Karl Orgeltríó og Stefanía Svavars á Múlanum - James Bond og Bréfbátarnir

Wed Apr 02 2025 at 08:00 pm to 09:30 pm UTC+00:00

Harpa Concert Hall and Conference Centre, 101 Reykjavík, Iceland | Reykjavík

Mulinn Jazz club
Publisher/HostMulinn Jazz club
Karl Orgeltr\u00ed\u00f3 og Stefan\u00eda Svavars \u00e1 M\u00falanum - James Bond og Br\u00e9fb\u00e1tarnir Jazzklúbburinn Múlinn heldur áfram með vordagskrá sína með spennandi tónleikum miðvikudaginn 2. apríl kl. 20:00 á Björtuloftum, Hörpu. Á tónleikunum kemur fram Karl Orgeltríó ásamt söngkonunni Stefanía Svavars. Loksins röðuðust stjörnurnar á himni þannig upp að leiðir Karls Orgeltríós og Stefaníu Svavars sköruðust. Eitt kósí aprílkvöld á Múlanum mun tríóið og Stefanía flytja vel valin lög úr lagabálki 007. View To A K*ll er 40 ára í ár, Thunderbolt er 60 ára og Peter Sellers 100 ára, en hann lék Bond í Casino Royale 1967. Myndin þótti ekki góð en tónlistin frábær og hver veit nema The Look Of Love fái að hljóma. Og svo verða valinkunn lög úr sögu Orgeltríósins flutt inn á milli. Stefanía Svavars er löngu þjóðkunn og hefur sungið með helsta tónlistarfólki landsins frá því hún sigraði Samfés keppnina fyrir 17 árum. Karl Orgeltríó var stofnað af Óla Hóm, Ásgeiri Ásgeirs og Kalla Olgeirs til að spila jazz útí horni á ölknæpu á virkum dögum. Nú, tólf árum seinna hefur tríóið sent frá sér tvær breiðskífur, Happy Hour með Ragga Bjarna og Bréfbáta og unnið með fólki eins og Sölku Sól, Unu Stef, Siggu Beinteins, Siggu Eyrúnu, Röggu Gröndal, Rebekku Blöndal, RAKEL, Elín Hörpu, Sigga Guðmunds, Dísu Jakobs, Frikka Dór, Valdimar Guðmunds, Andreu Gylfa, Heiðu Ólafs og fleirum. Fram koma,
Stefanía Svavarsdóttir, söngur
Karl Olgeirsson, hammond orgel
Ásgeir Ásgeirsson, gítar
Ólafur Hólm, trommur
Karl Orgeltríó and Stefanía Svavars - James Bond and The Paper Boats.
The jazz-pop organ trio Karl Orgeltrío and the powerhouse singer Stefanía Svavars will perform together for the first time this april. The program is a perfect blend of iconic songs from James Bond movies and original compositions and arrangements that the organ trio has crafted since its formation in 2013. This year marks significant anniversaries for several Bond songs: "A View to a K*ll" turns 40, "Thunderball" reaches its 60th anniversary, "GoldenEye" celebrates 30 years, and "Spectre" turns 10. These and other memorable Bond tracks will be honored on this cozy jazz night at Múlinn. Stefanía Svavars, who won a singing contest at the age of 15, has since worked with many of Iceland's most renowned musicians.
Stefanía Svavarsdóttir, vocals
Karl Olgeirsson, hammond organ
Ásgeir Ásgeirsson, guitar
Ólafur Hólm, drums
The concert starts at 20 @ Björtuloft, Harpa Concert House. Tickets ISK 4500.
Spennandi vordagskrá Múlans heldur síðan áfram á miðvikudagskvöldum fram í miðjan maí. Múlinn er að hefja sitt 28. starfsár en hann er samstarfsverkefni Félags Íslenskra Hljómlistamanna (FÍH) og Jazzvakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á Jóni Múla Árnasyni sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans.
Múlinn er styrktur af Reykjavíkurborg, SUT sjóðnum og er í samstarfi við Heimstónlistarklúbbinn og Hörpu. Jazzklúbburinn Múlinn er handhafi Íslensku tónlistarverðalaunanna.
Tónleikar Múlans fara fram á miðvikudagskvöldum klukkan 20:00 á Björtuloftum, fimmtu hæð Hörpu. Miðaverð kr. 4500 og 3300 fyrir nemendur og eldri borgara, miðar fást í miðasölu Hörpu.

Event Venue

Harpa Concert Hall and Conference Centre, 101 Reykjavík, Iceland, Austurbakki 2, 101 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland

Tickets

Sharing is Caring:

More Events in Reykjavík

Au\u00f0gandi landb\u00fana\u00f0ur \u2013 Opi\u00f0 m\u00e1l\u00feing
Wed, 02 Apr, 2025 at 08:30 am Auðgandi landbúnaður – Opið málþing

Hilton Reykjavík Nordica (Reykjavík, Iceland)

\u00datskriftart\u00f3nleikar - Sn\u00e6var \u00d6rn-
Wed, 02 Apr, 2025 at 11:00 am Útskriftartónleikar - Snævar Örn-

Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús / Harpa Concert Hall and Conference Centre

Reykjav\u00edk Cocktail Week Expo
Wed, 02 Apr, 2025 at 04:00 pm Reykjavík Cocktail Week Expo

Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús / Harpa Concert Hall and Conference Centre

Skyndihj\u00e1lp - n\u00e1mskei\u00f0
Wed, 02 Apr, 2025 at 07:00 pm Skyndihjálp - námskeið

Skeljanesi, Reykjavík, Iceland

Samflot \u00ed \u00c1rb\u00e6jarlaug
Wed, 02 Apr, 2025 at 08:30 pm Samflot í Árbæjarlaug

Fylkisvegur 9, 110 Reykjavík, Iceland

L\u00e9ttari \u00ed spori - vistv\u00e6nni byggingari\u00f0na\u00f0ur
Thu, 03 Apr, 2025 at 02:00 pm Léttari í spori - vistvænni byggingariðnaður

Bjargargata 1-Gróska, 102 Reykjavík, Iceland

Tilb\u00faningur | P\u00e1skaf\u00f6ndur | Endurvinnsla \u00e1 g\u00f6mlum b\u00f3kum
Thu, 03 Apr, 2025 at 03:30 pm Tilbúningur | Páskaföndur | Endurvinnsla á gömlum bókum

Borgarbókasafnið Úlfarsárdal

Executive MBA Open House | Experience a live case discussion at Reykjav\u00edk University
Thu, 03 Apr, 2025 at 05:00 pm Executive MBA Open House | Experience a live case discussion at Reykjavík University

Menntavegur 1, 102 Reykjavík, Iceland

Samsteypa | H\u00f6nnunarMars 2025
Thu, 03 Apr, 2025 at 06:00 pm Samsteypa | HönnunarMars 2025

Kolagata — Hafnartorg, 101 Reykjavík, Iceland

Reykjavík is Happening!

Never miss your favorite happenings again!

Explore Reykjavík Events