Advertisement
Bandaríski sellóleikarinn Yo-Yo Ma er einn þekktasti núlifandi hljóðfæraleikari heims og koma hans því sannkallaður stórviðburður í íslensku tónlistarlífi. Hann hefur gefið út yfir 120 hljóðritanir og hlotið Grammy-verðlaunin 19 sinnum, auk fjölda annarra verðlauna. Áhrif hans ná langt út fyrir tónlistarheiminn en hann hefur um áratugaskeið nýtt tónlistina í baráttu fyrir friði og samvinnu og hefur til að mynda verið einn af friðarsendiboðum Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2006.Á þessum tónleikum leikur Yo-Yo Ma hinn áhrifamikla sellókonsert Elgars með Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Evu Ollikainen, aðalhljómsveitarstjóra sveitarinnar. Verkið var samið skömmu eftir lok heimsstyrjaldarinnar fyrri og felur í sér sáran söknuð eftir liðnum tíma. Konsertinn er margbrotin flétta sigurs og sorgar, ljóðrænu og ómstríðu — eins konar trúarjátning til listarinnar frammi fyrir eyðileggingu stríðsins.
Fact of the Matter eftir Hildi Guðnadóttur var frumflutt á BBC Proms tónlistarhátíðinni árið 2022. Hildur hefur sagt verkið vera viðbragð við þeirri sundrung sem ríkir milli fólks í veröld þar sem allir hafa sína eigin skoðun á staðreyndum. „Við erum í afturför og í stað þess að taka höndum saman virðumst við hafa meiri áhuga á viðurkenningu þess að við höfum rétt fyrir okkur,“ sagði Hildur í viðtali eftir frumflutninginn.
Tónleikunum lýkur með svítum Stravinskíjs úr ballettinum Petrushku. Petrushka er ómótstæðilega skemmtilegur ballett þar sem heyra má í mótun þá kraftmiklu höfundarrödd Stravinskíjs sem síðar átti eftir að umbylta tónlistarsögunni til frambúðar.
*Tónleikarnir eru u.þ.b. tvær klst. með tuttugu mínútna hléi.
*Uppselt er á tónleikana.
EFNISSKRÁ
Hildur Guðnadóttir The Fact of the Matter
Edward Elgar Sellókonsert
Ígor Stravinskíj Petrushka (1947)
HLJÓMSVEITARSTJÓRI
Eva Ollikainen
EINLEIKARI
Yo-Yo Ma
KÓR
Söngflokkurinn Hljómeyki
KÓRSTJÓRI
Stefan Sand
//
The American cellist Yo-Yo Ma is one of the most renowned living musicians in the world, making his visit a significant event in Icelandic musical life. He has released over 120 recordings and won Grammy Awards 19 times, in addition to numerous other awards. His influence extends far beyond the music world, as he has used his music for decades in the fight for peace and cooperation and has been one of the United Nations Messengers of Peace since 2006.
At this concert, Yo-Yo Ma will perform Elgar's impactful Cello Concerto with the Iceland Symphony Orchestra under the direction of Eva Ollikainen, the orchestra's chief conductor. The work was composed shortly after the end of the First World War and expresses deep longing for the past. The concerto is a complex tapestry of triumph and sorrow, lyricism, and dissonance—a sort of artistic confession in the face of the devastation of war.
Fact of the Matter by Hildur Guðnadóttir premiered at the BBC Proms music festival in 2022. Hildur has described the piece as a response to the divisions prevalent in a world where everyone holds their own opinions about facts. "We are regressing, and instead of coming together, we seem more interested in being recognized for being right," Hildur said in an interview after the premiere.
The concert concludes with suites from Stravinsky's ballet Petrushka. Petrushka is an irresistibly entertaining ballet that showcases the formation of Stravinsky's powerful compositional voice, which would later revolutionize the history of music.
PROGRAM
Hildur Guðnadóttir The Fact of the Matter
Edward Elgar Cello Concerto
Igor Stravinsky Petrushka (1947)
CONDUCTOR
Eva Ollikainen
SOLOIST
Yo-Yo Ma
CHOIR
Hljómeyki
CHOIR CONDUCTOR
Stefan Sand
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Eldborg, Harpa, Austurbakka 2, Austurbakki 2, 101 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland