Advertisement
Guðlaug Erlendsdóttir ver doktorsritgerð sína í menntavísindum við Deild menntunar og margbreytileika við Háskóla Íslands.Vörnin fer fram þriðjudaginn 14. janúar kl. 13:00 í Hátíðarsal Háskóla Íslands og verður einnig í streymi.
Heiti ritgerðar: Tilviksrannsókn í fjórum grunnskólum í dreifbýli í Malaví: Sýn hagaðila og samvinna þátttakenda.
Andmælendur: dr. Halla Björk Hólmarsdóttir prófessor við Oslo Metropolitan University, Noregi og dr. Catherine Jere, dósent við University of East Anglia, Bretlandi.
Aðalleiðbeinendur: dr. Svanborg Rannveig Jónsdóttir prófessor emerita við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og dr. Marey Allyson Macdonald prófessor emerita við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Meðleiðbeinandi: dr. Peter Mtika dósent við Háskólann í Aberdeen, Skotlandi.
Auk þeirra sat í doktorsnefnd dr. Ólafur Páll Jónsson prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Stjórnandi athafnar: dr. Ásta Jóhannsdóttir varadeildarforseti deildar menntunar og margbreytileika.
Verið öll velkomin.
Viðburðurinn verður einnig í streymi.
English:
Guðlaug Erlendsdóttir defends her PhD thesis in Educational Sciences from the Faculty of education and diversity, University of Iceland:
A case study of four rural primary schools in Malawi: Stakeholder views and participant interactions.
The oral defence takes place Tuesday, December 14, at 1 pm in the Aula in the main building of the University of Iceland as well as in live stream.
Opponents: dr. Halla Björk Hólmarsdóttir Professor at Oslo Metropolitan University, Norway and Dr Catherine Jere, Associate Professor at University of East Anglia, UK.
Supervisors: dr. Svanborg Rannveig Jónsdóttir, professor emerita at School of Education, University of Iceland, Dr Marey Allyson Macdonald professor emerita at School of Education, University of Iceland.
Co-supervisor: dr Peter Mtika senior lecturer at University of Aberdeen, Scotland.
Expert in the Doctoral Committee was Dr Ólafur Páll Jónsson, professor at School of Education, University of Iceland.
Dr Ásta Jóhannsdóttir vice head of Faculty of education and diversity will conduct the ceremony.
All are welcome.
--
Um verkefnið:
Frá 1948 hefur alþjóðasamfélagið samþykkt og staðfest ýmsar alþjóðlegar yfirlýsingar er varða menntun og mannréttindi. Sú nýjasta gefin út árið 2015 af Sameinuðu Þjóðunum þar sem lýst er yfir að þjóðir heims skuli leitast við að tryggja öllum sama rétt til góðrar menntunar og að stuðla að möguleikum til menntunar fyrir alla. Þrátt fyrir þessar yfirlýsingar um aðgengi allra að góðri menntun, þá hafa þau markmið ekki náðst sérstaklega ekki í ýmsum lágtekjulöndum.
Sem aðili að Sameinuðu þjóðunum hefur Malaví samþykkt þessar alþjóðlegu skuldbindingar án þess að hafa náð að uppfylla þær líkt og mörg önnur lönd. Í þessari rannsókn er athyglinni beint að álitamálum og leitast við að fá dýpri skilning á áhrifaþáttum sem styðja eða hindra framkvæmd á gæða grunnskólastarfi í dreifbýli í Malaví. Fjórir grunnskólar í dreifbýli Mangochi héraðs tóku þátt í rannsókninni. Gagnasöfnun fór fram með vettvangsathugunum, viðtölum við skólastjórnendur, kennara, grunnskólaráðgjafa, foreldra og sérfræðinga úr menntamálaráðuneytinu og frá hérðasskrifstofunni í Mangochi. Athygli var beint að viðhorfum þátttakenda til menntunar, samskiptum kennara við hagaðila skólasamfélagsins, samskiptum heimilis og skóla, þátttöku foreldra í námi barna sinna, búsetuskilyrðum og starfsaðstöðu kennara.
Niðurstöðurnar eru settar fram sem félagsleg vistfræði og mætti nýta til að styðja og efla opinbera umræðu um menntamál almennt og sérstaklega í Mangochi héraði. Ég kynni í ritgerðinni hagnýtt líkan, eða ramma, til að greina gæðamenntun í lágtekjulöndum, félagsleg vistfræði gæðamenntunar í dreifbýli í lágtekjulöndum, byggt á niðurstöðum mínum, félagsvistfræðikenningu Bronfenbrenners og greiningaramma EdQual. Ég mótaði ennfremur greiningartæki út frá fyrrnefndu líkani sem mætti nýta til að styðja umbætur í menntun: Talandi veggurinn: Hagnýtt tæki til að styðja við breytingastarf.
Um doktorsefnið
Guðlaug Erlendsdóttir lauk BA gráðu í sálar- og afbrotafræði frá Háskólanum í Pretoríu í Suður Afríku árið 2003. Árið 2006 útskrifaðist hún frá Háskóla Íslands með MA í félagsfræði, kennsluréttindi fyrir grunn- og framhaldsskóla árið 2008 og MEd í stjórnun menntastofnana árið 2010. Guðlaug hefur sinnt kennslu á öllum stigum grunnskólans og í framhaldsskóla bæði á Íslandi og í sunnarverðri Afríku þar sem hún bjó um árabil ásamt eiginmanni sínum og börnum. Guðlaug var aðstoðarskólastjóri Grunnskólans í Grindavík frá 2017 þar til hún hóf störf sem skólastjóri í Grunnskólanum í Borgarnesi 2024. Guðlaug er gift Vilhjálmi Wiium og eiga þau þrjú börn.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Háskóli Íslands, Sæmundargata 4, 102 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland