Jólaóratoría J.S. Bach í Eldborg

Sun, 29 Dec, 2024 at 05:00 pm UTC+00:00

Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús / Harpa Concert Hall and Conference Centre | Reykjavík

Listvinaf\u00e9lag Hallgr\u00edmskirkju
Publisher/HostListvinafélag Hallgrímskirkju
J\u00f3la\u00f3rator\u00eda J.S. Bach \u00ed Eldborg\n\n
Advertisement
Lokatónleikar Listvinafélagsins – einstakur viðburður – Jólaóratórían í Hörpu
Mótettukórinn, Schola Cantorum, Alþjóðlega barokksveitin í Reykjavík ásamt einsöngvurum flytja Jólaóratóríuna BWV 248 eftir Johann Sebastian Bach í Eldborg Hörpu sunnudaginn 29. desember kl. 17.
Þessir glæsilegu hátíðartónleikar verða lokatónleikar á 42 ára starfsferli Listvinafélagsins í Reykjavík, áður Listvinafélags Hallgrímskirkju, og lýkur þannig einstökum kafla í menningarsögu þjóðarinnar.
Jólaóratóría Bachs er án efa frægasta tónverk jólanna og er flutt um allan heim á aðventu og jólum. Verkið segir söguna af fæðingu Jesú á einstaklega áhrifamikinn og hrífandi hátt. Mótettukórinn og kammerkórinn Schola Cantorum syngja Jólaóratóríuna í fyrsta sinn saman en Mótettukórinn flutti verkið seinast árið 2021 í Hörpu undir stjórn Harðar Áskelssonar við mikla hrifningu áheyrenda og hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin sem tónlistarflytjandi ársins 2021 fyrir flutninginn.
Báðir kórarnir voru stofnaðir af Herði Áskelssyni og voru burðarstoðir í rómuðu starfi hans sem kantor í Hallgrímskirkju um áratuga skeið. Kórarnir eru í fremstu röð íslenskra kóra og hafa hlotið mörg verðlaun í alþjóðlegum keppnum. Alþjóðlega barokksveitin í Reykjavík flytur nú Jólaóratóríuna í 6. sinn á vegum Listvinafélagsins, en barokksveitin, sem skipuð er afburða hjóðfæraleikurum bæði frá Íslandi og víða að úr heiminum, hefur ávallt fengið mikið lof fyrir leik sinn og margir meðlima hennar starfa með frægustu barokksveitum heims. Konsertmeistari er hinn frábæri finnski fiðluleikari Tuomo Suni sem leitt hefur barokksveitina á tónleikum hennar undir stjórn Harðar Áskelssonar undanfarin ár af einstakri fagmennsku.
Einsöngvarar á tónleikunum eru allir í fremstu röð:
Alex Potter kontratenór frá Englandi sem fer með eitt stærsta einsöngshlutverkið í Jólaóratóríunni er einn af fremstu kontratenórum heims og afar virtur túlkandi barokktónlistar. Hann kemur nú fram í fjórða sinn á vegum Listvinafélagsins og er koma hans fagnaðarefni fyrir fjölmarga aðdáendur hans hér á landi.
Herdís Anna Jónasdóttir sópran var valin söngvari ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum 2022 og hlaut Grímuna árið 2019 auk ýmissa annarra verðlauna og viðurkenninga. Hún hefur margoft komið fram í stórum einsöngshlutverkum frá ýmsum stíltímabilum bæði í óperum og óratóríum og hlotið mikið lof fyrir.
Jóhann Kristinsson baríton hefur vakið mikla athygli og unnið til margra verðlauna og var valinn söngvari ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum 2024. Hann hefur unnið með stjórnendum á borð við Herbert Blomstedt, Bertrand de Billy og Kent Nagano og komið fram með fjölmörgum virtum hljómsveitum. Hann söng í fyrsta sinn sem einsöngvari með Mótettukórnum í Messíasi eftir Händel í desember 2019 og tók einnig þátt í hinum rómaða flutningi Mótettukórsins og Alþjóðlegu barokksveitarinnar á Jólaóratóríunni í Hörpu 2021.
Benedikt Kristjánsson tenór syngur hlutverk guðspjallamannsins og einsöngsaríur ásamt því að stjórna flutningi á tónleikunum. Benedikt er einn af eftirsóttustu ungu tenórum heims um þessar mundir og má segja að hann hafi hlotið heimsfrægð eftir að hann var fenginn til að flytja Jóhannesarpassíu Bachs í útsetningu fyrir þrjá flytjendur í beinni útsendingu frá Tómasarkirkjunni í Leipzig á föstudaginn langa 2020 en skömmu áður höfðu þremenningarnir flutt verkið í sama búningi í Hallgrímskirkju á vegum Listvinafélagsins.
Sem guðspjallamaður í passíum Bachs og Jólaóratóríu og einsöngvari í öðrum óratóríum hefur Benedikt komið fram víða um heim og sungið með þekktum hljómsveitum í mörgum af stærstu tónleikahúsum heims. Hann hefur unnið með mörgum virtum stjórnendum og má þar nefna Reinhard Goebel, Hans-Christoph Rademann og Philippe Herreweghe. Benedikt hefur undanfarin ár margoft komið fram undir stjórn Harðar Áskelssonar með kórum hans og er gleðilegt að hann sem hóf feril sinn sem guðspjallamaður undir stjórn Harðar árið 2011 stjórni þessum tímamótatónleikum, en hann hefur einnig æft báða kórana fyrir þennan flutning.
Með flutningi Jólaóratóríunnar gefur Listvinafélagið íslenskum tónleikagestum kost á að upplifa eitt af stórvirkjum tónbókmenntanna í flutningi einvalaliðs hljóðfæraleikara sem hafa sérhæft sig í barokkflutningi og framúrskarandi einsöngvara og kóra. Fluttar verða kantötur I–III og V og tekur hver kantata u.þ.b. 30 mínútur í flutningi.
Tónleikarnir eru um 2 og 1/2 klst með hléi. Flytjendur eru alls hátt í 100 – 60-70 manna kór, 27 hljóðfæraleikarar, 4 einsöngvarar og stjórnandi.
Miðasala á þennan einstaka menningarviðburð er á tix.is
Flytjendur:
Herdís Anna Jónasdóttir sópran
Alex Potter kontratenór
Benedikt Kristjánsson tenór
Jóhann Kristinsson bassi
Mótettukórinn
Schola Cantorum
Alþjóðlega barokksveitin í Reykjavík
Konsertmeistari: Tuomo Suni
Stjórnandi: Benedikt Kristjánsson

