Advertisement
Fjórar byggingarlistasmiðjur verða í boði fyrir börn á aldrinum 5-15 ára dagana 5. - 6. apríl í Grósku (Fenjamýri).Smiðjurnar byggja á barnabókinni Byggingarnar okkar sem fjallar um íslenska byggingarlistasögu, frá torfhúsum til steinsteyptra húsa, á einfaldan og aðgengilegan hátt. Í smiðjunum verður unnið út frá ákveðnu tímabili í byggingarsögunni, fyrst fá börnin stutta kynninu á viðfangsefninu og síðan útfæra þau það á sinn hátt. Markmið smiðjanna er að vekja áhuga barna á íslenskri byggingarlist og sögu hennar.
Viðburðurinn er unnin í samstarfi við Arkitektafélag Íslands.
Áhugasamir skrá sig með því að senda tölvupóst á [email protected]. Athugið að takmörkuð pláss eru í boði.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, Aðalstræti 4, 101 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland