Advertisement
Verið velkomin á opnun fyrstu einkasýningar Bernard Khoury á Íslandi,Eitraðar grundir
Sýningarstjóri: Yara Zein
Salur 1
7. febrúar – 23. ágúst 2026
Í meira en tvo áratugi hefur Bernard Khoury staðið á jaðri listarinnar, hafnað hefðum hennar, afhjúpað hræsni hennar og endurbyggt tungumál hennar frá grunni. Hans er ein öflugasta og áhrifamesta rödd sem komið hefur frá Beirút eftir stríð. Verk hans snúast ekki um byggingar. Þau fjalla um það sem byggingar sýna þegar þær eru sviptar táknmálinu og neyddar til að tala.
Þetta er fyrsta sýning hans á Íslandi, og hún er ögrandi. Sýningin teygir sig um sal 1 í Listasafni Árnesinga og birtist hún í frásögnum í rýminu. Hún býður ekki upp á hlutleysi heldur dregur áhorfandann inn og gerir hann samsekan.
Khoury segir sögur sem aðrir þora ekki að snerta. Sögur fólgnar í landslagi sem einkennist af átökum, útlegð, eftirliti og freistingum. Listræn sýn hans mótar svæði sem streitast gegn friði, sem bjóða ekki upp á hreinar lausnir eða auðveldan skilning.
BO18 er enn eitt af hans þekktustu og umdeildustu verkum. Næturklúbbur grafinn niður í fyrrum sóttkvíarsvæði Beirút. Heimkynni plágu, átaka og pólitískra hvarfa. Khoury kaus að hylma ekki yfir þá arfleifð. Hann byggði inn í hana. BO18 vakti ekki hneyksli vegna forms síns, heldur vegna þess að verkið afhjúpaði það sem aðrir höfðu lagt sig fram við að gleyma.
Þessi hugsun liggur að baki verkunum á sýningunni. Vélar minnisins. Tæki til truflunar. Þetta eru ekki minnismerki. Þau eru virk. Þau hreyfast. Þau tala. Þau krefjast.
Listsköpun Khourys hafnar fortíðarþrá. Hún er jafnt heillandi og grimm. Innsetningar hans virkja rýmið eins og pólitísk aðgerð. Þetta eru ekki kurteislegar ábendingar heldur hvassar, ígrundaðar innrásir.
Sýningin er mikilvæg. Sjaldgæft er að rödd eins og Khoury fái að rata inn í samhengi sem er jafn ólíkt hans eigin, bæði í landslagi og sögu. En hér, á íslenskri jörð, sem er jarðfræðilega ofsafengin en pólitískt stöðug, verður áreksturinn enn spennuþrungnari.
Hvaða þýðingu hefur það að flytja verk sem spretta af óstöðugleika inn í landslag mótað af náttúruöflum? Hvað gerist þegar hávaðinn frá þjökuðum strætum Beirút fær að bergmála í þögn íslenska sveitasamfélagsins?
Þetta er ekki sýning á arkitektúr. Þetta er ekki fagurfræðilegt framlag. Þetta er innrás.
Bernard Khoury fæddist í Beirút árið 1968. Hann nam arkitektúr við Rhode Island School of Design (BFA 1990 / B.Arch 1991) og Harvard-háskóla (M.Arch 1993). Hann hlaut viðurkenningu frá borginni Róm, heiðursviðurkenningu Borromini-verðlaunanna sem veitt eru arkitektum yngri en fertugum (2001), Architecture + verðlaunin (2004), CNBC-verðlaunin (2008) og var tilnefndur til ýmissa verðlauna, þar á meðal Aga Khan-verðlaunanna (2002 / 2004 / 2021), Chernikov-verðlaunanna (2010) og Mies van der Rohe-verðlaunanna (2021). Hann var meðstofnandi Arab Center for Architecture (2008), gestaprófessor við ýmsa háskóla, þar á meðal Ecole Polytechnique Fédérale de Lausanne og L’Ecole Spéciale d’Architecture í París. Hann hefur haldið fyrirlestra og sýnt verk sín í yfir 150 stofnunum, þar á meðal á einkasýningum í Aedes-galleríinu í Berlín (2003), Spazio per l’architettura í Mílanó (2016) og fjölmörgum samsýningum, m.a. YOU prison í Fondazione Sandretto í Tórínó (2008), opnunarsýningu MAXXI-safnsins í Róm (2010), Frac Architecture Biennale í Orléans (2018), Oris House of Architecture í Zagreb (2020) og Architecture Biennale í Seúl (2021). Hann var arkitekt og aðstoðarsýningarstjóri þjóðarskála Barein á Arkitektúrtvíæringnum í Feneyjum (2014). Í gegnum árin hefur hann byggt upp alþjóðlegan orðstír og fjölbreyttan verkalista í yfir fimmtán löndum. Khoury var tilnefndur af franska menningarmálaráðuneytinu sem Chevalier des Arts et des Lettres (2020).
