Yo-Yo Ma og Kathryn Stott – Dúó-tónleikar

Sat Oct 26 2024 at 08:00 am UTC+00:00

Eldborg, Harpa, Austurbakka 2 | Reykjavík

Sinf\u00f3n\u00eduhlj\u00f3msveit \u00cdslands
Publisher/HostSinfóníuhljómsveit Íslands
Yo-Yo Ma og Kathryn Stott \u2013 D\u00fa\u00f3-t\u00f3nleikar
Advertisement
Yo-Yo Ma er einn þekktasti sellóleikari samtímans. Hann hefur á löngum og glæsilegum ferli hrifið áheyrendur um allan heim með heillandi túlkun sinni, óaðfinnanlegri tækni og miklum persónutöfrum, auk hinnar brennandi ástríðu sem hann hefur fyrir tónlistinni og mætti hennar til að koma góðu til leiðar í heiminum. Eftir tónleika Ma með Sinfóníuhljómsveit Íslands gefst áheyrendum hér einstakt tækifæri til að kynnast hinni hliðinni á þessum einstaka tónlistarmanni þar sem hann leikur litríka og hrífandi efnisskrá fyrir selló og píanó með samstarfskonu sinni til margra ára, Kathryn Stott. Stott er þekkt um allan heim sem einn hugmyndaríkasti og fjölhæfasti píanóleikari Breta, og hefur Washington Post haft á orði að hún sé „jafnoki Yo-Yo Ma og leiki á píanóið með eftirtektarverðum sérkennum.” Yo-Yo Ma og Kathryn Stott hafa átt farsælt samstarf um árabil, leikið saman á fjölda tónleika og sent frá sér verðlaunaðar hljóðritanir.
Þessir tónleikar eru hluti af yfirstandandi tónleikaferðalagi þeirra þar sem þau leika í mörgum af helstu tónleikasölum heims, til dæmis í Barbican Centre, Konserthuset í Stokkhólmi, Fílharmóníunni í Berlín, Herkulessal í München og Fílharmóníunni í París. Þau hafa einnig haldið tónleika í þekktustu tónleikahúsum heims eins og Walt Disney Hall í Los Angeles og Carnegie Hall í New York.
Verkin á efnisskrá þessa óviðjafnanlega dúós spanna allt frá nítjándu öldinni til þeirrar tuttugustu og fyrstu. Þar er meðal annars að finna hina tilfinningaþrungnu sellósónötu Dmitríj Shostakovitsj og hina hrífandi fögru fiðlusónötu Césars Franck leikna á selló. Þá hljóma nokkur yndisfögur og íhugul smáverk í útsetningum fyrir selló og píanó.
*Tónleikarnir eru u.þ.b. tvær klst. með tuttugu mínútna hléi.
EFNISSKRÁ
Gabriel Fauré Berceuse
Antonín Dvořák Songs My Mother Taught Me
Sérgio Assad Menino
Nadia Boulanger Cantique
Gabriel Fauré Papillon
Dmitríj Shostakovitsj Sónata fyrir selló og píanó í d-moll
Arvo Pärt Spiegel im Spiegel
César Franck Sónata í A-dúr fyrir fiðlu og píanó
FLYTJENDUR
Yo-Yo Ma selló
Kathryn Stott píanó
//
Yo-Yo Ma is one of the most renowned cellists of our time. Throughout his long and illustrious career, he has captivated audiences worldwide with his enchanting interpretations, impeccable technique, and great personal charisma, as well as his passionate commitment to music and its power to bring about good in the world. After Ma's concert with the Iceland Symphony Orchestra, audiences here have a unique opportunity to experience another side of this exceptional musician as he performs a colorful and captivating program for cello and piano with longtime collaborator Kathryn Stott. Internationally recognized as one of Britain's most versatile and imaginative pianists, the Washington Post wrote Stott is “every bit Ma's equal, playing with striking individuality.” Yo-Yo Ma and Kathryn Stott have collaborated successfully for many years, performing together in numerous concerts and recording award-winning albums. Their duo concert is a part of their ongoing European tour, which includes performances at the Barbican Centre, Konzerthuset Stockholm, Philharmonie Berlin, Herkulessal Munich, and Philharmonie de Paris. Past performances have taken them to the world's leading concert halls, such as Walt Disney Hall in Los Angeles and Carnegie Hall in New York.
The program for this unparalleled duo spans works from the nineteenth century to the twenty-first. It includes Dmitri Shostakovich's emotionally charged Cello Sonata and César Franck's Violin Sonata, one of the most popular violin sonatas of all time, which is equally charming in the version for cello and piano by the French cellist Jules Delsarte. Additionally, several beautiful and contemplative short pieces arranged for cello and piano will be performed.
PROGRAM
Gabriel Fauré Berceuse
Antonín Dvořák Songs My Mother Taught Me
Sergio Assad Menino
Nadia Boulanger Cantique
Gabriel Faure Papillon
Dmitry Shostakovich Sonata for Cello and Piano in D Minor
Arvo Part Spiegel im Spiegel
Cesar Franck Sonata in A Major for Violin and Piano
CELLO
Yo-Yo Ma
PIANO
Kathryn Stott
Advertisement

