Advertisement
KMK69, NR. 29/11/2025 KL. 16
Á VIT ÆVINTÝRANNA: Frid, Schumann og Mozart
Flytjendur:
Ásdís Valdimarsdóttir, víóla
Grímur Helgason, klarinett
Elisaveta Blumina, píanó
Á þessum tónleikum hljómar fyrsta verkið sem samið var fyrir klarinett, víólu og píanó, Kegelstatt-tríóið eftir Mozart, ásamt Ævintýrum Schumanns fyrir sömu hljóðfærasamsetningu. Einnig verður víólusónata eftir Grigory Frid frumflutt á Íslandi, en hún var samin árið 1971. Ásdís Valdimarsdóttir og Elisaveta Blumina leika reglulega saman kammertónlist í tónlistarhúsum Evrópu en Elisaveta kemur nú fram í fyrsta sinn á Íslandi. Grímur Helgason, staðgengill leiðara klarinettudeildar Sinfóníuhljómsveitar Íslands, leikur einnig í fyrsta sinn fyrir Kammermúsíkklúbbinn.
Efnisskrá tónleikanna og nánari upplýsingar:
https://www.kammer.is/kmk69-nr-2
Kynntu þér starfsárið allt á kammer.is.
Miðasala hefst 23. ágúst næstkomandi.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús / Harpa Concert Hall and Conference Centre, Austurbakki 2, 101 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland