Advertisement
Sunday, November 16th - MATINEEELÍN GUNNLAUGSDÓTTIR: ÉG SENDI ÞÉR VALS!
doors 16:30 / show 17:00
2500kr / 2000kr for students
Á ferðum mínum um heiminn hefur mér alltaf þótt gaman að senda vinum og vandamönnum póstkort. Og ég hef haldið þeim sið áfram þrátt fyrir að núna sé auðveldara og fljótlegra að senda rafræn skilaboð.
Síðustu ár hef ég nokkrum sinnum sent stutt tónverk á póstkortum til vina sem eru hljóðfæraleikarar. Titill tónleikanna Ég sendi þér vals vísar til þessa gjörnings en fjögur þeirra verka sem flutt verða á tónleikunum voru send á póstkortum til viðtakenda sinna.
Þrjú þeirra nefni ég Hljóðferli og eru það stutt verk skrifuð í hring á eitt póstkort. Textinn aftan á póstkortinu eru svo leiðbeiningar til flytjandans um hvernig beri að túlka þessa hringi. Verkin sem flutt eru á þessum tónleikum eru frá 2015 og 2021. Hljóðferli I var sent til Katie Buckley og Frank Aarnink en Hljóðferli III og IV voru send til listamanna sem komu fram á Norrænum músíkdögum í Færeyjum 2021. Þau verða flutt hér af Bergdísi Júlíu Jóhannsdóttur og Eydísi Franzdóttur. Fjórða póstkortaverkið er aðeins viðameira en hin þrjú og er það flautudúett sem sendur var á tíu póstkortum til flytjendanna og er ber heitið geym oss í dag. Berglind María Tómasdóttir hefur gert myndband við verkið og verður það sýnt um leið og verkið er flutt. Verkið er eins konar mósaík byggt í kringum gamlan sálm sem heiti verksins er jafnframt sótt í. Verkið var sent árið 2023 til Berglindar Maríu Tómasdóttur og Pamelu De Sensi og munu þær flytja verkið.
Valsar úr síðustu siglingu (2024) við ljóð eftir Lindu Vilhjálmsdóttur fellur ekki í flokk póstkortaverka. Í ljóðabókinni Valsar úr síðustu siglingu lýsir skáldið ferð sinni yfir hafið með fiskibát. Hægt er að tengja verkið við hin verkin á þann hátt að í því er verið að lýsa ferð frá einum stað til annars, rétt eins og póstkortið sem ferðast frá einum stað til annars. Ljóðin í bókinni eru fjörutíu talsins en aðeins eru notuð sjö þeirra. Verkið er samið fyrir Dúplum Dúó og eru lögin sjö tengd með rafrás þar sem rödd skáldins hljómar og einnig hljóð er tengjast hafinu og efni ljóðanna.
Öll verkin sem hér heyrast eru skrifuð á seinustu fjórum árum fyrir utan Hljóðferli I. Það er von mín að áheyrendur fái með því góða innsýn í það sem ég hef verið að fást við á seinustu árum.
Efnisskrá:
Hljóðferli III (2021) - (frumflutningur á Íslandi) - Bergdís Júlía Jóhannsdóttir, rödd
geym oss í dag (2023) - fyrir tvær alt flautur og myndband eftir Berglindi Maríu Tómasóttur (frumflutningur) - Berglind María Tómasdóttir, alt flauta og Pamela De Sensi, alt flauta
Hljóðferli IV (2021) - (frumflutningur á Íslandi) - Eydís Franzdóttir, óbó
Valsar úr síðustu siglingu (2024) - við ljóð eftir Linda Vilhjálmsdóttir, fyrir rödd, víólu og rafhljóð. Dúplum Dúó: Björk Níelsdóttir, sópran og Þóra Margrét Sveinsdóttir, víóla.
Hljóðferli I (2015) - Dúó Harpverk: Katie Buckley, harpa og Frank Aarnink, slagverk
Tæknimaður: Jesper Pedersen
Elín Gunnlaugsdóttir (1965) nam tónsmíðar við Tónlistarskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan 1993. Árið 1998 lauk hún framhaldsnámi í tónsmíðum frá Konunglega tónlistarháskólanum í Den Haag. Hún hefur unnið við tónsmíðar og kennslu frá því hún lauk námi. Verkaskrá Elínar samanstendur af kammerverkum, söngverkum og einnig hefur hún skrifað tónlistarævintýri fyrir börn. Elín hefur unnið með list sína í ýmsum formum, sent verk á póstkortum, gefið út bókverk og tekið þátt í myndlistarsýningum. Verk Elínar hafa verið flutt bæði hér heima og erlendis.
//
I’ve always loved writing postcards and one day I started to send music on postcards to my friends who are musicians. The title of this concert I’ll Send You a Waltz! refers to this habit of mine.
Four of the pieces that will be performed in this concert were send on postcards to their performers. Three of them I call Circles of Sounds (from 2015 and 2021), but that are pieces written in circles on the postcard and on the back of the postcard there are written instructions to the performer how to interpret those circles. Circles of Sounds I was sent to its performers Katie Buckley and Frank Aarnink but Circles of Sounds III and IV were sent to performers that premiered them at the Nordic Music Days in 2021. They will be performed in this concert by Bergdís Júlía Jóhannsdóttir and Eydís Franzdóttir. The fourth postcard piece is a bit longer than the others and thats the piece geym oss í dag (2023) or stay with us today. It was send on ten postcards to its performers Berglind María Tómasdóttir and Pamela De Sensi. Berglind María Tómasdóttir has made a video for this piece and in this concert Berglind María and Pamela will play the music along with the video.
The piece Valsar úr síðustu siglingu (2024) or Waltzes From the Last Voyage are seven songs for voice, viola and electronics. In this piece, a little bit like in the others, the idea is traveling from one place to an other or just like the postcard that travels from its sender to its recipient. The poems were written by the poet Linda Vilhjálmsdóttir and they are about her journey with a fishing boat from Iceland to France. I use the electronics to create the mood of the piece and there you can hear the voice of the poet and sounds related to the sea.
All the pieces are written in the last four years except one of the Circles of Sounds. So I hope you will get a good feeling of what I’ve been doing in the last few years.
Program:
Circles of Sounds III (2021) - (Iceland premiere) - Bergdís Júlía Jóhannsdóttir, voice
stay with us today (2023) - for two alto flutes and video by Berglind María Tómasdóttir (premiere) - Berglind María Tómasdóttir, alto flute and Pamela De Sensi, alto flute
Circles of Sounds IV (2021) - (Iceland premiere) - Eydís Franzdóttir, oboe
Waltzes From the Last Voyage (2024) - with text by Linda Vilhjálmsdóttir for voice, viola and electronics. Dúplum Dúó: Björk Níelsdóttir, soprano and Þóra Margrét Sveinsdóttir, viola.
Circles of Sounds I (2015) - Dúó Harpverk: Katie Buckley, harp and Frank Aarnink, percussion
Technician: Jesper Pedersen
Elín Gunnlaugsdóttir (1965) studied composition at the Reykjavík Academy of Music and graduated from there in 1993. In 1998, she completed her postgraduate studies in composition from the Royal Academy of Music in The Hague. She has been composing and teaching since she graduated. Elínar's repertoire consists of chamber works, musical works and she has also written musical adventures for children. Elín has worked with her art in various forms, sent works on postcards, published book works and participated in art exhibitions. Elín's works have been performed both at home and abroad.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Óðinsgata 2, 101 Reykjavík, Iceland, Óðinsgata 2, 101 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland
Tickets
Concerts, fests, parties, meetups - all the happenings, one place.











