Advertisement
Viltu læra að kenna stólajóga? Helgarnámskeið með Willem Wittstamm
Þetta námskeið er ætlað jógakennurum sem vilja kynnast hvernig kenna megi jógaiðkun á stól. Námskeiðið er einnig áhugavert fyrir iðkendur sem vegna hækkandi aldurs eða eymsla geta ekki lengur stundað jóga eins og það er kennt hefðbundið.
Farið verður í æfingar þar sem við styrkjum grindarbotn og hryggsúlu, aukum kraft lungna og æfum jafnvægi og samhæfingu sem gefur góðan grunn til að fara inn í efri árin með reisn. Við förum æfum öndun og einbeitingu sem eru góð hjálpartæki til að takast á við áskoranir og vangaveltur sem fylgja seinni helmingi lífsins.
Við munum einnig kynnast æfingum og hugleiðslum sem sannað hefur verið að eru hjálp gegn langt gengnum heilasjúkdómum eins og Alzheimer’s. Einnig lærum við að skilja öldrunarferlið sem ávinning og vöxt til þroska.
Á þessu námskeiði vinnum við með eftirfarandi markmið:
að styrkja og rétta hryggsúlu
að styrkja grindarbotninn
að þjálfa djúpa öndun
að æfa jafnvægi og samhæfingu líkamans
Eftirfarandi efni verður til umfjöllunar:
• Hvaða breytingar og kröfur hefur öldrun í för með sér?
• Hvernig get ég hægt á eða jafnvel snúið við öldrunarferlinu með jógaiðkun?
• Hvaða upphitunaræfingum er almennt mælt með fyrir eldri iðkendur?
• Hvaða jógaæfingar/æfingaraðir eru almennt ráðlagðar?
• Hvaða öndunaræfingar í jóga eru sérstaklega gagnlegar fyrir eldra fólk?
• Hvaða hugleiðslur hjálpa til við það markmið að líta á öldrun sem jákvætt ferli?
• Hvernig leiði ég hóp eldri iðkenda í jóga?
• Hvernig get ég dregið úr krefjandi jógaæfingum svo hæfi aldri og getu?
• Hvernig tek ég með í reikninginn algeng einkenni slits í líkama eldra fólks?
• Við hverju get ég búist þegar eldri borgarar vilja stunda jóga í fyrsta skipti á ævinni?
• Hvernig get ég tekið á einstökum þörfum og takmörkunum í hópnum?
• Hvaða möguleika gefa hjálpartæki fyrir eldri iðkendur í jóga?
• Hvaða æfingar er hægt að gera á öruggan hátt heima?
• Hvaða hugleiðslur eru gagnlegar til að koma í veg fyrir Alzheimer o.fl.?
Umfjöllun um alvarleg veikindi, umönnun við lífslok o.fl. fellur ekki undir efni þessa námskeiðs.
Eftir þátttöku í námskeiðinu færðu staðfestingu og útprentaðar jógaæfingar á PDF-skjölum.
Willem Wittstamm er 68 ára gamall, faðir, jógakennari og höfundur nokkurra bóka um jóga sem hafa komið út á þýsku, Hallo Alter og Yoga für Späteinsteiger (yfir 100.000 eintök seld). Hann kennir eldri iðkendum jóga í hverri viku.
Dagar: 17.-20. október
Tími: 10-17
Dagskrá alla daga
10:00 – 12:30 Fræði og verklegar æfingar, hluti 1
12:30 – 13:30 Hádegispása
13:30 – 15:00 Fræði og verklegar æfingar, hluti 2
15:00 – 15:30 Tehlé
15:30 – 17:00 Fræði og verklegar æfingar, hluti 3
Síðasta daginn lýkur námskeiðinu fyrr, um klukkan 14:00.
Verð fyrir námskeiðið er 68.000 kr.
Skráning fer fram með að senda póst. Staðfesta þarf þátttöku með greiðslu 10.000 kr. staðfestingargjalds inn á reikning 322-26-003736 / Kt. 6103131240.
Lokagreiðsla verður svo í byrjun ágúst.
Miðað er við 20 þátttakendur sem hámarksfjölda.
Nánari upplýsingar veitir Guðrún Ingibjörg Hálfdanardóttir - [email protected] og í síma 8948779.
Staður: Reyr studio, Fiskislóð 31B, 101 Reykjavík
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
REYR Studio, Fiskislóð 31, 101 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland