Advertisement
Á Íslandi og í íþrótta- og æskulýðsfélögum landsins er fjöldi barna og unglinga hinsegin og það er mikilvægt að þau finni fyrir öryggi og vellíðan á sínum vettvangi. Þekking og fræðsla í hinsegin málum er grundvöllur fyrir því að draga úr fordómum og mismunun. Það skiptir máli fyrir þennan hóp að efla þekkingu, auka skilning á stöðu hinsegin fólks og að fagna fjölbreytileikanum.Þann 17. febrúar kl. 17.30 verður hinsegin fræðsla á vegum Æskulýðsvettvangsins í sal KFUM og KFUK á Holtavegi 28 og er námskeiðið þátttakendum að kostnaðarlausu. Fyrirlesari námskeiðsins kemur frá Samtökunum '78 og verður nánar tilkynntur þegar nær dregur.
Á námskeiðinu er farið í helstu hugtök regnhlífarinnar, hvað þau þýða og hvað við getum gert til að styðja við bakið á hinsegin fólki. Hinsegin er regnhlífarhugtak sem nær yfir fjölbreytileika kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna og kyntjáningar.
Skráning á námskeiðið fer fram hér: https://www.aev.is/skraning-a-namskeid
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Skátarnir, Reykjavík, Iceland
Tickets