Advertisement

Event Venue & Nearby Stays

Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús / Harpa Concert Hall and Conference Centre, Austurbakki 2, 101 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland

Tickets

Discover more events by tags:

Art in Reykjavík

Sharing is Caring:

More Events in Reykjavík

Retro Stefson \u00ed N1 h\u00f6llinni
Sat, 28 Dec, 2024 at 07:00 pm Retro Stefson í N1 höllinni

Hlíðarendi

Sk\u00edtam\u00f3rall & \u00c1 m\u00f3ti s\u00f3l \u00ed Hl\u00e9gar\u00f0i
Sat, 28 Dec, 2024 at 09:00 pm Skítamórall & Á móti sól í Hlégarði

Hlégarður

J\u00f3laball Sj\u00e1lfst\u00e6\u00f0isflokksins \u00e1 Akranesi
Sun, 29 Dec, 2024 at 02:00 pm Jólaball Sjálfstæðisflokksins á Akranesi

Vinaminni

J\u00f3laball leiksk\u00f3lanna \u00ed Hj\u00e1lmakletti
Sun, 29 Dec, 2024 at 02:00 pm Jólaball leikskólanna í Hjálmakletti

Hjálmaklettur Menningarhús

NEW MOON JOURNEY
Sun, 29 Dec, 2024 at 03:00 pm NEW MOON JOURNEY

Leiðin heim - Holistic healing center

Angelic Reiki - Group Healing Therapy w\/ Jite & Sandrine
Sun, 29 Dec, 2024 at 04:00 pm Angelic Reiki - Group Healing Therapy w/ Jite & Sandrine

Frakkastígur 16, 101 Reykjavík, Iceland

N\u00fd\u00e1rs KAP og T\u00f3nheilun! N\u00fallstilling fyrir n\u00fdtt \u00e1r\ud83e\udd73\ud83c\udf89\ud83e\udd73
Sun, 29 Dec, 2024 at 08:00 pm Nýárs KAP og Tónheilun! Núllstilling fyrir nýtt ár🥳🎉🥳

Yoga Shala Reykjavík

Blue Velvet - Svartir Sunnudagar
Sun, 29 Dec, 2024 at 09:00 pm Blue Velvet - Svartir Sunnudagar

Hverfisgata 54, 101 Reykjavík, Iceland

Flugelda Bingo G\u00f3\u00f0ger\u00f0arkl\u00fabbs RT\u00cd
Mon, 30 Dec, 2024 at 05:00 pm Flugelda Bingo Góðgerðarklúbbs RTÍ

Hlégarður

Strengir - menningarwitinn 2024
Mon, 30 Dec, 2024 at 06:00 pm Strengir - menningarwitinn 2024

Bankastræti 0 Nýló

\u00c1RAM\u00d3TAGR\u00cdMU SMI\u00d0JA - SKAPANDI KV\u00d6LDSMI\u00d0JUR \u00cd H\u00d6FU\u00d0ST\u00d6\u00d0INNI
Mon, 30 Dec, 2024 at 07:00 pm ÁRAMÓTAGRÍMU SMIÐJA - SKAPANDI KVÖLDSMIÐJUR Í HÖFUÐSTÖÐINNI

Rafstöðvarvegur 1a, 110 Reykjavík, Iceland

M\u00e1nudjass!
Mon, 30 Dec, 2024 at 07:30 pm Mánudjass!

Tryggvagata 14, 101 Reykjavík, Iceland

Reykjavík is Happening!

Never miss your favorite happenings again!

Explore Reykjavík Events