Jólatríó Söngsystra

Fri Dec 19 2025 at 01:00 pm to 04:00 pm UTC+00:00

Lækjartorg, 101 Reykjavíkurborg, Ísland | Reykjavík

J\u00f3latr\u00ed\u00f3 S\u00f6ngsystra
Advertisement
Söngsystur verða á rölti um miðbæinn og kæta með söng í jólaösinni! Þær hefja sönginn á Lækjartorgi kl. 13:00 og fara svo á milli staða í miðbænum og syngja fyrir gangandi vegfarendur. Þær munu heimsækja Ingólfstorg, Laugaveg og Skólavörðuholtið. Öll velkomin að njóta!
Viðburðurinn er styrktur af Jólaborginni.
Sönghópinn skipa þær Vera Hjördís Matsdóttir, Hanna Ágústa Olgeirsdóttir og Sigríður Ásta Olgeirsdóttir.
Vera Hjördís Matsdóttir er íslensk-sænsk sópransöngkona sem lauk meistaragráðu í klassískum söng frá Konunglega Tónlistarháskólanum í Den Haag árið 2024. Þar áður lauk hún bakkalárgáðu frá Listaháskóla Íslands árið 2020 og hlaut þar styrk úr Styrktarsjóði Halldórs Hansen. Árið 2023 hlaut hún einnig námsstyrk frá Landsbankanum. Vera var verðlaunuð í Vox Domini árið 2024 fyrir besta flutning á verki eftir Hildigunni Rúnarsdóttur. Hún kemur reglulega fram á Íslandi, meðal nýlegra verkefna er hlutverk Barbarínu í Brúðkaupi Fígarós í uppfærslu Kammeróperunnar sem og þátttaka í óperunum Hliðarspor eftir Þórunni Guðmundsdóttur og Brím eftir Friðrik Margrétar- Guðmundsson og Adolf Smára Unnarsson.
Hanna Ágústa lauk bakkalárprófi frá Tónlistarháskólanum í Leipzig árið 2022 þar sem hún nam söng undir leiðsögn Prof. Carola Guber. Hanna stundaði áður söngnám við Söngskólann í Reykjavík og lauk þaðan framhaldsprófi undir leiðsögn Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur. Hanna söng hlutverk Papagenu í Töfraflautunni í Theater Rudolstadt sumarið 2021 undir stjórn Oliver Weder í leikstjórn Naima Märker og var auk þess einn sigurvegara keppninnar Ungra Einleikara á vegum LHÍ og SÍ sama ár og söng einsöng á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands í maí 2022. Hún hefur reynslu af leikstjórn og leikritaskrifum, en hún fór t.a.m í starfsnám í óperuleikstjórn hjá leikstjóranum Susanne Knapp vorið 2022 og stundar nú nám á Sviðshöfundabraut í Listaháskóla Íslands. Hanna fór með hlutverk Óla Lokbrár í uppsetningu Kammeróperunnar á Hans og Grétu í Tjarnarbíói í október og var einsöngvari á Reykholtshátíð 2023 og 2024. Hanna var sigurvegari söngkeppninnar Vox Domini 2024 og hlaut þar einnig titillinn Rödd Ársins. Hanna var listamanneskja Borgarbyggðar 2024.
Sigríður Ásta Olgeirsdóttir er ung sviðslistakona sem þegar hefur komið víða við. Hún er með BA gráðu í leiklist frá Copenhagen International School of Performing Arts auk þess að hafa lagt stund á tónlistarnám frá ungaaldri. Sigríður stundað söngnám við Söngskólann í Reykjavík og Tónlistarháskólann í Vínarborg.
Sigríður hefur frá útskrift starfað óslitið sem sviðslistakona á íslandi, sem leikari, leikstjóri, höfundur, söngvari og listrænn ráðunautur ásamt því að kenna söng og sinna leikstjórn við Tónlistarskóla Borgarfjarðar og Söngskólann í Reykjavík.
Meðal leikstjórnarverkefna hennar má nefna Varstu búinn að vera að reyna að ná í mig, ópera fyrir rödd og rafhljóð eftir Guðmund Stein Gunnarsson, flutt í Fríkirkjunni vorið 2025 og Kríukroppur, útskriftarverkefni Birtu Sólveigar Söring af leikarabraut í LHÍ vor 2024. Hún var aðstoðarleikstjóri Aðventu í leikstjórn Egils Ingibergssonar, sýnt í Borgarleikhúsinu 2023 og aðstoðarleikstjóri í Dýravísum í leikstjórn David Chocron, flutt af Kammeróperunni í Kaldalóni í Hörpu. Sigríður Skrifaði einnig leikgerðina að því verki, sem samin er upp úr samnefndu sönglagi Jónasar Ingimundarsonar.
Sigríður var tilnefnd til Hvatningaverðlauna Grímunnar 2025 fyrir störf sín í íslenskum sviðslistum á leikárinu.
Sigríður er listamanneskja Borgarbyggðar árið 2025.
Einleikur hennar, Hulið, vann BNFN verðlaunin á RVK fringe árið 2023.
Advertisement