-----
Toxic Grounds
Bernard Khoury
Curated by Yara Zein
Gallery 1
February 7 – August 23, 2026
For over two decades, Bernard Khoury has stood at the edge of the discipline, refusing its conventions, exposing its hypocrisies, and rebuilding its language from the ground up. He is one of the most provocative and influential voices to emerge from the post-war Beirut. His work is not about buildings. It is about what buildings reveal when they are stripped of symbolism and forced to speak.
This is his first exhibition in Iceland, and it is a confrontation. Installed across Gallery 1 at Listasafn Árnesinga, the exhibition unfolds through spatial storytelling. It offers no neutral ground. It draws you in and implicates you.
Khoury tells stories others are afraid to touch. Stories embedded in terrain marked by conflict, exile, surveillance, seduction. His artistic vision gives shape to territories that resist pacification, that do not lend themselves to clean resolutions or easy readings.
BO18 remains one of his most iconic and controversial statements. A nightclub dug into the former quarantine zone of Beirut. A site marked by epidemic, war, and political disappearance. Khoury chose not to conceal that legacy. He built into it. BO18 did not shock because of its form. It shocked because it exposed what others had worked hard to forget.
This is the logic that underpins the works in this exhibition. Machines of memory. Instruments of disturbance. These are not commemorative. They are operational. They move. They speak. They insist.
Khoury’s practice refuses nostalgia. It is seductive and brutal in equal measure. His installations activate space like a political act. They are not polite gestures. They are sharp, deliberate intrusions.
This exhibition marks a cultural event of real weight. It is rare for a voice like Khoury’s to enter a context so physically and historically different from his own. But here, on Icelandic ground, geologically violent and politically stable, the encounter becomes even more charged.
What does it mean to import work born of instability into a landscape shaped by natural force? What happens when the noise of Beirut’s haunted ground is allowed to echo in the silence of the Icelandic countryside?
This is not an architectural exhibition. It is not an aesthetic offering. It is an intrusion.
Born in Beirut (1968). He studied architecture at the Rhode Island school of Design (BFA 1990 / B.Arch 1991) and Harvard University (M.Arch 1993). He was awarded by the municipality of Rome, the Borromini Prize honorable mention given to architects under 40 years of age (2001), the Architecture + Award (2004), the CNBC Award (2008) and nominated for several awards including the Aga Khan award (2002 / 2004/ 2021), the Chernikov prize (2010) and the Mies van der Rohe Award (2021). He co-founded
the Arab Center for Architecture (2008), was a visiting professor in several universities including the Ecole Polytechnique Fédérale de Lausanne and L’Ecole Spéciale d’Architecture in Paris. He has lectured and exhibited his work in over 150 institutions, including solo shows at the Aedes gallery in Berlin (2003), the Spazio per l’architecttura Milano (2016) and numerous group shows including YOU prison at the Fondazione Sandretto in Torino (2008), the opening show of the MAXXI museum in Roma (2010), the Frac Architecture Biennale in Orleans (2018), the Oris House of Architecture in Zagreb (2020) and the Architecture Biennale of Seoul (2021). He was the architect and co-curator of the Kingdom of Bahrain’s national pavilion at the Venice Architecture Biennale (2014). Over the years he has developed an international reputation and a diverse portfolio of projects in over fifteen countries. Khoury was nominated by the French Ministry of Culture Chevalier des Arts et des Lettres (2020)
-------
الأراضي السامة
برنار خوري
تنظيم ومعالجة فنية: يارا زين
القاعة 1
7 فبراير – 23 أغسطس 2026
على مدى أكثر من عقدين، وقف برنار خوري على حافة التخصص، رافضًا أعرافه، كاشفًا تناقضاته، ومعيدًا بناء لغته من الأساس. يُعدّ أحد أكثر الأصوات استفزازًا وتأثيرًا التي برزت من بيروت ما بعد الحرب. عمله ليس عن المباني بقدر ما هو عمّا تكشفه المباني حين تُجرَّد من رمزيتها وتُجبر على الكلام.
