J.S. Bach: Messa í h-moll

Sun Apr 06 2025 at 05:00 pm to 07:30 pm UTC+00:00

Neskirkja | Reykjavík

K\u00f3r Neskirkju
Publisher/HostKór Neskirkju
J.S. Bach: Messa \u00ed h-moll
Advertisement
Kór Neskirkju ásamt Kammerkór Akraness, Sinfóníuhljómsveit áhugamanna og einvala liði einsöngvara flytur Messu í h-moll eftir Johann Sebastian Bach undir stjórn Steingríms Þórhallssonar.
Flytjendur:
Kór Neskirkju, stjórnandi Steingrímur Þórhallsson
Kammerkór Akraness, stjórnandi Hilmar Örn Agnarsson
Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, konsertmeistari Helga Ragnheiður Óskarsdóttir
Hallveig Rúnarsdóttir sópran
Hildigunnur Einarsdóttir mezzósópran
Gissur Páll Gissurarson tenór
Gunnlaugur Bjarnason barítón
H-moll messa Bachs er eitt af mögnuðustu stórvirkjum tónlistarsögunnar. Bach-sérfræðingurinn Christoph Wolff hefur kallað messuna tónlistarlega og listræna trúarjátningu Bach. Lífseig hafa einnig verið orð svissneska nótnaforleggjarans Hans Georg Nägel, sem kynnti fyrirhugaða útgáfu verksins árið 1818 með orðunum “Das größte Musikkunstwerk aller Zeiten und Völker”, eða mesta tónverk allra tíma og þjóða. Vitað er að Carl Friedrich Zelter æfði verkið með tónlistarhópi sínum í Berlín 1813 og sagði það “das größte Kunstwerk das die Welt je gesehen hat”, eða mesta listaverk sem heimurinn hefði nokkru sinni litið. Svo mætti lengi halda áfram en víst er að enn eru ýmsir á sama máli.
Bach samdi messuna á rúmlega 25 ára tímabili, þar sem hann sameinaði fjölmarga tónlistarstíla og endurnýtti hluta úr mörgum eldri verkum sínum. Í ljósi þess að Bach samdi verkið yfir svo langt tímabil og betrumbætti það allt til æviloka má líta á það sem einhvers konar tónlistarlegt yfirlit. Messan er endurspeglun á ferli hans og tónlistarstíl.
Þótt Messa í h-moll hafi verið fullkláruð árið 1749, skömmu fyrir andlát Bachs, var hún ekki gefin út fyrr en síðar. Tilvist verksins var þó kunn sem nokkurs konar goðsögn og vitað er að eftirrit af verkinu frá 1765 rötuðu m.a. til Lundúna og Vínarborgar og áttu bæði Haydn og Beethoven eintök. Fyrsti opinberi flutningur verksins, svo staðfest sé, var í tveim hlutum, 20. febrúar 1834 og 12. febrúar 1835 og sagnir eru um að það hafi verið flutt í einhver skipti á árabilinu 1829 til 1836. Fyrsti staðfesti, opinberi flutningur messunnar í heild mun hafa verið í Frankfurt árið 1856. Sama ár var það gefið út af Bach-Gesellschaft í Leipzig í röð verka Bachs. Eftir það fór hróður þess víða og hefur það frá lokum seinni heimsstyrjaldar orðið það af stóru verkum Bachs fyrir kór, hljómsveit og einsöngvara sem langoftast er flutt.
Verkið prýða fjölmargir glæsilegir kórkaflar, einsöngsaríur og dúettar sem gera miklar kröfur til kórsöngvara og einsöngvara. Þá leikur hljómsveit afar mikilvægt og krefjandi hlutverk í messunni.
Miðasala á Tix.is og hjá kórum og hljómsveit
Advertisement

Event Venue & Nearby Stays

Neskirkja, Reykjavík, Iceland

Tickets

Sharing is Caring:

More Events in Reykjavík

ABBA DANCING QUEENS - Hei\u00f0urst\u00f3nleikar
Sat, 05 Apr, 2025 at 09:00 pm ABBA DANCING QUEENS - Heiðurstónleikar

Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús / Harpa Concert Hall and Conference Centre

Nirvana | Nevermind | Rokkmessa
Sat, 05 Apr, 2025 at 09:00 pm Nirvana | Nevermind | Rokkmessa

IÐNÓ

II D\u00fdpri Qigong l\u00edfsorka, heilun og gle\u00f0i - Losum um spennu og erfi\u00f0ar tilfinningar
Sun, 06 Apr, 2025 at 01:00 pm II Dýpri Qigong lífsorka, heilun og gleði - Losum um spennu og erfiðar tilfinningar

Leiðin heim - Holistic healing center

J\u00f6klar \u00e1 hverfanda hveli
Sun, 06 Apr, 2025 at 02:00 pm Jöklar á hverfanda hveli

Perlan - Wonders of Iceland

H\u00f6nnunarMars \u00ed Elli\u00f0a\u00e1rst\u00f6\u00f0 - Leikur a\u00f0 formum
Sun, 06 Apr, 2025 at 02:00 pm HönnunarMars í Elliðaárstöð - Leikur að formum

Rafstöðvarvegur 6, 110 Reykjavík, Iceland

Iceland Seaglass Retreat
Sun, 06 Apr, 2025 at 04:00 pm Iceland Seaglass Retreat

Reykjavik Iceland

The Crow - Svartir Sunnudagar
Sun, 06 Apr, 2025 at 09:00 pm The Crow - Svartir Sunnudagar

Hverfisgata 54, 101 Reykjavík, Iceland

Sm\u00e1smi\u00f0ja: Hva\u00f0 er stafr\u00e6n hreinsun?  |  Drop-in Workshop: How to Digitally Declutter
Mon, 07 Apr, 2025 at 04:30 pm Smásmiðja: Hvað er stafræn hreinsun? | Drop-in Workshop: How to Digitally Declutter

Borgarbókasafnið Grófinni

Kynningarfundur vegna sj\u00e1lfbo\u00f0ali\u00f0astarfs \u00ed Tansan\u00edu.
Tue, 08 Apr, 2025 at 08:00 pm Kynningarfundur vegna sjálfboðaliðastarfs í Tansaníu.

Bolholti 6, 2. hæð, 105 Reykjavík, Iceland

Glimrandi ge\u00f0heilsa - N\u00dd DAGSETNING V\/VE\u00d0URS
Wed, 09 Apr, 2025 at 06:30 pm Glimrandi geðheilsa - NÝ DAGSETNING V/VEÐURS

Hverslun Bíldshöfða 9

Anime Defilement @ Hellirinn + Necrobiome(All Ages)
Thu, 10 Apr, 2025 at 07:00 pm Anime Defilement @ Hellirinn + Necrobiome(All Ages)

Tónlistar Og Þróunarmiðstöðin

Draum\u00f3rasinf\u00f3n\u00edan
Thu, 10 Apr, 2025 at 07:30 pm Draumórasinfónían

Eldborg, Harpa, Austurbakka 2

Reykjavík is Happening!

Never miss your favorite happenings again!

Explore Reykjavík Events