Ertu búin/n að Bach-a fyrir jólin? / We'll Bach you up for Christmas!

Sat, 06 Dec, 2025 at 12:00 pm UTC+00:00

Hallgrímstorg 1, 101 Reykjavík, Iceland | Reykjavík

Hallgr\u00edmskirkja
Publisher/HostHallgrímskirkja
Ertu b\u00fain\/n a\u00f0 Bach-a fyrir j\u00f3lin? \/ We'll Bach you up for Christmas!
Advertisement
HÁDEGISTÓNLEIKAR / Matinée
– Ertu búin/n að Bach-a fyrir jólin?
Laugardagur 6. desember kl. 12
Tómas Guðni Eggertsson, orgel
Davíð Þór Jónsson píanó
Á þessum kyrrðartónleikum í aðdraganda jóla flytja Tómas Guðni Eggertsson organisti og Davíð Þór Jónsson píanisti valda jólasálmforleiki eftir Johann Sebastian Bach (1685-1750). Forleikina er að finna í handritinu Orgelbüchlein, eða Lítil orgelbók, sem Felix Mendelssohn lét prenta á fyrri hluta 19. aldar.
Sálmforleikir meistara Bachs eru hér fluttir á nýstárlegan máta, sem spilafélagarnir tveir hafa þróað á undanförnum árum – og er enn í þróun – þar sem Davíð Þór spinnur á flygil kirkjunnar í kringum forleikina sem Tómas Guðni leikur á Klais-orgelið. Þá er registeringum orgelsins einnig breytt miðað við hefðbundinn flutning. Hvergi er þó hvikað frá virðingu við verkin sjálf og upphaflegt erindi þeirra.
Davíð Þór Jónsson (f. 1978) er meðal fremstu og fjölhæfustu tónlistarmanna landsins, jafnvígur á píanóleik, spuna, tónsmíðar og hljómsveitarstjórn auk þess sem hann leikur á ógrynni hljóðfæra. Hann hefur leikið á tónlistarhátíðum víða um heim, gert tónlist og hljóðmyndir fyrir fjölda sviðsverka, kvikmyndir, útvarpsverk og sjónvarpsþætti og starfað náið með fjölda listamanna úr ólíkum geirum, má þar nefna náið samstarf hans og Ragnars Kjartanssonar. Davíð Þór hefur hlotið Íslensku tónlistarverðlaunin og Grímuverðlaunin sem og alþjóðleg verðlaun fyrir kvikmyndatónlistina úr Hross í oss og Kona fer í stríð.
Tómas Guðni Eggertsson (f. 1974) lauk prófi í píanóleik frá Nýja tónlistarskólanum vorið 1996, hjá Vilhelmínu Ólafsdóttur. Hann hélt til framhaldsnáms við Royal Scottish Academy of Music and Drama í Glasgow, lauk þaðan BA-prófi 1999 og Postgraduate-námi ári síðar. Hann lauk einleiksáfanga í orgelleik frá Tónskóla þjóðkirkjunnar 2007 og kantorsprófi í kjölfarið, hvar aðalkennari hans var Björn Steinar Sólbergsson. Í júní sl. útskrifaðist Tómas Guðni með meistarapróf í orgelleik frá Tónlistarháskólanum í Gautaborg, undir handleiðslu Karin Nelson.
Tómas Guðni hefur kennt tónlist víða um land, bæði á píanó og blásturshljóðfæri. Þá hefur hann starfað með ólíkum listamönnum í ýmsum geirum tónlistar, svo sem Ólafi Kjartani Sigurðarsyni, Davíð Þór Jónssyni, Dimitri Ashkenazy, Þóru Einarsdóttur og Sveini Dúu Hjörleifssyni, að ógleymdum kórum á borð við Schola Cantorum, Voces Masculorum og Karlakórinn Fóstbræður. Þá hefur hann fengist við tónsmíðar og útsetningar.
Við orgelborðið hefur Tómas Guðni komið fram á einleikstónleikum á Íslandi og í Svíþjóð og ennfremur tekið þátt í flutningi stærri verka á vettvangi kirkjutónlistar. Hann starfar sem tónlistarstjóri og organisti Seljakirkju.
Miðasala í Hallgrímskirkju
Aðgangseyrir 2.900 kr.
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN STAÐUR Í DESEMBER
--ENGLISH--
Matinée
– We'll Bach you up for Chirstmas
Saturday December 6th at 12 hrs.
Tómas Guðni Eggertsson, organ
Davíð Þór Jónsson piano
In this meditative Christmas concert, organist Tómas Guðni Eggertsson and pianist Davíð Þór Jónsson will perform Christmas chorale preludes by Johann Sebastian Bach (1685-1750). These preludes stem from the manuscript Orgelbüchlein, or The Little Organ Book, which was printed by Felix Mendelssohn in the first half of the 19th century.
The two musicians have over the past years developed an innovative way to present the chorale preludes by their beloved friend Bach – a style that is in fact still evolving. Davíð Þór improvises on the church's grand piano around the preludes played by Tómas Guðni on the Klais organ. Additionally, the organ registrations are altered from the traditional settings. However, the performers maintain full respect for the integrity and original intent of Bach’s timeless masterpieces.
HALLGRÍSMSKIRKJA – YOUR PLACE IN DECEMBER
Advertisement

