Framtíðarsýn okkar: Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi?

Thu Nov 07 2024 at 04:30 pm UTC+00:00

Sæmundargata 11, 101 Reykjavík, Iceland | Reykjavík

Norr\u00e6na h\u00fasi\u00f0  The Nordic House
Publisher/HostNorræna húsið The Nordic House
Framt\u00ed\u00f0ars\u00fdn okkar: Hvernig er l\u00edfi\u00f0 \u00ed loftslagsv\u00e6nu samf\u00e9lagi?
Advertisement
Norræna ráðherranefndin heldur í ár röð viðburða, ásamt ýmsum samstarfsaðilum, víðsvegar um Norðurlönd þar sem áhersla er lögð á framtíðarsýn fyrir loftslagsvæn samfélög. Á viðburðunum eru ungir aðgerðarsinnar, sérfræðingar og valdhafar leidd saman og leitast er við að svara spurningum á borð við: „Hvernig lítur gott og umhverfisvænt líf út í framtíðinni – og hvernig komust við þangað?“. Slík samtöl hafa átt sér stað á Folkemødet í Danmörku, Arendalsuka í Noregi, Almedalsveckan í Svíþjóð, ReGeneration Week á Álandseyjum – og nú í aðdraganda COP29 er komið að Íslandi.

Grænu umskiptin svokölluðu eru á margra vörum og fá efast um mikilvægi þeirra í heimi sem einkennist af síversnandi afleiðingum loftslagsbreytinga. Umræða um það hvernig dregið sé úr losun gróðurhúslofttegunda er ómarkviss og ljóst er að kerfisbundin tregða ríkir innan stjórnkerfa heimsins að breygðast við með afgerandi hætti og knýja fram þær breytingar sem nauðsynlegar eru. Viðburðurinn er tilraun til þess að fanga mikilvægi þessa vanda, meðal annars út frá þeim útgangspunktum og framtíðarsýn sem skýrsla ráðherranefndarinnar varpar fram.
Í þessu samhengi bætist við að lítið virðist talað um hvernig samfélög okkar og daglegt líf geti í raun og veru litið út þegar grænu umskiptin hafa verið innleidd og ráðist hefur verið í þær breytingar sem nauðsynlegar eru til at samfélög rúmist innan þolmarka jarðarinnar. Þess í stað hverfist umræðan að miklu leiti um þær fórnir sem við þurfum að færa á vegferðinni í átt að loftslags- og umhverfisvænna lífi; t.d. fækka flugferðum, minnka kjötneyslu og jafnvel flytja í minni húsnæði. Mikil áhersla er einnig lögð á það hvort og hvernig tæknilausnir geti komið í veg fyrir þörfina á slíkum lífsstílsbreytingum og persónulegum fórnum – þó að ljóst sé að tæknilausnir einar og sér munu ekki skila nægum árangri í loftslagsmálum.

Rannsóknir sýna að það er erfitt að knýja fram samfélagslegar breytingar þegar framtíðarsýn er ekki til staðar. Í ljósi þess var skýrslan „Nordic Visions of Climate Neutrality“ gefin út á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar í fyrra, en í henni er fjallað um hvernig daglegt líf gæti litið út eftir 25 ár og öll þau jákvæðu hliðaráhrif sem loftslagsvæn samfélög gætu haft í för með sér – t.d. heilnæmara umhverfi, meiri frítími, sterkari tenging við náttúruna og nærsamfélög og öflugara lýðræði. Getur verið að lífið verði jafnvel betra – allt eftir því hvernig við skilgreinum „hið góða líf“?

Dagskrá:
Kynning á skýrslunni "Nordic Visions of Climate Neutrality" - Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis og auðindafræði við HÍ, Eyjólfur Ingi Ásgeirsson, prófessor við verkfræðideild HR, og Hlynur Stefánsson, prófessor við verkfræðideild HR.
Pallborðsumræður:
- Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra
- Sóllilja Bjarnadóttir, doktorsnemi við félagfræði-, mannfræði og þjóðfræðideild HÍ
- Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur hjá BSRB
- Finnur Ricart Andrason, forseti Ungra umhverfissinna
- Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs
Fundarstjóri: Katrín Oddsdóttir
Að málþinginu loknu verður boðið uppá léttar veitingar.

Lesið skýrsluna „Nordic Visions of Climate Neutrality hér: https://pub.norden.org/nord2023-038/

Aðgengi að Elissu sal er ágætt fyrir hjólastóla, lágur þröskuldur er inní salinn. Aðgengileg og kynhlutlaus salerni eru á sömu hæð. Viðburðurinn fer fram á íslensku.
Advertisement

Event Venue & Nearby Stays

Sæmundargata 11, 101 Reykjavík, Iceland, Sæmundargata 11, 102 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland

Sharing is Caring:

More Events in Reykjavík

Smi\u00f0ja | Barmmerki \/\/ Workshop | Badge Maker
Thu Nov 07 2024 at 03:00 pm Smiðja | Barmmerki // Workshop | Badge Maker

Borgarbókasafnið Úlfarsárdal

H\u00f6nnunarver\u00f0laun \u00cdslands 2024
Thu Nov 07 2024 at 03:00 pm Hönnunarverðlaun Íslands 2024

Gróska, Bjargargata 1, 101 Reykjavík, Iceland

Georgia - vagga v\u00ednger\u00f0ar - cradle of wine
Thu Nov 07 2024 at 04:00 pm Georgia - vagga víngerðar - cradle of wine

Port 9

Samprj\u00f3ns n\u00e1mskei\u00f0
Thu Nov 07 2024 at 04:00 pm Samprjóns námskeið

Fákafen 9, 108 Reykjavík, Iceland

K\u00f3s\u00fdkv\u00f6ld \u00ed Heimah\u00fasinu.
Thu Nov 07 2024 at 04:00 pm Kósýkvöld í Heimahúsinu.

Ármúli 8, 108 Reykjavíkurborg, Ísland

Laimonas photo exhibition \/\/ Years in between
Thu Nov 07 2024 at 04:00 pm Laimonas photo exhibition // Years in between

Ljósmyndasafn Reykjavíkur / Reykjavik Museum of Photography

Kv\u00f6ldstund me\u00f0 Dunu og Krist\u00ednu - Skilabo\u00f0 til S\u00f6ndru!
Thu Nov 07 2024 at 05:00 pm Kvöldstund með Dunu og Kristínu - Skilaboð til Söndru!

Hverfisgata 54, 101 Reykjavík, Iceland

Elja Launch Party
Thu Nov 07 2024 at 05:00 pm Elja Launch Party

Grandagarður 1b, 101 Reykjavík, Iceland

Reko afhending n\u00f3vember
Thu Nov 07 2024 at 05:00 pm Reko afhending nóvember

Mjódd

English Teacher in Reykjav\u00edk
Thu Nov 07 2024 at 05:00 pm English Teacher in Reykjavík

Iceland Airwaves all over Reykjavik City Center

Reykjavík is Happening!

Never miss your favorite happenings again!

Explore Reykjavík Events