Event Venue & Nearby Stays

Lækjartorg, 101 Reykjavíkurborg, Ísland, Hafnarstræti 17, 101 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland

Icon
Concerts, fests, parties, meetups - all the happenings, one place.

Ask AI if this event suits you:

More Events in Reykjavík

J\u00f3lastu\u00f0 2025
Thu, 18 Dec at 08:00 pm Jólastuð 2025

Austurbæjarbíó

Bridget Ferrill \/ \u00dalfur Hansson
Thu, 18 Dec at 08:00 pm Bridget Ferrill / Úlfur Hansson

Óðinsgata 2, 101 Reykjavík, Iceland

Kv\u00f6ldkirkja \u00ed desember
Thu, 18 Dec at 08:00 pm Kvöldkirkja í desember

Hallgrímstorg 1, 101 Reykjavík, Iceland

J\u00f3laQuiz Bakken
Thu, 18 Dec at 08:30 pm JólaQuiz Bakken

Frakkastígur 7, 101 Reykjavík, Iceland

Monkey Coup @ Lemmy
Thu, 18 Dec at 09:00 pm Monkey Coup @ Lemmy

LEMMY

Stj\u00f3rnm\u00e1l, sta\u00f0a og vi\u00f0urkenning: \u00e1hrif menningarlegs au\u00f0magns og sm\u00e1nar \u00e1 and-kerfis stj\u00f3rnm\u00e1l
Fri, 19 Dec at 12:00 pm Stjórnmál, staða og viðurkenning: áhrif menningarlegs auðmagns og smánar á and-kerfis stjórnmál

Oddi, stofa 101, Háskólí Íslands, Sæmundargata, Reykjavík, Iceland

Japanese Strawberry Tasting \u2013 iFarm Iceland x Hyal\u00edn \ud83c\udf53\u2728
Fri, 19 Dec at 04:00 pm Japanese Strawberry Tasting – iFarm Iceland x Hyalín 🍓✨

Skólavörðustígur 4A, 101 Reykjavík, Iceland

Sk\u00fali 11 \u00e1ra
Fri, 19 Dec at 05:00 pm Skúli 11 ára

Skúli - Craft Bar

Vitringarnir 3 - Gr\u00edn, gr\u00fav og g\u00e6sah\u00fa\u00f0!
Fri, 19 Dec at 06:00 pm Vitringarnir 3 - Grín, grúv og gæsahúð!

Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús / Harpa Concert Hall and Conference Centre

S\u00f6ngh\u00f3purinn \u00cdlalei flytur verk eftir eistnesku t\u00f3nsk\u00e1ldin Cyrillus Kreek og Veljo Tormis
Fri, 19 Dec at 06:00 pm Sönghópurinn Ílalei flytur verk eftir eistnesku tónskáldin Cyrillus Kreek og Veljo Tormis

Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús / Harpa Concert Hall and Conference Centre

H\u00fabbaB\u00fabba kynnir: Hinsti Dansinn
Fri, 19 Dec at 07:00 pm HúbbaBúbba kynnir: Hinsti Dansinn

Austurbæjarbíó

Live @ Smekkleysa
Fri, 19 Dec at 07:00 pm Live @ Smekkleysa

Hverfisgata 32 - Entry from Hjartatorg square, 101 Reykjavík, Iceland

Reykjavík is Happening!

Never miss your favorite happenings again!

Explore Reykjavík Events