og endurnýjunar. En undir öllum ljósunum býr eldri og dýpri sannleikur: Að myrkrið er ekki andstæða ljóss heldur móðir þess. Í myrkrinu skín ljós skærast.
VETRARSÓLSTÖÐUR MINNA OKKUR Á:
• Að birtan snýr alltaf aftur
• Að nýtt tímabil er að hefjast
• Að næstu skref mótast af meðvitund og skýrleika
• Að kyrrðin er rými þar sem nýtt ljós kviknar
À ÞESSUM DEG​I ER EÐLILEGT AÐ VILJA:
• Snúa inn á við
• Tengjast hjartanu
• Finna jarðtengingu og jafnvægi
• Hreinsa, endurnýja og opna
• Taka á móti nýrri orku og nýju upphafi
Kundalini Activation
Kundalini er lífsorka sem býr í hverri manneskju. Í Kundalini Activation getur þessi orka vaknað og byrjað að hreyfast með eigin visku og á eigin hraða. Hún fylgir ekki vilja þess sem miðlar, heldur fer þangað sem líkamskerfið og djúp meðvitund eru tilbúin að taka á móti.
Hún getur stutt við:
• Losun spennu og orkubundinna stíflna
• Aukið næmi og skýrleika í tilfinningum
• Dýpri tengingu við eigin sannleika
• Innri ró, mýkt og jarðtengingu
• Endurnýjaða orku og jafnvægi í líkama og vitund
Hvernig fer tíminn fram?
Þú liggur á jógadýnu á meðan tónlist er spiluð. Léttur þrýstingur er settur á ákveðna orkustöður, t.d. á enni, brjóstkassa og maga.
Reynslan er einstök fyrir hvern og einn og getur birst á ólíkan hátt, til dæmis:
• Ósjálfráðar hreyfingar eða orkutitringur í líkamanum
• Djúp hugleiðsla, innri kyrrð eða útvíkkuð meðvitund
• Innsæi, skynjanir eða sjónrænar upplifanir
• Tilfinningaflæði, losun, mýkt og hjartatenging
• Endurnýjuð lífsorka, léttleiki
og djúp jarðtenging
Orkunni er ekki stjórnað. Hún finnur sjálf sína leið og mætir því sem er tilbúið að opnast, losna eða umbreytast.
Ummæli
„Kundalini Activation hjá Þóru Kolbrúnu er einhver merkilegasta uppgötvun sem ég hef gert til að draga úr streitu og bæta heilsu. Eftir fyrsta tímann leið mér eins og ég hefði verið í þriggja daga slökunarhelgi og spennan sem ég bar losnaði á mettíma.
Eftir nokkra mánuði af reglulegri mætingu finn ég miklu meira jafnvægi, meiri orku og betri svefn. REM-svefninn sem ég náði varla áður hefur lagast, líklega vegna minnkaðrar streitu.

Ég hvet alla til að prófa kundalini activation sem stuðning við líkamlega, tilfinningalega og andlega heilsu.”
~Gunnar Jónsson
Ég er búin að vera nokkuð reglulega í kundalini activation í rúmt ár og ef ég miða við hvernig allt var hjá mér þá og núna, þá er það svart og hvítt. Ótrúlegar breytingar hafa átt sér stað, ég segi að ég sé búin að vera í heilunarferðalagi í rúmt ár. Mæli heilshugar með fyrir alla.
~ Stella Maris
Kundalini activation kom eins og himnasending til mín eftir virkilega erfið ár, þá vissi ég ekkert hvernig mér leið og hvort ég ætti að hlæja eða gráta og þannig leið mér einnig í tímunum. Ég hef upplifað allskonar í tímunum og hefur þetta heilað svo margt hjá mér. Ég veit ekki hvernig og skil ekki hvernig þetta virkar en þetta virkar svo sannarlega og ég hef lært að sleppa tökunum á að reyna fá svar við öllu.
Kundalini activation hefur heilað margt sem ég hef enga þörf á lengur og líður mér andlega miklu betur. Kundalini activation togar reglulega í mig, þá þarf ég greinilega að losa mig við eitthvað. Ég mæli heilshugar með Kundalini activation.
Rakel Sigurðardóttir
Þegar ég kom í kundalini activatiom þá var ég mjög spenntur en vissi ekki hvað ég var að fara að fara út í. Í fyrsta tímanum náði ég mikilli tengingu við sjálfan mig og komst á hreinan, friðsælan og fallegan stað sem ég hafði ekki upplifað áður eða allavega ekki svo ég muni eftir. Þetta var mjög mikilvæg reynsla og varð að nokkurs konar leiðarljósi fyrir mig og hef ég komið reglulega síðan til að upplifa töfrana sem kundalini activation hefur upp á að bjóða.
~Pétur Hafsteinsson
Hef verið að mæta í kundalini activation hjá henni Þóru Kolbrúnu núna í nokkur ár. Þóra hefur sterka, hlýja, fallega og jarðtengda orku. Er yndisleg mannvera og mikið ljós. Ég upplifi mikinn kraft, hreinsun og sé oft sýnir í tímum hjá henni. Eftir hvern tíma opnast eitthvað nýtt fyrir mér og upplifi létti á sál og líkama. Hef náð að vinna betur í mér og því sem hefur verið stíflað í kerfinu. Mæli með henni Þóru alla leið ! Þvílíkt ævintýri að vera samferða henni á þessu andlega ferðalagi. Hlakka alltaf til að koma aftur🥰
~ Anna Heiða
🔗 Lesefni & tenglar
📰 Viðtal í Fréttablaðinu (PDF)
📄 Sjá viðtalið hér (PDF)
🎥 Myndband á YouTube
▶️ Horfa á myndbandið á YouTube
🧘‍♀️ Mind the KAP (Kundalini Activation Process) – Part One
👉 https://www.sfyogamagazine.com/blog/2019/5/4/mind-the-kap-kundalini-activation-process-part-one