Event Venue & Nearby Stays

Hallgrímstorg 1, 101 Reykjavík, Iceland, Hallgrímstorg 1, 101 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland

Icon
Concerts, fests, parties, meetups - all the happenings, one place.

Ask AI if this event suits you:

More Events in Reykjavík

KOMDU um J\u00d3LIN
Fri, 05 Dec at 06:00 pm KOMDU um JÓLIN

Harpa Music Hall Reykjavik Iceland

Christmas Carnage @ Dillon 5.12
Fri, 05 Dec at 08:00 pm Christmas Carnage @ Dillon 5.12

Dillon Whiskey bar, Reykjavik, Iceland

Love Actually - j\u00f3lapart\u00eds\u00fdning!
Fri, 05 Dec at 09:00 pm Love Actually - jólapartísýning!

Hverfisgata 54, 101 Reykjavík, Iceland

Home Alone - J\u00f3lafj\u00f6lskyldub\u00ed\u00f3
Sat, 06 Dec at 02:30 pm Home Alone - Jólafjölskyldubíó

Hverfisgata 54, 101 Reykjavík, Iceland

J\u00f3lat\u00f3nleikar Baggal\u00fats 2025
Sat, 06 Dec at 05:00 pm Jólatónleikar Baggalúts 2025

Háskólabíó

E.T. the Extra-Terrestrial - J\u00f3lapart\u00eds\u00fdning!
Sat, 06 Dec at 07:00 pm E.T. the Extra-Terrestrial - Jólapartísýning!

Hverfisgata 54, 101 Reykjavík, Iceland

Vitringarnir 3 - Gr\u00edn, gr\u00fav og g\u00e6sah\u00fa\u00f0!
Sat, 06 Dec at 07:00 pm Vitringarnir 3 - Grín, grúv og gæsahúð!

Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús / Harpa Concert Hall and Conference Centre

Brunali\u00f0i\u00f0 - j\u00f3lat\u00f3nleikar \ud83d\ude92\u2728
Sat, 06 Dec at 09:00 pm Brunaliðið - jólatónleikar 🚒✨

Harpa Music Hall Reykjavik Iceland

J\u00f3lat\u00f3nleikar Hlj\u00f3mlistarf\u00e9lags Borgarfjar\u00f0ar 2025
Sun, 07 Dec at 04:00 pm Jólatónleikar Hljómlistarfélags Borgarfjarðar 2025

Hjálmaklettur Menningarhús

Reykjavík is Happening!

Never miss your favorite happenings again!

Explore Reykjavík Events