Advertisement
Þann 20. nóvember næstkomandi kl. 16 verður aðalfundur Hins íslenzka fornleifafélags haldinn í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Fram fara hefðbundin aðalfundarstörf auk þess sem erindi verður flutt. Allir velkomnir.Dagskrá:
1. Hefðbundin aðalfundarstörf
2. Stjórnarkjör
3. Önnur mál
4. Erindi
Lísabet Guðmundsdóttir fornleifafræðingur, flytur erindi.
Sambúð við sjóinn. Daglegt líf í verstöðvum á víkingaöld og miðöldum.
Sjávar- og strandauðlindir hafa ávallt skipt sköpum fyrir norræn samfélög við Norður-Atlantshaf. Að afla auðlinda og svo verkun og dreifing afurðanna krafðist samvinnu fólks og skipulags. Víða við strandlengjuna þar sem stutt var í gjöful fiskimið, selalátur, fugla, rekavið og söl varð til árstíðabundin búseta eða verstöðvar. Þar bjó fólk saman í búðum af ýmsu tagi og vann hörðum höndum við að afla afurða, verka og koma þeim í verð. Elstu verbúðir á Íslandi er hægt að rekja aftur til landnámsaldar. Í Noregi fjölgar verstöðvum á 9. öld og leiða má líkur að því að verstöðvar á Íslandi séu hluti af þeirri útþenslu. Í þessu spjalli mun Lísabet fjalla um þær auðlindir sem nýttar voru og gera tilraun til þess að varpa ljósi á daglegt líf fólks í verbúðum við landnám og fram á miðaldir.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Þjóðminjasafn Íslands/ National Museum of Iceland, Suðurgata 41, 102 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland
Concerts, fests, parties, meetups - all the happenings, one place.










