Advertisement
Samgöngur eru ein af undirstöðum heilbrigðs samfélags. Þær tryggja öruggan flutning varnings og fólks á milli staða. Þær gera okkur kleift að sækja vinnu, menntun og afþreyingu. Við verjum stórum hluta ævinnar á ferðinni. Við eyðum mörgum klukkutímum í flugi, langkeyrslu og í Ártúnsbrekkunni. Eldsneytið er dýrt og svifrykið er að drepa okkur. Sjálfbærar samgöngur ættu að bæta lýðheilsu, stytta ferðatíma og kosta minna. En hvað eru sjálfbærar samgöngur? Eru það rafmagnsbílar og borgarlína? Hjólreiðar og rafhlaupahjól? Hvernig verða samgöngur á Íslandi sjálfbærar?
Á þessum umræðufundi Heimilis Heimsmarkmiðanna í Hannesarholti munum við ræða þessi mál og velta fyrir okkur hvað sjálfbærar samgöngur fela í sér.
Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, mun stýra fundinum og sérfræðingar á pallborðinu verða: Ásdís Hlökk Theódórsdóttir, skipulagsfræðingur og aðjúnkt við Háskóla Íslands, Búi Bjarmar Aðalsteinsson, frumkvöðull, hönnuður, stjórnandi Hjólavarpsins og ástríðufullur hjólari.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Grundarstígur 10, 101 Reykjavík, Iceland, Grundarstígur 10, 101 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland