Boltar og bandvefslosun og Yoga Nidra - salurinn í leikskólanum í Búðardal

Fri, 03 Oct, 2025 at 05:00 pm UTC+00:00

Miðbraut 10, 370 Dalabyggð, Ísland | Reykjavík

Ungmennasamband Dalamanna Og Nor\u00f0ur-Brei\u00f0fir\u00f0inga
Publisher/HostUngmennasamband Dalamanna Og Norður-Breiðfirðinga
Boltar og bandvefslosun og Yoga Nidra  - salurinn \u00ed leiksk\u00f3lanum \u00ed B\u00fa\u00f0ardal
Advertisement
Kennari: Hrafnhildur Sævarsdóttir íþrótta- og yogakennari
Bolta- og bandvefslosun er létt sjálfsnudd með sérstökum boltum þar sem annars vegar er verið að mýkja þau svæði líkamans sem eiga það til að safna spennu og hins vegar að virkja sefkerfið eða slakandi hluta taugakerfisins.
Yoga Nidra er liggjandi leidd hugleiðsla og slökun. Yoga Nidra losar uppsafnaða spennu úr líkamanum og er áreynslulaus aðferð til að róa hugann og komast inn í rýmið á milli svefns og vöku. Yoga Nidra er röð af líkams, öndunar og ásetnings æfingum s.s. hugleiðslutækni sem fer með þig í gegnum sömu heilabylgjur og þú ferð í gegnum í svefni nema með meiri krafti og á styttri tíma. Rannsóknir sýna að 45 mín af Yoga Nidra jafnast á við allt að 3ja tíma djúpan svefn. Það eina sem þú þarft að gera er að halda þér vakandi.
Aðeins meira um bandvefslosun: Með boltum við erum að losa um bandvefinn, sem er stoðvefur og hefur þann tilgang að tengja saman mismunandi vefi og vera milliliður í flutningi næringarefna og taugaboða. Bandvefurinn tengir líkamann saman. Hann umkringir vöðva, frumur, sinar, líffæri og bein. Ef rennsli milli bandvefslaga minnkar verður vefurinn þurr, sem getur haft áhrif á hreyfigetu. Bakverkir, höfuðverkir og stirðleiki eru algengar afleiðingar af of stífum bandvef. Við notum djúpa öndun til að hjálpa okkur að slaka betur á, hreyfum okkur í takt við andardráttinn og æfum okkur í að hlusta á líkamann.
Það sem gert verður í þessum 90 mín tíma er að mýkja svæði líkamans og losa um uppsafnaða spennu, næra djúpvefi, bein og liðamót. Markmiðið verður að kenna þátttakendum að nudda þau svæði líkamans sem eru hvað stífust með þar til gerðum boltum. Þetta eru æfingar sem hægt er að gera heima. Í lokin er leidd 30 mín Yoga Nidra.
Ef til er á heimilinu þunn dýna (yoga eða ræktardýna), teppi og koddi til að nota í slökuninni er gott að grípa það með. Jafnvel hlýja sokka því líkaminn kólnar þegar við slökum á.
Advertisement

Event Venue & Nearby Stays

Miðbraut 10, 370 Dalabyggð, Ísland, Miðbraut 6B, 370 Dalabyggð, Ísland, Reykjavík, Iceland

Sharing is Caring:

More Events in Reykjavík

Er gervigreindin alv\u00f6ru t\u00e6kif\u00e6ri fyrir \u00cdsland?
Fri, 03 Oct at 09:00 am Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland?

Gróska hugmyndahús

Bleik huglei\u00f0sla me\u00f0 Thelmu Bj\u00f6rk alla f\u00f6studaga \u00ed okt\u00f3ber!
Fri, 03 Oct at 10:00 am Bleik hugleiðsla með Thelmu Björk alla föstudaga í október!

Óðinsgata 1, 101 Reykjavík, Iceland

Samleif\u00f0: M\u00e1l\u00feing um vesturfara \u00ed tilefni 150 \u00e1ra afm\u00e6lis N\u00fdja-\u00cdslands
Fri, 03 Oct at 10:00 am Samleifð: Málþing um vesturfara í tilefni 150 ára afmælis Nýja-Íslands

Arngrímsgata 5, 107 Reykjavík, Iceland

Drum Circle & Sacred Chants
Fri, 03 Oct at 11:00 am Drum Circle & Sacred Chants

Bankastræti 2, 101

Free Supermarket
Fri, 03 Oct at 05:30 pm Free Supermarket

Bergþórugata 20, 101 Reykjavík, Iceland

* * * TRADITIONAL WIXARIKA CEREMONIES - ICELAND * * *
Fri, 03 Oct at 06:00 pm * * * TRADITIONAL WIXARIKA CEREMONIES - ICELAND * * *

Reykjavik, Iceland

Hausts\u00fdning HRF\u00cd 3.-5. okt\u00f3ber
Fri, 03 Oct at 06:00 pm Haustsýning HRFÍ 3.-5. október

Fákur hestamannafélag

NATURE IN FOCUS - OPENING INVITATION
Fri, 03 Oct at 06:00 pm NATURE IN FOCUS - OPENING INVITATION

Port 9

k\u00f3telettu barsvar
Fri, 03 Oct at 06:30 pm kótelettu barsvar

Brákarbraut 3, Borgarnes, Iceland

\u00datg\u00e1futeiti Heilakvels (fullor\u00f0ins)
Fri, 03 Oct at 07:00 pm Útgáfuteiti Heilakvels (fullorðins)

Ölhúsið Grafarvogi

Reykjavík is Happening!

Never miss your favorite happenings again!

Explore Reykjavík Events