Advertisement
Kristjana Stefáns og Svavar Knútur blása í gamlar glæðurMúsíkalska parið Kristjana Stefáns og Svavar Knútur fagna í sumar 15 ára afmæli útgáfu plötunnar Glæður með tvennum tónleikum, í Reykjavík og á Akureyri.
Auk þess að fagna „afmælisbarninu“ munu þau flytja flytja stórskemmtilega og fallega dúettadagskrá, pipraða með glettni, húmor og kæti og mögulega munu einhver ný og óvænt lög verða dregin fram úr erminni.
Kristjana og Svavar Knútur hafa undanfarin ár vakið verðskuldaða athygli fyrir stórskemmtileg dúettakvöld. Þar ríkir bæði gleði og angurværð ásamt örlitlum fíflagangi og bera þau vinirnir á borð fjölbreytta dagskrá dúetta, sem rúmar allt frá Abba til Dolly Parton með viðkomu hjá Nick Cave og Páli Ísólfssyni, auk frumsaminna laga og hinna ýmsu gleði- og tregabomba.
Tónleikarnir verða á Akureyri á LYST, í Lystigarðinum fös 26. júní og í Fríkirkjunni í Reykjavík sunnudagskvöldið 28. júní kl.20:00. Báðir tónleikastaðir eru algerlega dásamlegir bæði með tilliti til hlýleika og hljómburðar og hlakka Kristjana og Svavar Knútur til að eiga dægilega kvöldstund með vinum og velunnurum alls staðar frá.
Það verður vonandi enginn svikinn af þessari skemmtilegu og hlýlegu tónleikadagskrá og verða plötur auðvitað til sölu, beint frá bónda.
Miðaverð er kr. 8.500
Miðasala er á tix.is og Lyst.is
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Fríkirkjan í Reykjavík, Reykjavík, Iceland
Tickets
Concerts, fests, parties, meetups - all the happenings, one place.