Event Venue & Nearby Stays

Eldborg, Harpa, Austurbakka 2, Austurbakki 2, 101 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland

Sharing is Caring:

More Events in Reykjavík

LILL\u00d3 \u201824
Fri Oct 25 2024 at 05:00 pm LILLÓ ‘24

Suðurgata 57, Akranes, Iceland

Django Unchained - F\u00f6studagspart\u00eds\u00fdning!
Fri Oct 25 2024 at 08:00 pm Django Unchained - Föstudagspartísýning!

Hverfisgata 54, 101 Reykjavík, Iceland

Reykjavik Tang\u00f3mara\u00feon
Fri Oct 25 2024 at 08:00 pm Reykjavik Tangómaraþon

Kvennaheimilið Hallveigarstaðir

Therapeutic Yoga Teacher training with Ingibj\u00f6rg and Klara
Fri Oct 25 2024 at 08:00 pm Therapeutic Yoga Teacher training with Ingibjörg and Klara

Skeifan 7,2nd and 3rd floor, 108 Reykjavík, Iceland

Hjaltal\u00edn \u00ed Gamla b\u00ed\u00f3i
Fri Oct 25 2024 at 08:00 pm Hjaltalín í Gamla bíói

Gamla Bíó

N\u00e1mskei\u00f0 Fr\u00e6\u00f0slunefndar FS: Blood Flow Restriction Training
Sat Oct 26 2024 at 09:00 am Námskeið Fræðslunefndar FS: Blood Flow Restriction Training

Stígandi sjúkraþjálfun

Haustfr\u00ed | Hrekkjav\u00f6kuf\u00f6ndur
Sat Oct 26 2024 at 11:00 am Haustfrí | Hrekkjavökuföndur

Borgarbókasafnið Spönginni

Haustfr\u00ed | B\u00faningager\u00f0
Sat Oct 26 2024 at 11:00 am Haustfrí | Búningagerð

Borgarbókasafnið Gerðubergi

Samskrifa | Opi\u00f0 r\u00fdmi skapandi skrifa \/ Open space for creative writing
Sat Oct 26 2024 at 12:00 pm Samskrifa | Opið rými skapandi skrifa / Open space for creative writing

Borgarbókasafnið Grófinni

PODSTAWY JOGI Kurs weekendowy
Sat Oct 26 2024 at 01:00 pm PODSTAWY JOGI Kurs weekendowy

Ármúli 42, 108 Reykjavíkurborg, Ísland

Kyrja - T\u00f3nleikar
Sat Oct 26 2024 at 08:00 pm Kyrja - Tónleikar

Fríkirkjan við Tjörnina

Reykjavík is Happening!

Never miss your favorite happenings again!

Explore Reykjavík Events