Advertisement
Vitund - Samtök gegn kynbundnu ofbeldi standa fyrir feminískri sýningu á Prima Facie í samstarfi við Bíó paradís. Viðburðurinn verður haldin laugardaginn þann 8.mars á alþjóðlegum baráttudegi kvenna kl 19:00.
Um myndina
Jodie Comer (Killing Eve) á hér stórleik í magnaðri uppfærslu Breska Þjóðleikhússins á verkinu Prima Facie.
Verkið fjallar um Tessu sem er ung og upprennandi lögmaður. Hún hefur unnið sig upp í starfi út frá eigin verðleikum en þegar óvæntur atburður á sér stað neyðist hún til þess að horfast í augu við feðraveldið þar sem sönnunarbyrði og siðfeðisvitund kallast á.
Þetta er frábært tækifæri fyrir þau sem ekki hafa efni á að kaupa sér leikhúsmiða en langar til þess að sjá verkið og þann magnaða boðskap sem þetta verk stendur fyrir.
Viðburðurinn er hluti af kvennaárinu 2025.
Við hlökkum til að sjá ykkur öll.
- Stjórn Vitundar.
https://bioparadis.is/mynd/545_prima-facie---national-theatre-live/?event=leikhusbio
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Bíó Paradís, Hverfisgata 54, 101 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland