Advertisement
Félag fósturforeldra fær Jóhönnu Jóhannesdóttur félagsráðgjafa og fjölskyldufræðing til að bjóða upp á sérstaka fræðslu um vanda tengdum fjöláföllum og tengslum barna upp að 10 ára aldri. Skilyrði fyrir þátttöku á námskeiðið er að fólk sé á félagaskrá og í skilum á félagsgjöldum en félagið býður niðurgreitt þátttökugjald með styrk frá ÖBÍ.Námskeiðið verður haldið í Sigtúni 42 fimmtudaginn 10. apríl frá klukkan 17:00-21:00 og rúmar 20 manna hóp. Að námskeiði loknu mun hópnum bjóðast þátttaka í smærri handleiðsluhópum sem Jóhanna mun leiða. Í hópunum fá fósturforeldrar tækifæri til, í gegnum stýrðar umræður að kafa dýpra í efnið sem kynnt verður á námskeiðinu; út frá eigin reynslu, tilfinningum og aðstæðum. Tímasetningar vegna handleiðsluhópa verðar kynntar síðar, hverjum hópi fyrir sig. Þátttaka í handleiðsluhópum er innifalið í verði námskeiðsins.
Í þeim tilfellum sem makar eru fósturforeldrar er mælt með að bæði sæki fræðsluna þó þeim fósturforeldrum sé velkomið að sækja fræðslu án maka síns.
Fjöláfalla- og tengslavandi fósturbarna upp að 10 ára aldri:
Mikilvægasta grunnþörf hvers barns er að tengjast tilfinningaböndum við foreldra/umönnunaraðila. Í gegnum grunntengslin fær barnið þörfum sínum fyrir kærleika, öryggi og vernd mætt, án skilyrða. Tengslaröskun, tengslavandi og einkenni tengslavanda verður til eða þróast í gegnum misalvarlega vanrækslu á þessum grunnþörfum. Vandinn getur þróast og haft áhrif á allt nærumhverfi barnsins.
Þekking og skilningur á fjöláfalla-og tengslavanda er eitt mikilvægasta „verkfærið“ sem fósturforeldrar búa að. Hafi fósturforeldrar viðeigandi þekkingu þannig að þeir upplifi sig nægilega örugga í hlutverki sínu gagnvart barninu aukast líkur á að barnið upplifi sjálft aukið öryggi, samkennd og skilning. Út frá því aukast síðan líkur á að fósturforeldrar nái að hafa jákvæð áhrif á líf og þroska barnsins.
Á námskeiðinu verður meðal annars farið yfir;
• Mikilvægi frumbernskunnar og forsendur barns sem glímir við vanda tengdan fjöláföllum og tengslum.
• Áhrif fjöláfalla- og tengslavanda á heilaþroska og hvernig vandinn getur haft mismundi áhrif á þroskamöguleika barnsins
• Farið verður yfir hjálplegar leiðir sem fósturforeldrar geta nýtt sér þegar barnið glímir við erfiðar tilfinningar og/eða missir stjórn á tilfinningum sínum
• Skoðað verður hvernig eigin styrkleikar og hamlandi þættir fósturforeldra og öðrum lykilaðilum í nærumhverfi barnsins geta haft áhrif á þroska barnsins og líðan.
Markmið fræðslunnar er að efla þekkingu, hæfni og nálgun sem bæði hefur áhrif á fósturforeldrana og barnið. Á þann hátt aukast líkur á að barnið og fósturforeldrarnir upplifi aukna öryggiskennd en einnig að barnið nái ró og öðlist þannig meiri getu og færni í daglegu lífi.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Mannréttindahúsið, Sigtún 42, 105 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland
Tickets