🌟 Experiencing Non-Duality Through Kundalini Activation Process (KAP)
👉 https://www.thecalmpost.com/blog/experiencing-non-duality-through-kundalini-activation-process-kap
🔥 The Life-Changing Practice of Kundalini Activation Process (KAP) (Brainz Magazine)
👉 https://www.brainzmagazine.com/post/the-life-changing-practice-of-kundalini-activation-process-kap
Bókanir og fyrirspurnir fara fram í skilaboðum á Facebook-síðunni (Soul Touch) eða á netfanginu; [email protected]
Kær kveðja,
Þóra Kolbrún
Advertisement

Event Venue & Nearby Stays

Frakkastígur 16, Frakkastígur 16, 101 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland

Icon
Concerts, fests, parties, meetups - all the happenings, one place.

Ask AI if this event suits you:

More Events in Reykjavík

Carol - J\u00f3lapart\u00eds\u00fdning!
Sun, 21 Dec at 07:00 pm Carol - Jólapartísýning!

Hverfisgata 54, 101 Reykjavík, Iceland

J\u00f3labl\u00f3tsveisla \u00c1satr\u00faarf\u00e9lagsins
Sun, 21 Dec at 07:00 pm Jólablótsveisla Ásatrúarfélagsins

Garðyrkjufélag Íslands

J\u00f3lagestir 2025
Sun, 21 Dec at 08:00 pm Jólagestir 2025

Laugardalshöll

Vetrars\u00f3lst\u00f6\u00f0ur - Krist\u00edn \u00de\u00f3ra Haraldsd\u00f3ttir
Sun, 21 Dec at 08:00 pm Vetrarsólstöður - Kristín Þóra Haraldsdóttir

Fríkirkjan við Tjörnina

Aftans\u00f6ngur \u2013 \u00deorl\u00e1kst\u00ed\u00f0ir \/ Vespers \u2013 Officium S. Thorlaci
Mon, 22 Dec at 05:00 pm Aftansöngur – Þorlákstíðir / Vespers – Officium S. Thorlaci

Hallgrímstorg 1, 101 Reykjavík, Iceland

Sk\u00f6tuveisla knattspyrnudeildar Fj\u00f6lnis
Mon, 22 Dec at 06:00 pm Skötuveisla knattspyrnudeildar Fjölnis

Gufunesvegur 17, 112 Reykjavíkurborg, Ísland

SAMPL 8: J\u00d3LASAMPL
Mon, 22 Dec at 08:00 pm SAMPL 8: JÓLASAMPL

IÐNÓ

LAFONTAINE & T\u00c6SON RELEASE PARTY
Mon, 22 Dec at 08:00 pm LAFONTAINE & TÆSON RELEASE PARTY

Prikið Kaffihús

Sk\u00f6tuhla\u00f0bor\u00f0 \u00ed Hl\u00e9gar\u00f0i \u00e1 \u00deorl\u00e1ksmessu
Tue, 23 Dec at 11:30 am Skötuhlaðborð í Hlégarði á Þorláksmessu

Hlégarður

J\u00f3l me\u00f0 J\u00f3h\u00f6nnu \u00ed Fr\u00edkirkjunni \u00ed Reykjav\u00edk
Tue, 23 Dec at 06:00 pm Jól með Jóhönnu í Fríkirkjunni í Reykjavík

Fríkirkjan í Reykjavík

Reykjavík is Happening!

Never miss your favorite happenings again!

Explore Reykjavík Events