Advertisement
Úlfatími verður miðvikudaginn 7. maí á milli kl. 16:15 til kl. 17:00í Ytri-Njarðvíkurkirkju (Brekkustíg 13)
Úlfatíminn er fyrir krakka á öllum aldri og fjölskyldur þeirra - aðal markhópurinn eru elstu börn leikskólans og af yngsta stigi grunnskólans. Halla, Kristín og Oddný sem hafa verið með barnastarf kirkjunnar munu halda utan um stundina.
Það er stundum talað um úlfatímann seinni partinn.. þessi tími þar sem fjölskyldurnar mætast eftir vinnu, skóla og leikskóla. Þetta er tíminn sem fólk (á öllum aldri) er oft dálítið tætt eftir daginn, en þetta er líka tíminn það sem þarf að sinna ýmsum praktískum málum. Kaupa í matinn, elda, sinna heimanámi og fleiru. Það eru margar ólíkar þarfir sem þarf að mæta.. og þetta eru ekki alltaf auðveldustu stundir fjölskyldunnar. Þó þetta séu oft einu stundirnar sem fjölskyldan á saman yfir daginn.
Þá er gott að koma í Úlfatíma í kirkjunni. Þar er allt á lágstemmdum nótum, við fáum okkur eitthvað í gogginn.. ávexti. Við hlustum á ljúfa tónlist leikna á flygilinn á meðan við komum okkur fyrir. En við erum líka með smá hamagang. Það er sögustund og hugvekja sem talar sérstaklega til barnanna. Teygjuæfingum og slökun. Förum með bænirnar og syngjum skemmtilega söngva. Stundin er fyrir börn og barnalegar sálir á öllum aldri. Það er víst að við höfum öll gott af því að taka okkur stund seinnipartinn til þess að koma saman í kirkjunni.
Úlfatími verður aftur 14. maí og 28. maí.
(Hugmyndin er fengin frá Borgarnesskirkju og lýsingin á hvað úlfatími er.)
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Brekkustígur 13, 260 Njarðvík, Iceland, Brekkustígur 13, 260 Reykjanesbær, Ísland,Reykjanesbær, Keflavik, Iceland