Advertisement
Daníel Bjarnason hefur átt farsælt samstarf við Sinfóníuhljómsveit Íslands í rúman áratug, bæði sem hljómsveitarstjóri og tónskáld. Hann var staðarlistamaður á árunum 2015—2018 og aðalgestastjórnandi árin 2019—2021, en starfar nú með sveitinni sem listamaður í samstarfi. Tónsmíðar Daníels hafa vakið mikla athygli víða um heim og fáum við á þessum tónleikum að hlýða á Íslandsfrumflutning á slagverkskonsertinum Inferno. Konsertinn var pantaður af Sinfóníuhljómsveitinni í Gautaborg, þar sem verkið var frumflutt árið 2023. Einleikari kvöldsins er slagverksstjarnan Vivi Vassileva sem hefur sérhæft sig í flutningi samtímatónlistar og kemur fram sem einleikari með helstu hljómsveitum víða um heim.Eins og slagverkskonsertinn Inferno, sem vísar beint til vítisloga með nafni sínu, tengist seinni hluti efnisskrárinnar einnig undirdjúpum og undirheimum í ýmsum skilningi. Fyrst eftir hlé hljómar verk Daníels Bjarnasonar, A Fragile Hope, sem frumflutt var af Sinfóníuhljómsveitinni í Gautaborg í febrúar 2024. Daníel segir verk sitt sækja innblástur til Íslands, þar sem ótrúlegir kraftar búi undir yfirborðinu, jafnt í eldvirkni landsins sem og í hafinu í kring. Verkið er helgað minningu Jóhanns Jóhannssonar tónskálds sem lést 2018.
Lokaverk tónleikanna er eftir Pjotr Tsjajkovskíj. Francesca da Rimini var ítölsk aðalskona, fædd árið 1283, en samnefnt tónaljóð Tsjajkovskíjs rekur sorgarsögu hennar: Eiginmaður hennar myrti hana eftir að hann komst á snoðir um ástarsamband hennar við bróður hans. Innblásturinn að verkinu fékk Tsjajkovskíj þegar hann las Gleðileikinn guðdómlega eftir Dante Aligheri en þar birtist Francesca sem ein þeirra ólánssömu persóna sem Dante hittir í sjálfum hreinsunareldinum.
*Tónleikarnir eru u.þ.b. tvær klst. með tuttugu mínútna hléi.
Efnisskrá
Daníel Bjarnason Inferno, slagverkskonsert
Daníel Bjarnason A Fragile Hope
Pjotr Tsjajkovskíj Francesca da Rimini
Hljómsveitarstjóri
Daníel Bjarnason
Einleikari
Vivi Vassileva
Tónleikakynning » 16. jan. kl. 18:00
//
Daníel Bjarnason has had a fruitful collaboration with the Iceland Symphony Orchestra for over a decade, both as a conductor and composer. He was the ISO's composer in residence from 2015 to 2018 and principal guest conductor from 2019 to 2021 and now works with the orchestra as an artist in collaboration. Daniel's compositions have garnered significant attention worldwide and in this concert, we get the opportunity to listen to the Icelandic premiere of his percussion concerto Inferno. The concerto was commissioned by the Gothenburg Symphony Orchestra, where it premiered in 2023. The soloist is percussion virtuoso Vivi Vassileva, who specializes in contemporary music and has appeared as a soloist with major orchestras worldwide.
Like the percussion concerto Inferno, which directly references infernal flames in its title, the latter part of the program also delves into deep and underworldly themes in various senses. The second half of the programme opens with, Daniel Bjarnason's work "A Fragile Hope". It was premiered by the Gothenburg Symphony Orchestra in February 2024. Daniel describes his work as drawing inspiration from Iceland, where incredible forces reside beneath the surface, both in the volcanic activity of the land and in the surrounding ocean. The piece is dedicated to the memory of composer Jóhann Jóhannsson, who passed away in 2018.
The final piece of the concert is by Pyotr Ilyich Tchaikovsky. Francesca da Rimini was an Italian noblewoman born in 1283 and Tchaikovsky's eponymous tone poem recounts her tragic story: Her husband murdered her after discovering her love affair with his brother. Tchaikovsky found inspiration for the work while reading Dante's "Divine Comedy," where Francesca appears as one of the damned souls Dante encounters in the depths of hell.
*The concert is approximately 2 hours with a 20 minute intermission.
Program
Daníel Bjarnason Inferno, percussion concerto
Daníel Bjarnason A Fragile Hope
Pjotr Tchaikovsky Francesca da Rimini
Conductor
Daníel Bjarnason
Soloist
Vivi Vassileva
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Eldborg, Harpa, Austurbakka 2, Austurbakki 2,Reykjavík, Iceland