Haltu mér - slepptu mér: Fræðsla um svefn og svefnráð fyrir ungmenni

Tue Jan 07 2025 at 08:00 pm to 09:00 pm UTC+00:00

Bókasafn Kópavogs | Kopavogur

B\u00f3kasafn K\u00f3pavogs
Publisher/HostBókasafn Kópavogs
Haltu m\u00e9r - slepptu m\u00e9r: Fr\u00e6\u00f0sla um svefn og svefnr\u00e1\u00f0 fyrir ungmenni
Advertisement
Haltu mér - slepptu mér er fyrirlestraröð fyrir foreldra ungmenna á aldrinum 12-18 ára um ýmis málefni sem tengjast þroska og uppeldi unglinga með áherslu á áskoranir í nútímasamfélagi.
Í þessum fyrirlestri er farið yfir mikilvægi svefns fyrir heilsu, líðan, árangur og frammistöðu ungmenna. Meðal annars er fjallað um eftirfarandi atriði:
-Hvað getum við sjálf gert til að tryggja góðan nætursvefn?
-Hversu mikið þurfa ungmenni að sofa og hvaða áhrif hefur of lítill svefn?
-Uppbygging svefns, svefnstig og hlutverk þeirra.
-Hvaða þættir hafa áhrif á svefn og svefngæði?
Dr. Erla Björnsdóttir er klínískur sálfræðingur með doktorspróf í líf og læknavísindum. Erla hefur sérhæft sig í greiningu og meðferð við svefnleysi og vinnur að rannsóknum á því sviði. Hún hefur birt fjölda greina í erlendum ritrýndum tímaritum og einnig skrifað um svefn á innlendum vettvangi. Erla hefur haldið fjölda fyrlestra og námskeiða og má þar helst nefna fyrirlestra og fræðslu um svefn og svefnvenjur fyrir fyrirtæki og hópa ásamt því að vera með hópnámskeið við svefnleysi. Erla sinnir kennslu og rannsóknum hjá Háskólanum í Reykjavík og er stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns.
Ókeypis aðgangur og öll velkomin.
-----------------
Önnur erindi í Haltu mér slepptu mér koma inn á málefni á borð við karlmennskuhugmyndir, miðlalæsi og kvíða ungmenna.
24. september 2024, kl. 20:00
Miðlalæsi: Algóritminn sem elur mig upp
Sviðsstjóri Netöryggismiðstöðvar Íslands, Skúli Bragi Geirdal, heldur erindi um miðlalæsi og samfélagsmiðlanotkun ungmenna. Skúli fer yfir þau atriði í stafrænu umhverfi sem ber að varast auk þess að gefa góð ráð varðandi notkun barna á skjátækjum og samfélagsmiðlum. Erindið byggir á niðurstöðum rannsóknar Fjölmiðlanefndar í samstarfi við Menntavísindastofnun Háskóla Íslands og Maskínu.
22. október 2024, kl 20:00
Karlmennskuhugmyndir og orðræða ungmenna
Þorsteinn V. Einarsson, kennari og kynjafræðingur, fjallar um skaðlegar karlmennskuhugmyndir, orðræðu ungmenna, algóritma samfélagsmiðla og hvernig er hægt að skapa og styðja við jákvæða karlmennsku.
12. nóvember 2024, kl 20:00
Kvíði ungmenna
Berglind Brynjólfsdóttir, sálfræðingur hjá Sálstofunni, ræðir um einkenni kvíða, hvað hægt er að gera til að aðstoða ungmenni með kvíða og forvarnir gegn honum.
3. desember 2024 kl. 20:00
Bókaval og lestrarvenjur ungmenna
Jón Geir Jóhannsson, sérfræðingur frá Nexus, ræðir við foreldra um bækur fyrir ungmenni, val á bókum og mikilvægi þess að ungmenni fái og finni bækur sem vekja áhuga þeirra og eru við hæfi.
Advertisement

Event Venue & Nearby Stays

Bókasafn Kópavogs, Hamraborg 6A, 200 Kópavogsbær, Ísland,Kópavogur, Kopavogur, Iceland

Sharing is Caring:

More Events in Kopavogur

Kynning \u00e1 fer\u00f0um Fer\u00f0asetursins 2025
Wed, 08 Jan, 2025 at 05:30 pm Kynning á ferðum Ferðasetursins 2025

GG Sport

Skynjunarleikur me\u00f0 Pl\u00e1netunni
Thu, 09 Jan, 2025 at 10:00 am Skynjunarleikur með Plánetunni

Garðatorg 7, 210 Garðabær, Iceland

Lesi\u00f0 \u00e1 milli l\u00ednanna | J\u00f3lab\u00e6kurnar
Thu, 09 Jan, 2025 at 03:00 pm Lesið á milli línanna | Jólabækurnar

Bókasafn Kópavogs

Lj\u00f3sabor\u00f0 og segulkubbar
Fri, 10 Jan, 2025 at 04:00 pm Ljósaborð og segulkubbar

Garðatorg 7, 210 Garðabær, Iceland

Leirum saman \u00e1 safninu
Sat, 11 Jan, 2025 at 01:00 pm Leirum saman á safninu

Garðatorg 7, 210 Garðabær, Iceland

L\u00edfeyrism\u00e1l og starfslok fyrir f\u00e9laga Br\u00faar
Tue, 14 Jan, 2025 at 05:00 pm Lífeyrismál og starfslok fyrir félaga Brúar

Hlíðasmári 8, 201 Kópavogsbær, Ísland

Kopavogur is Happening!

Never miss your favorite happenings again!

Explore Kopavogur Events