Advertisement
Hvað: Vinnustofa og samtal um list og réttindabaráttuHvar: Norræna húsið, Sæmundargata 11, 102 Reykjavík
Hvenær: 1. mars milli klukkan 1 og 3 eftir hádegi (13-14:45).
Listvinnzlan í samstarfi við Uppskeru, Norræna húsið, Átak og List án landamæra býður Artivistum á Íslandi til samveru í Norræna húsinu.
Við munum eiga samtal um listsköpun og baráttumál og vinnum að verkum okkar.
Fólk getur komið með sinn eigin efnivið sem það er vant að nota en á staðnum verður líka efniviður til þess að skapa með, meðal annars litir, blöð, garn og fleira.
Samhliða viðburðinum verður safnað saman lista yfir fólk sem notar list, handverk og sköpun í réttindabaráttu.
Tungumál
Íslenska, enska og íslenskt táknmál
Aðgengi
Norræna húsið hefur ágætt aðgengi í flest rými hússins. Að húsinu liggur hjólastólarampur og inni í húsinu er lyfta sem fer niður í sýningarrýmið Hvelfingu. Stigi niður í barnabókasafnið frá bókasafninu sjálfu en fyrir hjólastóla er aðgengilegt inná barnabókasafnið frá Hvelfingu. Elissa (salur) hefur gott aðgengi.
Aðgengileg salerni eru á aðalhæð hússins og eru öll salerni kynhlutlaus.
Skynvænt rými er í boði á meðan að á viðburðinum stendur. Það er staðsett nálægt viðburðarýminu og verður merkt sérstaklega
Strætó
Strætó: 15 (stoppistöð: íslensk erfðagreining) EÐA 1, 3 og 6 (stoppistöð: Háskóli Íslands)
Viðburðurinn er haldinn í tengslum við menningarhátíðina Uppskeru sem fram fer í Reykjavík dagana 8. febrúar til 8. mars 2025. https://hi.is/uppskera
Uppskera - Menningarhátíð fatlaðra 2025
Tilefni hátíðarinnar er 20 ára afmæli fötlunarfræða við Háskóla Íslands. Hátíðinni er ætlað að vekja athygli á framlagi fræðafólks, samtaka fatlaðs fólks og fatlaðs listafólks til íslenskrar menningar.
Lykilviðburðir hátíðarinnar verða tveir, málþing í Háskóla Íslands 21. febrúar og menningarhátíð í Hörpu 22. febrúar. Auk þess verða viðburðir víðs vegar um borgina þar sem gestum gefst tækifæri á að njóta listsköpunar fatlaðs fólks. Í boði verður myndlistasýning, kvikmyndasýning, bókmenntakvöld, gjörningakvöld, ljóðakvöld, smiðjur auk viðburða á söfnum borgarinnar.
Dagskráin verður aðgengileg á auðlesnu máli og allir viðburðir táknmálstúlkaðir. Í Hörpu verður rittúlkun á ensku og sjónlýsing á íslensku og ensku. Hátíðin er öllum opin að kostnaðarlausu.
Verið öll velkomin á Uppskeru!
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Norræna húsið The Nordic House, Bókmenntahátíð í Reykjavík / the Reykjavik International Literary Festival, 102 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland