Advertisement
Fyrirlesari kvöldsinns er Dr. Kristján Leósson.Fyrir rúmum 80 árum flutti eðlisfræðingurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Erwin Schrödinger röð fyrirlestra við Trinity College í Dublin fyrir almenning undir titlinum “Hvað er lífið?”.
Fyrirlestrar þessir voru gefnir út á prenti árið 1944 og komu út í íslenskri þýðingu Guðmundar Eggertssonar erfðafræðings árið 2021.
Annar Nóbelsverðlaunahafi, frumulíffræðingurinn og erfðafræðingurinn Paul Nurse, gaf út bók með sama titli árið 2020 þar sem hann veltir fyrir sér hvort líffræðin hafi færst nær því að útskýra hvað lífið er. Þessar vangaveltur eru sérstaklega mikilvægar í ljósi yfirstandandi hruns í líffræðilegum fjölbreytileika á jörðinni. Í fyrirlestrinum mun Kristján Leósson fara yfir hugmyndir Schrödingers og Nurse og leita svara við því hvort við vitum raunverulega hvað lífið er og hvernig það kviknaði.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Ingólfsstræti 22,, Reykjavík, Iceland