Advertisement
Loksins ætlum við að ganga á þennan svipmikla og glæsilega jökul. Mjög löng leið en greiðfær allan tímann fyrir utan bröltið upp fjallsstallinn sjálfan þar sem kominn er góður stígur.Mikilvægar tilkynningar:
*Fólksbílafært að jeppaslóðanum en um hann er eingöngu fært á stórum jeppum og því ætlum við að ganga hann fram og til baka alls 10 km hvora leið = 20 km + 7 km upp jökulinn sjálfan hvorra leið = 14 km svo alls er gangan um 34 km en styttra ef við fáum stóra jeppa til að skutlast með okkur inn eftir (aksturinn er tafsamur NB).
*Mjög löng ganga í tíma og vegalengd og því nauðsynlegt að vera vel undirbúinn líkamlega og æfa vel fram að ferð.
*Keðjubroddar, ísexi og jöklabroddar nauðsynlegur búnaður allra NB. Þeir sem ganga með okkur á veturna þurfa að eiga þennan búnað, það er margfalt þess virði að eiga hann og komast á fjöll eða leiðir sem eru okkur annars utan seilingar. Notum hann reglulega yfir vetrartímann svo hann sé okkur tamur og ekki síður til að geta upplifað töfrana á þessum árstíma.
*Almennt virðist ekki farið í jöklalínum á þennan jökul þessa leið og sprungur sagðar ekki á þessum kafla jökulsins. Af lýsingum og ljósmyndum af göngum á þennan jökul þessa leið sem við förum, þá eru engar sprungur og hópar hafa farið þarna að hausti inn í októbermánuð (eftir sumarbráðnun) án þess að vera í línum og engar sprungur að sjá. Metum þetta þegar nær dregur og verum búin undir að þurfa að fara í línur á jöklakaflanum. Hver og einn þarf að koma með göngubelti og karabínu, þjálfarar koma með jöklalínur, en sem fyrr segir eru litlar líkur á þessu miðað við það sem við vitum þegar þessi viðburður er settur upp.
*Mælum með að gista í Húsafelli ef menn hafa tök á því til að spara tíma og orku í akstur fyrir og eftir gönguna. Þjálfarar koma úr bænum.
*Ljósmynd ferðar er tekin ofan af Strút í Toppfaraferð 20. febrúar árið 2010: Toppfarar.is - Tindur 33 - Strútur
Verð:
Kr. 10.000 fyrir klúbbmeðlimi sem mættu í tindferð síðustu 2 mánuði eða ef bæði hjón/par/vinir mæta.
Kr. 12.000 fyrir klúbbmeðlimi ef ofangreindur afsláttur gildir ekki.
Kr. 15.000 fyrir gesti sem vilja prófa göngu með klúbbnum.
Greitt beint inn á reikning Toppfara ehf: 0114-26-58100. Kt: 581007-2210 eða með símgreiðslu á kreditkorti:
Örn í síma: 899-8185 og Bára í 867-4000 og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is eða baraket(hjá)simnet.is.
Mjög mikilvægt er að skrifa í skýringu hvaða ferð er verið að greiða, nóg að setja nokkra stafi í nafni fjallsins svo skiljist.
Skráning og skilmálar:
Skráning eingöngu gild með greiðslu. Þeir sem eiga inneign meldi það inn eða sendið okkur skilaboð / póst.
Ferð er ekki endurgreidd við afboðun ef uppselt er í ferðina og fólki var vísað frá sem vildi skrá sig eða ef fáir voru skráðir og ferð hefði verið aflýst vegna ónógrar þátttöku.
Allar upplýsingar um gönguna á viðburði á vefsíðu okkar hér:
https://www.fjallgongur.is/event-details/eiriksjokull-loksins
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Hallmundarhraun, Selfoss, Iceland