هذا هو معرضه الأول في آيسلندا، وهو مواجهة مباشرة. يمتد عبر القاعة 1 في متحف ليستاسافن آرنيسينغا، ويتكشف من خلال سردٍ مكاني. لا يقدّم أرضًا محايدة. بل يجذبك ويورّطك.
يروي خوري قصصًا يخشى الآخرون الاقتراب منها. قصص مغروسة في تضاريس موسومة بالصراع، والمنفى، والمراقبة، والإغواء. تمنح رؤيته الفنية شكلًا لأراضٍ تقاوم الترويض، ولا تقبل حلولًا نظيفة أو قراءات سهلة.
يبقى مشروع BO18 أحد أكثر أعماله أيقونيةً وإثارةً للجدل: نادٍ ليلي محفور في منطقة الحجر الصحي السابقة في بيروت، موقعٌ موسوم بالوباء والحرب والاختفاء السياسي. لم يختر خوري إخفاء هذا الإرث، بل بنى داخله. لم يُحدث BO18 صدمةً بسبب شكله، بل لأنه كشف ما عمل الآخرون جاهدين على نسيانه.
هذا هو المنطق الذي يقوم عليه هذا المعرض. آلات للذاكرة. أدوات للإزعاج. ليست تذكارية، بل تشغيلية. تتحرك. تتكلم. تُصرّ.
ترفض ممارسة خوري الحنين. فهي فاتنة وقاسية بالقدر نفسه. تُفعِّل تركيباته الفضاء كفعلٍ سياسي. ليست إيماءات مهذبة، بل اقتحامات حادة ومدروسة.
يشكّل هذا المعرض حدثًا ثقافيًا ذا ثقل حقيقي. فمن النادر أن يدخل صوت مثل صوت خوري سياقًا مختلفًا عنه جسديًا وتاريخيًا إلى هذا الحد. لكن هنا، على أرض آيسلندية عنيفة جيولوجيًا ومستقرة سياسيًا، يصبح اللقاء أكثر شحنة.
ماذا يعني استيراد عمل وُلد من عدم الاستقرار إلى مشهدٍ شكّلته قوى الطبيعة؟ ماذا يحدث حين يُسمح لضجيج أرض بيروت المسكونة بأن يتردد صداه في صمت الريف الآيسلندي؟
هذا ليس معرضًا معماريًا. وليس عرضًا جماليًا. إنه اقتحام.
وُلد في بيروت (1968). درس العمارة في مدرسة رود آيلاند للتصميم (بكالوريوس فنون جميلة 1990 / بكالوريوس عمارة 1991) وفي جامعة هارفارد (ماجستير عمارة 1993). حاز على تكريم بلدية روما، وذِكرٍ مشرف لجائزة بوروميني الممنوحة للمعماريين دون سن الأربعين (2001)، وجائزة Architecture + (2004)، وجائزة CNBC (2008). كما رُشِّح لعدة جوائز، منها جائزة الآغا خان (2002 / 2004 / 2021)، وجائزة تشيرنيكوف (2010)، وجائزة ميس فان دير روهه (2021). شارك في تأسيس المركز العربي للعمارة (2008)، وكان أستاذًا زائرًا في عدد من الجامعات، منها المدرسة الفدرالية العليا المتعددة التقانات في لوزان (EPFL) ومدرسة العمارة الخاصة في باريس (ESA). ألقى محاضرات وعرض أعماله في أكثر من 150 مؤسسة، بما في ذلك معارض فردية في غاليري آيدِس في برلين (2003)، وفضاء العمارة في ميلانو (2016)، إضافةً إلى معارض جماعية عديدة، منها YOU prison في مؤسسة ساندرِتو في تورينو (2008)، ومعرض الافتتاح لمتحف MAXXI في روما (2010)، وبينالي عمارة FRAC في أورليان (2018)، وبيت أوريس للعمارة في زغرب (2020)، وبينالي العمارة في سيول (2021). كان المعماري والمشارك في تنظيم الجناح الوطني لمملكة البحرين في بينالي العمارة في البندقية (2014). وعلى مرّ السنين، طوّر سمعة دولية ومحفظة مشاريع متنوعة في أكثر من خمسة عشر بلدًا. ورُشِّح من قبل وزارة الثقافة الفرنسية لنيل وسام فارس الفنون والآداب (2020).
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Austurmörk 21, 810 Hveragerði, Iceland, Austurmörk 21, 810 Hveragerðisbær, Ísland, Selfoss, Iceland
Concerts, fests, parties, meetups - all the happenings, one place.







