Advertisement
Þriðja bókakvöld Loftskeytastöðvarinnar, menningarmiðstöðvar Háskóla Íslands, og Angústúru verður haldið fimmtudaginn 13. febrúar kl. 20.00, þar sem bókin Á nóttunni er allt blóð svart eftir fransk-senegalska rithöfundinn David Diop verður tekin fyrir. Ásdís Rósa Magnúsdóttir þýðandi bókarinnar og Halla Oddný Magnúsdóttir munu ræða saman um bókina, auk þess sem Renaud Durville menningarfulltrúi franska sendiráðsins á Íslandi mun lesa upp úr bókinni.
Í Á nóttunni er allt blóð svart varpar David Diop (f. 1966) ljósi á fáránleika skotgrafahernaðarins sem einkenndi fyrri heimsstyrjöldina, þar sem um tvö hundruð þúsund fótgönguliðar frá Vestur-Afríku létu lífið fyrir Frakkland. Afrísku hermennirnir gengu undir nafninu Chocolats vegna húðlitarins og var ætlað að verkja skelfingu hjá óvininum sem mannætur og villimenn vopnaðir sveðjum.
Diop hlaut hin alþjóðlegu Booker-verðlaun fyrir þessa mögnuðu skáldsögu árið 2018 og var fyrstur franskra höfunda og fyrsti höfundurinn af afrískum ættum til að vinna þau verðlaun. Auk þeirra hlaut hann Goncourt des Lycéens-verðlaunin og Prix Ahmadou-Kourouma-verðlaunin fyrir bókina og var tilnefndur til fjölmargra franskra bókmenntaverðlauna.
Salurinn er á neðri hæð Loftskeytastöðvarinnar við Suðurgötu, og er gengið inn að aftanverðu.
Frítt er inn. Við hvetjum áhugasöm að mæta og jafnvel taka þátt í umræðunum.
Kaffisopi/te í boði hússins.
Hlökkum til að sjá ykkur!
📖🐛
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Brynjólfsgata 5, 107 Reykjavík, Iceland, Brynjólfsgata 5, 107 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland